„Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 15. mars 2025 22:30 Liam Lawson og Max Verstappen, ökumenn Red Bull, ásamt liðstjóra liðsins, Christian Horner. Mark Sutton - Formula 1/Formula 1 via Getty Images Christian Horner, liðsstjóri Red Bull liðsins í Formúlu 1, segir að komandi tímabil verði stærsta áskorun liðsins til þessa. Red Bull liðið hefur trónað á toppi Formúlu 1 undanfarin ár, en á síðasta tímabili mátti þó sjá að forysta þeirra stóð völtum fótum. Liðinu mistókst að vinna heimsmeistaratitil bílasmiða, en Max Verstappen, annar ökumanna liðsins, varð heimsmeistari ökumanna fjórða árið í röð. Breytingar urðu á Red Bull liðinu í ár og Liam Lawson tók sér sæti í bílnum við hlið Max Verstappen í stað Sergio Perez. Verstappen hélt í við fremstu bíla í tímatökunum fyrir ástralska kappaksturinn, fyrstu keppni tímabilsins, í gærnótt, en Lawson komst ekki í gegnum fyrsta hluta tímatökunnar og ræsir átjándi í nótt. Þrátt fyrir augljósar brotalamir á Red Bull bílnum kveðst Christian Horner vera spenntur fyrir tímabilinu. „Fyrir mér er kaflinn sem liðið er að ganga í gegnum mjög spennandi. Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika,“ sagði Horner í aðdraganda keppnishelgarinnar. „Þetta verður magnað ferðalag og eitthvað sem ég hlakka mikið til.“ „Við höfum átt ótrúlegu gengi að fagna þar sem við höfum verið að hanna og smíða yfirbygginguna sjálfir, en með mismunandi vélaframleiðendum, bæði með Renault og síðar Honda. En nú þegar nýjar vélareglur taka gildi fyrir næsta tímabil fannst okkur kominn tími til að taka örlögin í okkar hendur og handsmíða okkar eigin vél.“ „Við erum í kapphlaupi við tímann því að á þessum tíma á næsta ári verða þær vélar í okkar eigin bílum.“ Ástralski kappaksturinn, fyrsta keppni tímabilsins í Formúlu 1, hefst klukkan 03:30 og verður í beinni útsendingu á Vodafone Sport. Akstursíþróttir Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Red Bull liðið hefur trónað á toppi Formúlu 1 undanfarin ár, en á síðasta tímabili mátti þó sjá að forysta þeirra stóð völtum fótum. Liðinu mistókst að vinna heimsmeistaratitil bílasmiða, en Max Verstappen, annar ökumanna liðsins, varð heimsmeistari ökumanna fjórða árið í röð. Breytingar urðu á Red Bull liðinu í ár og Liam Lawson tók sér sæti í bílnum við hlið Max Verstappen í stað Sergio Perez. Verstappen hélt í við fremstu bíla í tímatökunum fyrir ástralska kappaksturinn, fyrstu keppni tímabilsins, í gærnótt, en Lawson komst ekki í gegnum fyrsta hluta tímatökunnar og ræsir átjándi í nótt. Þrátt fyrir augljósar brotalamir á Red Bull bílnum kveðst Christian Horner vera spenntur fyrir tímabilinu. „Fyrir mér er kaflinn sem liðið er að ganga í gegnum mjög spennandi. Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika,“ sagði Horner í aðdraganda keppnishelgarinnar. „Þetta verður magnað ferðalag og eitthvað sem ég hlakka mikið til.“ „Við höfum átt ótrúlegu gengi að fagna þar sem við höfum verið að hanna og smíða yfirbygginguna sjálfir, en með mismunandi vélaframleiðendum, bæði með Renault og síðar Honda. En nú þegar nýjar vélareglur taka gildi fyrir næsta tímabil fannst okkur kominn tími til að taka örlögin í okkar hendur og handsmíða okkar eigin vél.“ „Við erum í kapphlaupi við tímann því að á þessum tíma á næsta ári verða þær vélar í okkar eigin bílum.“ Ástralski kappaksturinn, fyrsta keppni tímabilsins í Formúlu 1, hefst klukkan 03:30 og verður í beinni útsendingu á Vodafone Sport.
Akstursíþróttir Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira