Magnús Karl er hæfastur rektorsframbjóðenda Ástráður Eysteinsson skrifar 16. mars 2025 07:31 Það er orðið ljóst fyrir allnokkru að Háskóli Íslands er helsti starfsvettvangur ævi minnar. Þótt ég hafi á sínum tíma dvalið hátt í áratug erlendis í framhaldsnámi og verið nokkur misseri gestaprófessor við erlenda háskóla í áranna rás, þá hefur Háskóli Íslands verið mín heimahöfn síðan ég var ráðinn þangað fyrst sem kennari í janúar 1987. Ég hef sinnt þar ýmsum stjórnunarstörfum allt síðan 1989 og verið í margvíslegu samstarfi við þá afbragðsgóðu rektora sem hafa stýrt skólanum síðan þá og til þessa dags. Skólinn er ekki stór á alþjóðamælikvarða en hann vegur þungt í íslensku samfélagi og ég hef fengið að kynnast því hvað hann hefur verið vel rekinn og hvernig rektorar og annað stjórnarfólk skólans hafa brugðist af mikilli ábyrgð við erfiðum aðstæðum. Skólinn hefur að mínu mati ítrekað sannað að hann stendur undir því sjálfstæði sem speglast meðal annars í því að þegar líður að lokum stjórnartíðar rektors, þá fær starfsfólk og nemendur á þessum stærsta vinnustað landsins að kjósa þann sem tekur við þessu lykilembætti. Nú líður að rektorskosningum. Góðu heilli eru nokkrir ágætir umsækjendur um starfið og hafa þau kynnt viðhorf sín og reynslu á liðnum vikum. Að mínu mati er Magnús Karl Magnússon, prófessor við Læknadeild, hæfastur umsækjenda. Horfi ég þar til mikillar reynslu hans í kennslu og rannsóknum við Háskóla Íslands, þar sem hann hefur starfað síðan 2003, þar af sem prófessor síðan 2009. En einnig hef ég í huga þá sérfræðiþekkingu og starfsreynslu sem hann aflaði sér þann áratug sem hann var í framhaldsnámi í Bandaríkjunum, auk þess sem hann hefur annast margháttaða stjórnun við Háskóla Íslands, m.a. sem forseti Læknadeildar. Síðast en ekki síst byggi ég traust mitt á því hvernig Magnús hefur nálgast vettvang rektorsstarfsins, hvernig hann hefur kynnt sér af einstakri alúð hina margháttuðu starfsemi stofnunarinnar og hinar fjölbreytilegu leiðir í námi, kennslu og rannsóknum, sem og hverskonar umsýslu og rekstraratriðum. Ég veit að hann mun verða rektor sem lætur sig alla þessa stofnun varða af heilum hug, jafnt nemendur, kennara sem annað starfsfólk. Ástráður Eysteinsson, prófessor í almennri bókmenntafræði við Háskóla Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Það er orðið ljóst fyrir allnokkru að Háskóli Íslands er helsti starfsvettvangur ævi minnar. Þótt ég hafi á sínum tíma dvalið hátt í áratug erlendis í framhaldsnámi og verið nokkur misseri gestaprófessor við erlenda háskóla í áranna rás, þá hefur Háskóli Íslands verið mín heimahöfn síðan ég var ráðinn þangað fyrst sem kennari í janúar 1987. Ég hef sinnt þar ýmsum stjórnunarstörfum allt síðan 1989 og verið í margvíslegu samstarfi við þá afbragðsgóðu rektora sem hafa stýrt skólanum síðan þá og til þessa dags. Skólinn er ekki stór á alþjóðamælikvarða en hann vegur þungt í íslensku samfélagi og ég hef fengið að kynnast því hvað hann hefur verið vel rekinn og hvernig rektorar og annað stjórnarfólk skólans hafa brugðist af mikilli ábyrgð við erfiðum aðstæðum. Skólinn hefur að mínu mati ítrekað sannað að hann stendur undir því sjálfstæði sem speglast meðal annars í því að þegar líður að lokum stjórnartíðar rektors, þá fær starfsfólk og nemendur á þessum stærsta vinnustað landsins að kjósa þann sem tekur við þessu lykilembætti. Nú líður að rektorskosningum. Góðu heilli eru nokkrir ágætir umsækjendur um starfið og hafa þau kynnt viðhorf sín og reynslu á liðnum vikum. Að mínu mati er Magnús Karl Magnússon, prófessor við Læknadeild, hæfastur umsækjenda. Horfi ég þar til mikillar reynslu hans í kennslu og rannsóknum við Háskóla Íslands, þar sem hann hefur starfað síðan 2003, þar af sem prófessor síðan 2009. En einnig hef ég í huga þá sérfræðiþekkingu og starfsreynslu sem hann aflaði sér þann áratug sem hann var í framhaldsnámi í Bandaríkjunum, auk þess sem hann hefur annast margháttaða stjórnun við Háskóla Íslands, m.a. sem forseti Læknadeildar. Síðast en ekki síst byggi ég traust mitt á því hvernig Magnús hefur nálgast vettvang rektorsstarfsins, hvernig hann hefur kynnt sér af einstakri alúð hina margháttuðu starfsemi stofnunarinnar og hinar fjölbreytilegu leiðir í námi, kennslu og rannsóknum, sem og hverskonar umsýslu og rekstraratriðum. Ég veit að hann mun verða rektor sem lætur sig alla þessa stofnun varða af heilum hug, jafnt nemendur, kennara sem annað starfsfólk. Ástráður Eysteinsson, prófessor í almennri bókmenntafræði við Háskóla Íslands
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun