Matraðarendurkoma Deli Alli entist bara í níu mínútur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. mars 2025 10:21 Matteo Marchetti dómari leiksins sendi Dele Alli snemma í sturtu í leiknum á móti AC Milan í gær. Getty/Jonathan Moscrop Enski knattspyrnumaðurinn Deli Alli lék sinn fyrsta knattspyrnuleik í 748 daga í gærkvöldi en kvöldið endaði snemma og illa fyrir þessa fyrrum vonarstjörnu enska fótboltans. Alli er nú kominn til ítalska félagsins Como til að reynda endurvekja feril sinn. Hann hafði verið á bekknum í tveimur leikjum á undan en kom inn á völlinn í leik Como á móti AC Milan. Alli var hins vegar aðeins búinn að vera inn á vellinum níu mínútur þegar hann fékk rauða spjaldið fyrir brot á Ruben Loftus-Cheek. Alli fékk reyndar fyrst gula spjaldið en myndbandsdómarar gerðu athugasemd við það og gula spjaldinu var breytt í rautt. Kyle Walker, leikmaður AC Milan og fyrrum liðsfélagi Alli hjá Tottenham Hotspur, virtist reyna að biðja dómarann um að hlífa Alli við rauða spjaldinu. Cesc Fabregas, knattspyrnustjóri Como, fékk einnig rautt spjald fyrir mótmæli í kjölfarið á rauða spjaldinu hans Deli Alli. „Deli Alli er markaskorari. Ég reyndi að gefa honum tækifæri. Þetta voru alvarleg mistök hjá reyndum leikmanni. Þetta var augljóst rautt spjald. Hann brást liðinu þegar við áttum möguleika á því að jafna þetta í 2-2,“ sagði Cesc Fabregas. AC Milan vann leikinn 2-1. Alli er nú 28 ára gamall og skrifaði undir átján mánaða samning við Como í janúar. Þetta var fyrsti leikur hans síðan hann spilaði fyrir tyrkneska liðið Besiktas í febrúar 2023. Alli var á sínum tíma eitt mesta efnið í enska boltanum, lykilmaður í enska landsliðinu sem komst í undanúrslitin á HM 2018 og aðalmaðurinn í ungu Tottenham liði undir stjórn Mauricio Pochettino sem fór alla leið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar 2019. Allt fór hins vegar á versta veg fyrir strákinn sem endaði á sex vikna meðferð í Bandaríkjunum árið 2023 eftir að hafa orðið háður svefntöflum. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) Ítalski boltinn Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini „Forréttindi fyrir okkur sem eru nærri honum að fá að verða vitni að þessu“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Sjá meira
Alli er nú kominn til ítalska félagsins Como til að reynda endurvekja feril sinn. Hann hafði verið á bekknum í tveimur leikjum á undan en kom inn á völlinn í leik Como á móti AC Milan. Alli var hins vegar aðeins búinn að vera inn á vellinum níu mínútur þegar hann fékk rauða spjaldið fyrir brot á Ruben Loftus-Cheek. Alli fékk reyndar fyrst gula spjaldið en myndbandsdómarar gerðu athugasemd við það og gula spjaldinu var breytt í rautt. Kyle Walker, leikmaður AC Milan og fyrrum liðsfélagi Alli hjá Tottenham Hotspur, virtist reyna að biðja dómarann um að hlífa Alli við rauða spjaldinu. Cesc Fabregas, knattspyrnustjóri Como, fékk einnig rautt spjald fyrir mótmæli í kjölfarið á rauða spjaldinu hans Deli Alli. „Deli Alli er markaskorari. Ég reyndi að gefa honum tækifæri. Þetta voru alvarleg mistök hjá reyndum leikmanni. Þetta var augljóst rautt spjald. Hann brást liðinu þegar við áttum möguleika á því að jafna þetta í 2-2,“ sagði Cesc Fabregas. AC Milan vann leikinn 2-1. Alli er nú 28 ára gamall og skrifaði undir átján mánaða samning við Como í janúar. Þetta var fyrsti leikur hans síðan hann spilaði fyrir tyrkneska liðið Besiktas í febrúar 2023. Alli var á sínum tíma eitt mesta efnið í enska boltanum, lykilmaður í enska landsliðinu sem komst í undanúrslitin á HM 2018 og aðalmaðurinn í ungu Tottenham liði undir stjórn Mauricio Pochettino sem fór alla leið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar 2019. Allt fór hins vegar á versta veg fyrir strákinn sem endaði á sex vikna meðferð í Bandaríkjunum árið 2023 eftir að hafa orðið háður svefntöflum. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc)
Ítalski boltinn Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini „Forréttindi fyrir okkur sem eru nærri honum að fá að verða vitni að þessu“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Sjá meira