Silja Bára - öflugur málsvari sjálfbærni og loftslagsmála Íris Lind Sæmundsdóttir skrifar 17. mars 2025 08:01 Silja Bára Ómarsdóttir er sú forystumanneskja sem Háskóli Íslands þarf. Þegar við stöndum frammi fyrir helstu áskorun okkar tíma, loftslagsvánni, er brýnt að háskólinn setji það í forgrunn að styðja við menntun og rannsóknir sem þjóni heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Silja Bára hefur skilning á mikilvægi háskólans að þessu leyti og vill að rektor verði öflugur málsvari sjálfbærni og loftslagsmála á opinberum vettvangi og að háskólinn verði í virku samstarfi við stjórnvöld um þekkingamiðlun á því sviði. Þess vegna tel ég hana vera réttu manneskjuna í stöðu rektors. Leiðir okkar Silja Báru lágu fyrst saman á árunum 2008-2009 þegar ég starfaði í utanríkisþjónustunni og hún sinnti þar fræðslu um alþjóðastjórnmál með áherslu á stöðu og hlutverk kvenna á vettvangi alþjóðamála. Árið 2010 tókum við svo báðar sæti í Stjórnlagaráði og þar gafst mér ómetanlegt tækifæri á að vinna við hlið hennar. Í umhverfi sem krafðist gagnrýninnar hugsunar, samstarfshæfni og framsýni reyndist hún vera fremst meðal jafningja. Þar reyndi einnig á eiginleika hennar að draga saman ólík sjónarmið og styðja við að okkur tækist að ná sameiginlegri lendingu þrátt fyrir þau. Hún var ákveðin, skynsöm í sinni nálgun og á sama tíma alltaf tilbúin að hlusta á mismunandi raddir, sem er lykilatriði fyrir hvaða forystuhlutverk sem er. Það var sérstaklega eftirtektarvert að fylgjast með Silju Báru og hennar áherslum í jafnréttismálum en hún kom m.a. að því að setja inn í drög ráðsins að nýrri stjórnarskrá ákvæði um jafnrétti allra einstaklinga og þá með því að tilgreina að slíkt væri sérstaklega óháð kynhneigð fólks. Staða rektors við Háskóla Íslands er mikilvægt embætti, bæði innan sem utan háskólans. Í embætti rektors þarf að veljast manneskja með skýra sýn og skýra stefnu um þá vegferð sem skólinn er á. Háskólinn spilar mikilvægt hlutverk í íslensku samfélagi og hann þarf að búa nemendur undir þær áskoranir sem íslenskt samfélag býr við og fyrirséðar eru. Þar eru loftslagsmálin mér sérstaklega hugleikin. Ég tel að Silja Bára sé einstök í þessum tilliti þar sem hún leggur áherslu á að rektor verði öflugur málsvari sjálfbærni og loftslagsmála á opinberum vettvangi. Hún vill styðja við þverfræðilegt nám og rannsóknir á eðli og afleiðingum loftslagsbreytinga og hvernig megi þróa mótvægis- og aðlögunaraðgerðir vegna þeirra. Þá vill hún að mótuð verði langtímaáætlun um menntun og rannsóknir sem þjóna heimsmarkmiðunum og tryggja að unnt verði að bregðast við framtíðaráskorunum. Silja Bára leggur áherslu á að háskólinn sé í virku samstarfi við ráðuneyti og stofnanir sem starfa á þessu sviði til að miðla þekkingu inn í ákvarðanatöku hins opinbera. Þetta tel ég vera mikilvægt við stjórn Háskólans þannig að hægt verði að leiða hann inn í framtíðina og Silja Bára er best til þess fallin. Framboð Silju Báru snýst um að skapa háskóla sem er meðvitaður um mikilvægi framlags síns til íslensks samfélags á öllum sviðum – háskóla þar sem áhersla er lögð á fjölbreytni, nýsköpun vegna þeirra áskorana sem samfélagið stendur frammi fyrir og akademískt frelsi. Það er mikilvægt að skólinn búi við forystu sem byggir á skýrri sýn, hugrekki og gagnsæi. Silja Bára er svarið við þeirri þörf og ég styð hana heilshugar til rektors Háskóla Íslands. Ég hvet allt háskólasamfélagið til að gera hið sama. Framsýni Silju Báru, reynsla og eldmóður munu tryggja bjarta framtíð fyrir öll, bæði nemendur og starfsfólk sem og íslenskt samfélag. Höfundur er lögmaður og fyrrverandi Stjórnlagaráðsfulltrúi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Silja Bára Ómarsdóttir er sú forystumanneskja sem Háskóli Íslands þarf. Þegar við stöndum frammi fyrir helstu áskorun okkar tíma, loftslagsvánni, er brýnt að háskólinn setji það í forgrunn að styðja við menntun og rannsóknir sem þjóni heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Silja Bára hefur skilning á mikilvægi háskólans að þessu leyti og vill að rektor verði öflugur málsvari sjálfbærni og loftslagsmála á opinberum vettvangi og að háskólinn verði í virku samstarfi við stjórnvöld um þekkingamiðlun á því sviði. Þess vegna tel ég hana vera réttu manneskjuna í stöðu rektors. Leiðir okkar Silja Báru lágu fyrst saman á árunum 2008-2009 þegar ég starfaði í utanríkisþjónustunni og hún sinnti þar fræðslu um alþjóðastjórnmál með áherslu á stöðu og hlutverk kvenna á vettvangi alþjóðamála. Árið 2010 tókum við svo báðar sæti í Stjórnlagaráði og þar gafst mér ómetanlegt tækifæri á að vinna við hlið hennar. Í umhverfi sem krafðist gagnrýninnar hugsunar, samstarfshæfni og framsýni reyndist hún vera fremst meðal jafningja. Þar reyndi einnig á eiginleika hennar að draga saman ólík sjónarmið og styðja við að okkur tækist að ná sameiginlegri lendingu þrátt fyrir þau. Hún var ákveðin, skynsöm í sinni nálgun og á sama tíma alltaf tilbúin að hlusta á mismunandi raddir, sem er lykilatriði fyrir hvaða forystuhlutverk sem er. Það var sérstaklega eftirtektarvert að fylgjast með Silju Báru og hennar áherslum í jafnréttismálum en hún kom m.a. að því að setja inn í drög ráðsins að nýrri stjórnarskrá ákvæði um jafnrétti allra einstaklinga og þá með því að tilgreina að slíkt væri sérstaklega óháð kynhneigð fólks. Staða rektors við Háskóla Íslands er mikilvægt embætti, bæði innan sem utan háskólans. Í embætti rektors þarf að veljast manneskja með skýra sýn og skýra stefnu um þá vegferð sem skólinn er á. Háskólinn spilar mikilvægt hlutverk í íslensku samfélagi og hann þarf að búa nemendur undir þær áskoranir sem íslenskt samfélag býr við og fyrirséðar eru. Þar eru loftslagsmálin mér sérstaklega hugleikin. Ég tel að Silja Bára sé einstök í þessum tilliti þar sem hún leggur áherslu á að rektor verði öflugur málsvari sjálfbærni og loftslagsmála á opinberum vettvangi. Hún vill styðja við þverfræðilegt nám og rannsóknir á eðli og afleiðingum loftslagsbreytinga og hvernig megi þróa mótvægis- og aðlögunaraðgerðir vegna þeirra. Þá vill hún að mótuð verði langtímaáætlun um menntun og rannsóknir sem þjóna heimsmarkmiðunum og tryggja að unnt verði að bregðast við framtíðaráskorunum. Silja Bára leggur áherslu á að háskólinn sé í virku samstarfi við ráðuneyti og stofnanir sem starfa á þessu sviði til að miðla þekkingu inn í ákvarðanatöku hins opinbera. Þetta tel ég vera mikilvægt við stjórn Háskólans þannig að hægt verði að leiða hann inn í framtíðina og Silja Bára er best til þess fallin. Framboð Silju Báru snýst um að skapa háskóla sem er meðvitaður um mikilvægi framlags síns til íslensks samfélags á öllum sviðum – háskóla þar sem áhersla er lögð á fjölbreytni, nýsköpun vegna þeirra áskorana sem samfélagið stendur frammi fyrir og akademískt frelsi. Það er mikilvægt að skólinn búi við forystu sem byggir á skýrri sýn, hugrekki og gagnsæi. Silja Bára er svarið við þeirri þörf og ég styð hana heilshugar til rektors Háskóla Íslands. Ég hvet allt háskólasamfélagið til að gera hið sama. Framsýni Silju Báru, reynsla og eldmóður munu tryggja bjarta framtíð fyrir öll, bæði nemendur og starfsfólk sem og íslenskt samfélag. Höfundur er lögmaður og fyrrverandi Stjórnlagaráðsfulltrúi.
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun