Hvers vegna styð ég Magnús Karl í kjöri til rektors Háskóla Íslands? Ingileif Jónsdóttir skrifar 15. mars 2025 23:31 Magnús Karl Magnússon, prófessor við Læknadeild, hefur í áratugi verið ötull baráttumaður fyrir aukinni fjármögnun háskóla- og vísindastarfs á grundvelli gæða og árangurs. Hann skilur hvað þarf til að tryggja áframhaldandi og vaxandi árangur Háskóla Íslands, góða aðstöðu til rannsókna, rannsóknanáms og nýliðunar akademískra starfsmanna og hann mun berjast fyrir bættri fjármögnun Háskólans og eflingu samkeppnissjóða – enda hefur hann gert það ötullega undanfarin 20 ár, eins og margvísleg skrif hans og opinber framganga sanna. Þess vegna styð ég Magnús í kosningum sem fram fara dagana 18.–19. mars þegar nemendur og starfsfólk Háskóla Íslands velja sér nýjan rektor. Rektor skiptir miklu máli fyrir framtíð háskólans, kennslu og vísindastarf, stöðu hans og áhrif í íslensku samfélagi. Því ber að fagna að úrvalsfólk er í framboði til rektors, en að mínu mati stendur Magnús Karl öðrum framar. Því styð ég hann. En ég styð hann ekki einungis vegna þess að ég veit að hann mun berjast af krafti fyrir bættri stöðu Háskóla Íslands, sem vísinda- og menntastofnunar. Magnús Karl hefur þann skilning á og reynslu af stjórnun í flóknu umhverfi háskóla- og vísindastarfs sem rektor er nauðsynlegur. Hann var deildarforseti læknadeildar í 4 ár og áður varadeildarforseti í 2 ár. Hann hefur verið prófessor og deildarstjóri í lyfja- og eiturefnafræði í 15 ár, afar farsæll kennari, leiðtogi og stjórnandi rannsóknateyma, leiðbeinandi meistara- og doktorsnema og afkastamikill vísindamaður við Háskóla Íslands í og einnig hjá Íslenskri erfðagreiningu sl. 7 ár. Meistara- og doktorsnemar Magnúsar bera lof á hann fyrir hvatningu, góða leiðsögn, mikinn metnað og kröfur, en líka mikinn stuðning. Það sama á við um samstarfsfólk hans. Magnús Karl hefur djúpan skilning á eðli vísinda- og fræðastarfs og mikla yfirsýn yfir vísindastarf langt út fyrir sitt eigið fræðasvið. Hann þekkir vel styrkleika og veikleika háskóla- og vísindasamfélagsins á Íslandi og á alþjóðavettvangi, sérstaklega í Bandaríkjunum, þar sem hann stundaði nám og rannsóknir við University of Wisconsin og National Institutes of Health (NIH). Hann þekkir vel stöðu háskóla og rannsóknastofnana á Norðurlöndunum og í Evrópu gegnum samstarf sem vísindamaður og forseti læknadeildar. Magnús Karl hefur gengt mikilvægum trúnaðarstörfum fyrir Háskóla Íslands, stjórnvöld og íslenskt vísindasamfélag, m.a. sem formaður stjórnar Miðstöðvar í lýðheilsuvísindum, í fagráði Rannís í líf- og heilbrigðisvísindum, í vísindaráði Landspítala, markáætlunum Vísinda- og tækniráðs og sem fulltrúi Íslands í 7. Rammaáætlun ESB um rannsóknir og þróun. Ég kynntist Magnúsi Karli fyrst þegar ég kenndi honum ónæmisfræði á þriðja ári í læknisfræði. Hann var vel að sér, afar áhugasamur og spurði krefjandi spurninga. Það kom ekki á óvart að hann, einn af fyrstu nemendum í læknisfræði, tók valkvætt aukaár til að vinna að vísindarannsókn (um frumulíffræði æðaþelsfruma), sem lagði grunn að vísindaferli hans. Í byrjun aldarinnar fór ég með Davíð Á. Gunnarssyni, þá ráðuneytisstjóra Heilbrigðisráðuneytisins og hópi vísindamanna í heimsókn til National Institutes of Health, sem var liður í markvissu átaki íslenskra stjórnvalda til að auka samstarf Íslands og Bandaríkjanna um vísindarannsóknir á sviði líf- og læknisfræði. Gestgjafinn (NIH) fékk Magnús Karl til að sýna íslensku sendinefndinni National Heart, Lung and Blood Institute, þar sem hann vann við rannsóknir, til kynna okkur fyrir vísindamönnum og rannsóknum á sviði sameindalíffræði blóðsjúkdóma, stofnfrumna og blóðkrabbameina. Magnús Karl hafði hlotið bæði styrki og viðurkenningar fyrir rannsóknir sínar þar og var greinilega mikils metinn af kollegunum. Brennandi áhugi og metnaður streymdi frá honum og ég hugsaði þá; vonandi á Magnús Karl eftir að flytja heim og taka þátt í uppbyggingu líf- og heilbrigðisvísinda á Íslandi. Sú von rættist. Ég hef verið þeirra gæfu aðnjótandi að vinna með Magnúsi við læknadeild í 13 ár og hjá Íslenskri erfðagreiningu í 7 ár, sem hefur verið gefandi og mannbætandi. Magnús Karl hefur beitt sér til að auka skilning stjórnvalda á lykilhlutverki Háskóla Íslands í íslensku vísinda- og þekkingarsamfélagi, sem einni af grunnstoðum samfélagsins, atvinnulífs og verðmætasköpunar á mörgum sviðum. Hann mun, verði hann kjörinn rektor, efla forystuhlutverk Háskóla Íslands og gera honum kleift að þjóna íslensku rannsóknasamfélagi í heild sinni þannig að hann nýtist íslensku samfélagi til fulls. Hann mun áfram berjast fyrir aukinni fjármögnun háskóla- og vísindastarfs á grundvelli gæða og árangurs í þágu velferðar og velsældar, fyrir eflingu rannsóknanáms, rannsókna og nýsköpunar, aukinni nýliðun, bættri aðstöðu og auknu samstarfi innan skólans og við innlendar og erlendar stofnanir og fyrirtæki. Einnig eflingu vandaðra kennsluhátta, aukinni fjölbreyttni í kennslu og kennsluháttum, umbun fyrir fyrirmyndar kennsluframlag og auknum sveigjanleika í starfsframlagi milli rannsókna og kennslu. Magnús Karl mun vinna að því að háskólinn verði eftirsóttur vinnustaður fyrir framúrskarandi nemendur og starfsfólk. Magnús Karl verður sem rektor, nái hann kjöri, sterkur og trúverðugur talsmaður háskólans, vísinda, menntunar, menningar og félagslegs réttlætis, hér heima og á alþjóðavettvangi. Hann er miklum mannkostum búinn, hann er öflugur leiðtogi með skýra framtíðarsýn, réttsýnn og fylginn sér. Hann hlustar og á auðvelt með að setja sig í spor annara, er laus við hroka og yfirlæti. Hann hrífur fólk með sér til góðra verka. Þess vegna styð ég Magnús Karl í embætti rektors Háskóla Íslands. Höfundur er prófessor emerita við læknadeild Háskóla Íslands og deildarstjóri hjá Íslenskri erfðagreiningu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Skoðun Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Magnús Karl Magnússon, prófessor við Læknadeild, hefur í áratugi verið ötull baráttumaður fyrir aukinni fjármögnun háskóla- og vísindastarfs á grundvelli gæða og árangurs. Hann skilur hvað þarf til að tryggja áframhaldandi og vaxandi árangur Háskóla Íslands, góða aðstöðu til rannsókna, rannsóknanáms og nýliðunar akademískra starfsmanna og hann mun berjast fyrir bættri fjármögnun Háskólans og eflingu samkeppnissjóða – enda hefur hann gert það ötullega undanfarin 20 ár, eins og margvísleg skrif hans og opinber framganga sanna. Þess vegna styð ég Magnús í kosningum sem fram fara dagana 18.–19. mars þegar nemendur og starfsfólk Háskóla Íslands velja sér nýjan rektor. Rektor skiptir miklu máli fyrir framtíð háskólans, kennslu og vísindastarf, stöðu hans og áhrif í íslensku samfélagi. Því ber að fagna að úrvalsfólk er í framboði til rektors, en að mínu mati stendur Magnús Karl öðrum framar. Því styð ég hann. En ég styð hann ekki einungis vegna þess að ég veit að hann mun berjast af krafti fyrir bættri stöðu Háskóla Íslands, sem vísinda- og menntastofnunar. Magnús Karl hefur þann skilning á og reynslu af stjórnun í flóknu umhverfi háskóla- og vísindastarfs sem rektor er nauðsynlegur. Hann var deildarforseti læknadeildar í 4 ár og áður varadeildarforseti í 2 ár. Hann hefur verið prófessor og deildarstjóri í lyfja- og eiturefnafræði í 15 ár, afar farsæll kennari, leiðtogi og stjórnandi rannsóknateyma, leiðbeinandi meistara- og doktorsnema og afkastamikill vísindamaður við Háskóla Íslands í og einnig hjá Íslenskri erfðagreiningu sl. 7 ár. Meistara- og doktorsnemar Magnúsar bera lof á hann fyrir hvatningu, góða leiðsögn, mikinn metnað og kröfur, en líka mikinn stuðning. Það sama á við um samstarfsfólk hans. Magnús Karl hefur djúpan skilning á eðli vísinda- og fræðastarfs og mikla yfirsýn yfir vísindastarf langt út fyrir sitt eigið fræðasvið. Hann þekkir vel styrkleika og veikleika háskóla- og vísindasamfélagsins á Íslandi og á alþjóðavettvangi, sérstaklega í Bandaríkjunum, þar sem hann stundaði nám og rannsóknir við University of Wisconsin og National Institutes of Health (NIH). Hann þekkir vel stöðu háskóla og rannsóknastofnana á Norðurlöndunum og í Evrópu gegnum samstarf sem vísindamaður og forseti læknadeildar. Magnús Karl hefur gengt mikilvægum trúnaðarstörfum fyrir Háskóla Íslands, stjórnvöld og íslenskt vísindasamfélag, m.a. sem formaður stjórnar Miðstöðvar í lýðheilsuvísindum, í fagráði Rannís í líf- og heilbrigðisvísindum, í vísindaráði Landspítala, markáætlunum Vísinda- og tækniráðs og sem fulltrúi Íslands í 7. Rammaáætlun ESB um rannsóknir og þróun. Ég kynntist Magnúsi Karli fyrst þegar ég kenndi honum ónæmisfræði á þriðja ári í læknisfræði. Hann var vel að sér, afar áhugasamur og spurði krefjandi spurninga. Það kom ekki á óvart að hann, einn af fyrstu nemendum í læknisfræði, tók valkvætt aukaár til að vinna að vísindarannsókn (um frumulíffræði æðaþelsfruma), sem lagði grunn að vísindaferli hans. Í byrjun aldarinnar fór ég með Davíð Á. Gunnarssyni, þá ráðuneytisstjóra Heilbrigðisráðuneytisins og hópi vísindamanna í heimsókn til National Institutes of Health, sem var liður í markvissu átaki íslenskra stjórnvalda til að auka samstarf Íslands og Bandaríkjanna um vísindarannsóknir á sviði líf- og læknisfræði. Gestgjafinn (NIH) fékk Magnús Karl til að sýna íslensku sendinefndinni National Heart, Lung and Blood Institute, þar sem hann vann við rannsóknir, til kynna okkur fyrir vísindamönnum og rannsóknum á sviði sameindalíffræði blóðsjúkdóma, stofnfrumna og blóðkrabbameina. Magnús Karl hafði hlotið bæði styrki og viðurkenningar fyrir rannsóknir sínar þar og var greinilega mikils metinn af kollegunum. Brennandi áhugi og metnaður streymdi frá honum og ég hugsaði þá; vonandi á Magnús Karl eftir að flytja heim og taka þátt í uppbyggingu líf- og heilbrigðisvísinda á Íslandi. Sú von rættist. Ég hef verið þeirra gæfu aðnjótandi að vinna með Magnúsi við læknadeild í 13 ár og hjá Íslenskri erfðagreiningu í 7 ár, sem hefur verið gefandi og mannbætandi. Magnús Karl hefur beitt sér til að auka skilning stjórnvalda á lykilhlutverki Háskóla Íslands í íslensku vísinda- og þekkingarsamfélagi, sem einni af grunnstoðum samfélagsins, atvinnulífs og verðmætasköpunar á mörgum sviðum. Hann mun, verði hann kjörinn rektor, efla forystuhlutverk Háskóla Íslands og gera honum kleift að þjóna íslensku rannsóknasamfélagi í heild sinni þannig að hann nýtist íslensku samfélagi til fulls. Hann mun áfram berjast fyrir aukinni fjármögnun háskóla- og vísindastarfs á grundvelli gæða og árangurs í þágu velferðar og velsældar, fyrir eflingu rannsóknanáms, rannsókna og nýsköpunar, aukinni nýliðun, bættri aðstöðu og auknu samstarfi innan skólans og við innlendar og erlendar stofnanir og fyrirtæki. Einnig eflingu vandaðra kennsluhátta, aukinni fjölbreyttni í kennslu og kennsluháttum, umbun fyrir fyrirmyndar kennsluframlag og auknum sveigjanleika í starfsframlagi milli rannsókna og kennslu. Magnús Karl mun vinna að því að háskólinn verði eftirsóttur vinnustaður fyrir framúrskarandi nemendur og starfsfólk. Magnús Karl verður sem rektor, nái hann kjöri, sterkur og trúverðugur talsmaður háskólans, vísinda, menntunar, menningar og félagslegs réttlætis, hér heima og á alþjóðavettvangi. Hann er miklum mannkostum búinn, hann er öflugur leiðtogi með skýra framtíðarsýn, réttsýnn og fylginn sér. Hann hlustar og á auðvelt með að setja sig í spor annara, er laus við hroka og yfirlæti. Hann hrífur fólk með sér til góðra verka. Þess vegna styð ég Magnús Karl í embætti rektors Háskóla Íslands. Höfundur er prófessor emerita við læknadeild Háskóla Íslands og deildarstjóri hjá Íslenskri erfðagreiningu.
Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun