Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson, Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson og Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir skrifa 15. mars 2025 15:03 Háskóli Íslands stendur á krossgötum þar sem framsýni, nýsköpun og öflug forysta skipta sköpum fyrir framtíð skólans. Til þess að Háskólinn haldi áfram að þróast sem leiðandi rannsóknarstofnun á alþjóðavísu þarf hann rektor sem skilur mikilvægi skapandi menntunar, samstarfs og tækniframfara. Kolbrún Þ. Pálsdóttir er sú manneskja. Við höfum fengið að vinna með Kolbrúnu að undirbúningi og uppbyggingu sameiginlegrar tækni- og sköpunarsmiðju, eins konar Fab Lab smiðju, í nýju húsnæði Menntavísindasviðs í Sögu. Þetta er spennandi verkefni sem ekki hefði farið af stað nema fyrir hennar forystu sem forseti Menntavísindasviðs. Kolbrún sér ekki aðeins tækifærin – hún tryggir að þau verði að veruleika. Hún er leiðtogi sem vinnur af festu og metnaði að því að skapa nýjar og betri aðstæður fyrir nemendur og kennara og hún hefur burði til að leiða Háskóla Íslands inn í framtíðina. Framtíðarsýn sem tengir saman fræði, nýsköpun og samfélag Kolbrún hefur einstaka hæfni til að leiða saman ólíka hópa og byggja brýr milli fræða, iðnaðar og samfélags. Sköpunar- og tæknismiðjan sem fyrirhugað er að setja upp í Sögu er gott dæmi um þetta. Hún mun skapa vettvang fyrir nemendur, kennara og fræðimenn til að nýta nýjustu stafrænu tækni og vinna að nýsköpun á fjölbreyttum sviðum. Með framtíðarsýn sinni og áræðni hefur Kolbrún tryggt að þetta brýna verkefni verður að veruleika. Þessi nálgun endurspeglar skýra sýn á háskóla sem er ekki eingöngu fræðileg stofnun heldur virkur þátttakandi í samfélaginu – eitthvað sem Kolbrún stendur fyrir og hefur unnið ötullega að. Öflugur leiðtogi sem skilar árangri Kolbrún lætur hlutina ekki sitja á hakanum – hún framkvæmir þá. Í samstarfi okkar höfum við séð hvernig hún nálgast verkefni af festu og með lausnamiðaðri hugsun. Hún vinnur þvert á fræðasvið, tryggir að allar raddir heyrist og stuðlar að virku samstarfi hagsmunaaðila. Það er þessi nálgun sem Háskóli Íslands þarf á að halda; rektor sem sameinar fólk , rektor sem knýr fram breytingar með skýrri sýn og öflugri framkvæmd. Af hverju Kolbrún? Framtíð Háskóla Íslands veltur á því að hafa forystu sem skapar aðstæður þar sem fólk getur blómstrað, lært og skapað. Kolbrún hefur sýnt í verki að hún er slíkur leiðtogi. Hún hefur reynslu, þekkingu og kraft til að leiða háskólann inn í nýja tíma, þar sem menntun, tækni og samfélag vinna saman að betri framtíð. Af þessum ástæðum lýsum við yfir eindregnum stuðningi við Kolbrúnu Þ. Pálsdóttur sem næsta rektor Háskóla Íslands. Hún er leiðtoginn sem getur tryggt að skólinn haldi áfram að vera í fararbroddi, bæði hér heima og á alþjóðavísu. Hafliði Ásgeirsson Tæknimaður hjá Verkfræði- og náttúruvísindasviði HÍ. Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson Forstöðumaður Nýmenntar á Menntavísindasviði HÍ. Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir Deildarstjóri Mixtúru, sköpunar-og tækniver skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Halldór 05.07.2025 Jón Ísak Ragnarsson Halldór Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Sjá meira
Háskóli Íslands stendur á krossgötum þar sem framsýni, nýsköpun og öflug forysta skipta sköpum fyrir framtíð skólans. Til þess að Háskólinn haldi áfram að þróast sem leiðandi rannsóknarstofnun á alþjóðavísu þarf hann rektor sem skilur mikilvægi skapandi menntunar, samstarfs og tækniframfara. Kolbrún Þ. Pálsdóttir er sú manneskja. Við höfum fengið að vinna með Kolbrúnu að undirbúningi og uppbyggingu sameiginlegrar tækni- og sköpunarsmiðju, eins konar Fab Lab smiðju, í nýju húsnæði Menntavísindasviðs í Sögu. Þetta er spennandi verkefni sem ekki hefði farið af stað nema fyrir hennar forystu sem forseti Menntavísindasviðs. Kolbrún sér ekki aðeins tækifærin – hún tryggir að þau verði að veruleika. Hún er leiðtogi sem vinnur af festu og metnaði að því að skapa nýjar og betri aðstæður fyrir nemendur og kennara og hún hefur burði til að leiða Háskóla Íslands inn í framtíðina. Framtíðarsýn sem tengir saman fræði, nýsköpun og samfélag Kolbrún hefur einstaka hæfni til að leiða saman ólíka hópa og byggja brýr milli fræða, iðnaðar og samfélags. Sköpunar- og tæknismiðjan sem fyrirhugað er að setja upp í Sögu er gott dæmi um þetta. Hún mun skapa vettvang fyrir nemendur, kennara og fræðimenn til að nýta nýjustu stafrænu tækni og vinna að nýsköpun á fjölbreyttum sviðum. Með framtíðarsýn sinni og áræðni hefur Kolbrún tryggt að þetta brýna verkefni verður að veruleika. Þessi nálgun endurspeglar skýra sýn á háskóla sem er ekki eingöngu fræðileg stofnun heldur virkur þátttakandi í samfélaginu – eitthvað sem Kolbrún stendur fyrir og hefur unnið ötullega að. Öflugur leiðtogi sem skilar árangri Kolbrún lætur hlutina ekki sitja á hakanum – hún framkvæmir þá. Í samstarfi okkar höfum við séð hvernig hún nálgast verkefni af festu og með lausnamiðaðri hugsun. Hún vinnur þvert á fræðasvið, tryggir að allar raddir heyrist og stuðlar að virku samstarfi hagsmunaaðila. Það er þessi nálgun sem Háskóli Íslands þarf á að halda; rektor sem sameinar fólk , rektor sem knýr fram breytingar með skýrri sýn og öflugri framkvæmd. Af hverju Kolbrún? Framtíð Háskóla Íslands veltur á því að hafa forystu sem skapar aðstæður þar sem fólk getur blómstrað, lært og skapað. Kolbrún hefur sýnt í verki að hún er slíkur leiðtogi. Hún hefur reynslu, þekkingu og kraft til að leiða háskólann inn í nýja tíma, þar sem menntun, tækni og samfélag vinna saman að betri framtíð. Af þessum ástæðum lýsum við yfir eindregnum stuðningi við Kolbrúnu Þ. Pálsdóttur sem næsta rektor Háskóla Íslands. Hún er leiðtoginn sem getur tryggt að skólinn haldi áfram að vera í fararbroddi, bæði hér heima og á alþjóðavísu. Hafliði Ásgeirsson Tæknimaður hjá Verkfræði- og náttúruvísindasviði HÍ. Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson Forstöðumaður Nýmenntar á Menntavísindasviði HÍ. Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir Deildarstjóri Mixtúru, sköpunar-og tækniver skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun