Kjósum opnara grunnnám Toby Erik Wikström skrifar 16. mars 2025 08:00 Kæri lesandi, Ímyndaðu þér að þér sé boðið í glæsilega veislu. Þegar þú ferð inn um veisludyrnar blasir við þér óendanlega stórt veisluborð með hundruðum fjölbreyttra rétta. Þú hefur aldrei séð þvílíka ofgnótt á ævinni; hún teygir sig svo langt sem augað eygir. Þig langar að smakka og prófa þessa fjölbreyttu rétti en þú tekur eftir því að hinir gestirnir, af einhverjum ástæðum, takmarka sig við einn rétt sem þeir halda sig við allt kvöldið. Þú gerir skiljanlega eins og hinir gestirnir, velur einn rétt og færð þér af honum aftur og aftur. Rétturinn sem þú velur er gómsætur og að veislu lokinni ertu saddur. Samt ertu forvitinn um alla hina réttina sem þú smakkaðir ekki og lítur um öxl á veisluborðið mikla með ögn af eftirsjá þegar þú gengur út. Námsferill margra grunnnema við Háskóla Íslands líkist að mínu mati upplifun gestsins af þessari ímynduðu, þversagnakenndu veislu. Háskólinn er sá eini á Íslandi sem býður upp á alhliða nám sem teygir sig yfir fimm fræðasvið. Eins og stendur orðrétt á vefsíðu Háskólans er hann „stærsti háskóli landsins með langmesta fjölbreytni í námsframboði enda býður hann [upp] á fjórða hundrað spennandi námsleiðir á öllum fræðasviðum“. Grunnnemum standa til boða meira en hundrað námsleiðir til BA- eða BS-prófs í fræðigreinum frá almennri bókmenntafræði til þroskaþjálfafræði og allt þar á milli. En eins og veislugestirnir hér fyrir ofan takmarka flestir grunnnemar sig við eina námsgrein allan námsferilinn, sem er til þriggja árið miðað við fullt nám og nemur 180 einingum. Margar námsleiðir innan skólans bjóða einungis upp á 180 eininga nám og festa þannig nemann við þá námsleið allt grunnnámið. Aðrar námsleiðir bjóða að vísu upp á bæði 180 eða 120 eininga nám, sem gefur nemendum svigrúm til að taka 120 einingar í sinni aðalnámsgrein og 60 einingar í aukagrein, en tölur háskólans sýna að einungis 30 prósent af nemunum sem gátu valið á milli 180 og 120 eininga námsleið árið 2024 innrituðu sig í nám til 120 eininga í aðalgrein. Langflestir héldu sig við 180 eininga námsleiðina og þar með við bara einn rétt í þeirri fjölbreyttu námsveislu sem háskólinn býður upp á. Skýringin á þessu ástandi getur verið sú að nemendur vilji einfaldlega taka eina grein í grunnnáminu. Önnur skýring, sem ég tel ekki síður líklega og sem nemendur og samstarfsfólk við háskólann hafa ítrekað nefnt, er að deildir séu ekki nógu duglegar að upplýsa nemendur um að 120 eininga nám stendi þeim til boða. En hvers vegna ættu þær að gera það? Deililíkan háskólans refsar deildum fjárhagslega fyrir að senda nemendur í sinni aðalnámsgrein í aukagrein utan deildarinnar. „Heima(deild) er best“ eru skilaboð kerfisins. En ég er sannfærður um að fjölbreyttara grunnnám – þar sem nemendur fá frelsi til að velja fleiri rétti í námsveislunni miklu – væri bæði þeim og samfélaginu öllu til framdráttar. Í fyrsta lagi ættum við að gefa nemendum okkar, sem flestir eru ungir og/eða eru að stunda háskólanám í fyrsta skipti, ráðrúm til að prófa sig áfram og uppgötva eigin leið í náminu eins og í lífinu almennt. Áður fengu nemendur þetta mikilvæga tækifæri í framhaldskóla en í kjölfar styttingar þess námsstigs koma stúdentar inn í háskólann með minni breidd í menntun en fyrr. Fjölbreyttara grunnnám þar sem nemendur gætu tekið aukagrein eða kynnst nokkrum ólíkum námsgreinum, myndi gefa þeim þá breidd aftur og stuðla að sveigjanleika, opnu hugarfari og skilningi á fleiri fræðigreinum. Þeir kostir eru mikilvægari en nokkru sinni fyrr á okkar tímum þar sem atvinnumarkaðurinn er hvikull og flókin hnattræn vandamál eins og samfélagsleg skautun og loftlagsbreytingar þekkja enga deildarmúra og kalla á þverfræðilegar lausnir. Sem betur fer tala allir fimm íslensku frambjóðendurnir til rektorsembættis við háskólann í stefnum sínum um mikilvægi þess að gera grunnnámið fjölbreyttara. Ég hvet alla til að kynna sér hugmyndir þeirra og spyrja þá um útfærslur, ekki síst hvað varðar deililíkan háskólans, á þeim kynningarfundum sem eru eftir fyrir kosningar 18.-19. mars. Nú er tækifæri til að opna grunnnám við háskólann og veita nemendum aðgang að þeirri glæsilegu, fjölbreyttu námsveislu sem Háskóli Íslands getur státað sig af. Höfundur er verkefnisstjóri og sérfræðingur við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Skoðun Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Kæri lesandi, Ímyndaðu þér að þér sé boðið í glæsilega veislu. Þegar þú ferð inn um veisludyrnar blasir við þér óendanlega stórt veisluborð með hundruðum fjölbreyttra rétta. Þú hefur aldrei séð þvílíka ofgnótt á ævinni; hún teygir sig svo langt sem augað eygir. Þig langar að smakka og prófa þessa fjölbreyttu rétti en þú tekur eftir því að hinir gestirnir, af einhverjum ástæðum, takmarka sig við einn rétt sem þeir halda sig við allt kvöldið. Þú gerir skiljanlega eins og hinir gestirnir, velur einn rétt og færð þér af honum aftur og aftur. Rétturinn sem þú velur er gómsætur og að veislu lokinni ertu saddur. Samt ertu forvitinn um alla hina réttina sem þú smakkaðir ekki og lítur um öxl á veisluborðið mikla með ögn af eftirsjá þegar þú gengur út. Námsferill margra grunnnema við Háskóla Íslands líkist að mínu mati upplifun gestsins af þessari ímynduðu, þversagnakenndu veislu. Háskólinn er sá eini á Íslandi sem býður upp á alhliða nám sem teygir sig yfir fimm fræðasvið. Eins og stendur orðrétt á vefsíðu Háskólans er hann „stærsti háskóli landsins með langmesta fjölbreytni í námsframboði enda býður hann [upp] á fjórða hundrað spennandi námsleiðir á öllum fræðasviðum“. Grunnnemum standa til boða meira en hundrað námsleiðir til BA- eða BS-prófs í fræðigreinum frá almennri bókmenntafræði til þroskaþjálfafræði og allt þar á milli. En eins og veislugestirnir hér fyrir ofan takmarka flestir grunnnemar sig við eina námsgrein allan námsferilinn, sem er til þriggja árið miðað við fullt nám og nemur 180 einingum. Margar námsleiðir innan skólans bjóða einungis upp á 180 eininga nám og festa þannig nemann við þá námsleið allt grunnnámið. Aðrar námsleiðir bjóða að vísu upp á bæði 180 eða 120 eininga nám, sem gefur nemendum svigrúm til að taka 120 einingar í sinni aðalnámsgrein og 60 einingar í aukagrein, en tölur háskólans sýna að einungis 30 prósent af nemunum sem gátu valið á milli 180 og 120 eininga námsleið árið 2024 innrituðu sig í nám til 120 eininga í aðalgrein. Langflestir héldu sig við 180 eininga námsleiðina og þar með við bara einn rétt í þeirri fjölbreyttu námsveislu sem háskólinn býður upp á. Skýringin á þessu ástandi getur verið sú að nemendur vilji einfaldlega taka eina grein í grunnnáminu. Önnur skýring, sem ég tel ekki síður líklega og sem nemendur og samstarfsfólk við háskólann hafa ítrekað nefnt, er að deildir séu ekki nógu duglegar að upplýsa nemendur um að 120 eininga nám stendi þeim til boða. En hvers vegna ættu þær að gera það? Deililíkan háskólans refsar deildum fjárhagslega fyrir að senda nemendur í sinni aðalnámsgrein í aukagrein utan deildarinnar. „Heima(deild) er best“ eru skilaboð kerfisins. En ég er sannfærður um að fjölbreyttara grunnnám – þar sem nemendur fá frelsi til að velja fleiri rétti í námsveislunni miklu – væri bæði þeim og samfélaginu öllu til framdráttar. Í fyrsta lagi ættum við að gefa nemendum okkar, sem flestir eru ungir og/eða eru að stunda háskólanám í fyrsta skipti, ráðrúm til að prófa sig áfram og uppgötva eigin leið í náminu eins og í lífinu almennt. Áður fengu nemendur þetta mikilvæga tækifæri í framhaldskóla en í kjölfar styttingar þess námsstigs koma stúdentar inn í háskólann með minni breidd í menntun en fyrr. Fjölbreyttara grunnnám þar sem nemendur gætu tekið aukagrein eða kynnst nokkrum ólíkum námsgreinum, myndi gefa þeim þá breidd aftur og stuðla að sveigjanleika, opnu hugarfari og skilningi á fleiri fræðigreinum. Þeir kostir eru mikilvægari en nokkru sinni fyrr á okkar tímum þar sem atvinnumarkaðurinn er hvikull og flókin hnattræn vandamál eins og samfélagsleg skautun og loftlagsbreytingar þekkja enga deildarmúra og kalla á þverfræðilegar lausnir. Sem betur fer tala allir fimm íslensku frambjóðendurnir til rektorsembættis við háskólann í stefnum sínum um mikilvægi þess að gera grunnnámið fjölbreyttara. Ég hvet alla til að kynna sér hugmyndir þeirra og spyrja þá um útfærslur, ekki síst hvað varðar deililíkan háskólans, á þeim kynningarfundum sem eru eftir fyrir kosningar 18.-19. mars. Nú er tækifæri til að opna grunnnám við háskólann og veita nemendum aðgang að þeirri glæsilegu, fjölbreyttu námsveislu sem Háskóli Íslands getur státað sig af. Höfundur er verkefnisstjóri og sérfræðingur við Háskóla Íslands.
Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun