Kvikmyndaverðlaunin veitt án kynjaaðgreiningar Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 16. mars 2025 10:25 Mads Mikkelsen hlaut síðastur verðlaun fyrir besta leik karla í aðalhlutverki fyrir leik í kvikmyndinni Bastarðinum árið 2024, í bili. EPA/Claus Bech Bodilprisen, dönsku kvikmyndaverðlaunin, voru veitt við hátíðlega athöfn í gær en í fyrsta sinn án sérflokka fyrir karl- og kvenleikara. Verðlaun voru veitt fyrir besta leik í aðalhlutverki og besta leik í aukahlutverki án kynjaaðgreiningar. Hin dönsku Bodil-verðlaun sem bera nafn leikkonunnar goðsagnakenndu Bodil Kjer og leikstjórans Bodil Ipsen eru fyrstu dönsku kvikmyndaverðlaunin sem gert hafa út við kynjaaðgreiningu við úthlutun. Félag danskra kvikmyndagagnrýnenda, sem veita verðlaunin ár hvert, fer nú að fordæmi stórra evrópskra verðlaunahátíða á borð við Berlinale-verðlaunin í Þýskaland og hin ensku Brit-verðlaun. Engin aðgreining í flokki leikstjórnar Danska ríkisútvarpið ræddi við Nönnu Frank Rasmussen, formann Félags danskra kvikmyndagagnrýnenda, sem segir þessa ákvörðun hafa verið lengi til skoðunar hjá félaginu. „Við höfum rætt það í fleiri ár hvernig það geti verið að listræn gæði, sem er jú það sem við leggjum mat á við útdeilingu Bodil-verðlaunanna, geti verið upp á kyn komið,“ segir Nanna og tekur einnig fram að það séu leikararnir einir sem etja kappi í kynjaskiptum flokkum. „Við höfum aldrei haft kynjaaðgreiningu í flokki bestu leikstjórnar eða kvikmyndatöku,“ segir hún. Fyrirkomulaginu verður haldið aðgreiningarlaust í fjögur ár og að þeim liðnum mun kvikmyndaakademían danska endurmeta það. Óttast að framlög kvenleikara verði ekki metin að verðleikum Á meðan sumir líta á þessa ákvörðun sem mikið framfara skref hafa aðrir áhyggjur. Meðal þeirra er formaður félags danskra leikara, Benjamin Boe Rasmussen, sem óttast að framlög kvenleikara falli á milli skips og bryggju séu þær ekki í sérflokki. „Við sjáum úti í heimi að það er tilhneiging til þess að konurnar gleymist og það óttast ég mikið,“ segir Benjamin Boe. Hann segist ekki vera í vafa um það að dómnefndin muni leggja sig fram við að gæta þess að kvenleikarar fái þá viðurkenningu sem þær eiga skilið og að auðvitað séu sveiflur í kynjahlutfallinu á milli ára. Benjamin er hræddur um að þetta verði til þess að kvenleikarar fái ekki viðurkenningu fyrir framlög sín til kvikmyndalistarinnar til lengri tíma. Bíó og sjónvarp Danmörk Jafnréttismál Mest lesið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Barnastjarna bráðkvödd Bíó og sjónvarp Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Dúnmjúk skinkuhorn með æðislegri fyllingu Matur Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Lífið Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lífið Vetrartískan er mætt í Boozt með kósýheit Lífið samstarf Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Fleiri fréttir Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Sjá meira
Hin dönsku Bodil-verðlaun sem bera nafn leikkonunnar goðsagnakenndu Bodil Kjer og leikstjórans Bodil Ipsen eru fyrstu dönsku kvikmyndaverðlaunin sem gert hafa út við kynjaaðgreiningu við úthlutun. Félag danskra kvikmyndagagnrýnenda, sem veita verðlaunin ár hvert, fer nú að fordæmi stórra evrópskra verðlaunahátíða á borð við Berlinale-verðlaunin í Þýskaland og hin ensku Brit-verðlaun. Engin aðgreining í flokki leikstjórnar Danska ríkisútvarpið ræddi við Nönnu Frank Rasmussen, formann Félags danskra kvikmyndagagnrýnenda, sem segir þessa ákvörðun hafa verið lengi til skoðunar hjá félaginu. „Við höfum rætt það í fleiri ár hvernig það geti verið að listræn gæði, sem er jú það sem við leggjum mat á við útdeilingu Bodil-verðlaunanna, geti verið upp á kyn komið,“ segir Nanna og tekur einnig fram að það séu leikararnir einir sem etja kappi í kynjaskiptum flokkum. „Við höfum aldrei haft kynjaaðgreiningu í flokki bestu leikstjórnar eða kvikmyndatöku,“ segir hún. Fyrirkomulaginu verður haldið aðgreiningarlaust í fjögur ár og að þeim liðnum mun kvikmyndaakademían danska endurmeta það. Óttast að framlög kvenleikara verði ekki metin að verðleikum Á meðan sumir líta á þessa ákvörðun sem mikið framfara skref hafa aðrir áhyggjur. Meðal þeirra er formaður félags danskra leikara, Benjamin Boe Rasmussen, sem óttast að framlög kvenleikara falli á milli skips og bryggju séu þær ekki í sérflokki. „Við sjáum úti í heimi að það er tilhneiging til þess að konurnar gleymist og það óttast ég mikið,“ segir Benjamin Boe. Hann segist ekki vera í vafa um það að dómnefndin muni leggja sig fram við að gæta þess að kvenleikarar fái þá viðurkenningu sem þær eiga skilið og að auðvitað séu sveiflur í kynjahlutfallinu á milli ára. Benjamin er hræddur um að þetta verði til þess að kvenleikarar fái ekki viðurkenningu fyrir framlög sín til kvikmyndalistarinnar til lengri tíma.
Bíó og sjónvarp Danmörk Jafnréttismál Mest lesið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Barnastjarna bráðkvödd Bíó og sjónvarp Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Dúnmjúk skinkuhorn með æðislegri fyllingu Matur Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Lífið Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lífið Vetrartískan er mætt í Boozt með kósýheit Lífið samstarf Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Fleiri fréttir Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Sjá meira