Vantar fleiri klukkustundir í sólarhringinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. mars 2025 12:21 Arnar Gunnlaugsson á hliðarlínunni sem þjálfari Víkings en nú styttist í fyrsta landsleik Íslands undir hans stjórn. Vísir/Anton Brink Arnar Gunnlaugsson, landsliðsþjálfari karla í fótbolta, segist ekki hafa áttað sig á því hversu tímafrekt starfið yrði. Líkt og hjá félagsliðum virðist vanta fleiri klukkustundir í sólarhringinn. Arnar tók við landsliðinu í janúar en hann hafði verið þjálfari Víkings frá árinu 2018 og raðað þar inn titlum. Landsliðsþjálfarastarfið er frábrugðið af því að minna er um æfingar og leiki. Hann segir vinnuna alls ekki vera minni en í Víkinni. Síðustu vikur hafa farið í það að ræða málin við leikmenn og komast að niðurstöðu varðandi fyrsta landsliðshópinn sem hann kynnti svo í vikunni yfir komandi leiki við Kósóvo í umspili Þjóðadeildar Evrópu. Valur Páll Eiríksson ræddi við Arnar og spurði hann út í hvað hann hafi verið að gera fyrstu vikurnar í nýja starfinu. „Þetta er miklu erfiðara starf en maður heldur hvað varðar tímafaktorinn og að skipuleggja tímann sinn,“ sagði Arnar Gunnlaugsson „Þú heldur þegar það eru þrír mánuðir í leik að það sé nægur tími til stefnu. Svo byrja dagarnir að tikka. Þú verður því að vera vel skipulagður og mitt helsta hlutverk er bara að fylgjast vel með leikmönnum og sjá hvar þeir eru staddir í hvert skipti,“ sagði Arnar. „Sjá til þess að hópurinn sem á endanum er valinn sé í góðu jafnvægi. Að menn séu nokkuð fit. Í draumastöðu væru allir að spila, allir í byrjunarliði og allir lykilmenn í sínum félagsliðum. Svo er bara ekki raunin hjá svona þjóð eins og Íslandi,“ sagði Arnar. „Þá ferðu í það næstbesta að þeir séu í góði andlegu jafnvægi og ekki búnir að vera meiddir lengir og þar fram eftir götunum. Þetta er heljarinnar púsluspil sem er krefjandi og skemmtilegt,“ sagði Arnar en hvernig er hefðbundinn dagur hjá Arnari? „Ég er bara að gera það sama og í Víkinni. Stundum mæti ég á skrifstofuna, stundum er ég að vinna á kaffistofum og stundum er ég að vinna heima. Þetta er ekki níu til fimm vinna og þú getur verið að vinna langt fram eftir kvöldi. Tekið þér frí fyrir hádegi og verið fram að miðnætti,“ sagði Arnar. „Þetta er bara sveigjanlegt starf en mín reynsla af þessu er að þú þarft fleiri klukkutíma í sólarhringinn til þess að gera sinnt þessu almennilega,“ sagði Arnar en það má sjá frétt Vals hér fyrir neðan. Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Sjá meira
Arnar tók við landsliðinu í janúar en hann hafði verið þjálfari Víkings frá árinu 2018 og raðað þar inn titlum. Landsliðsþjálfarastarfið er frábrugðið af því að minna er um æfingar og leiki. Hann segir vinnuna alls ekki vera minni en í Víkinni. Síðustu vikur hafa farið í það að ræða málin við leikmenn og komast að niðurstöðu varðandi fyrsta landsliðshópinn sem hann kynnti svo í vikunni yfir komandi leiki við Kósóvo í umspili Þjóðadeildar Evrópu. Valur Páll Eiríksson ræddi við Arnar og spurði hann út í hvað hann hafi verið að gera fyrstu vikurnar í nýja starfinu. „Þetta er miklu erfiðara starf en maður heldur hvað varðar tímafaktorinn og að skipuleggja tímann sinn,“ sagði Arnar Gunnlaugsson „Þú heldur þegar það eru þrír mánuðir í leik að það sé nægur tími til stefnu. Svo byrja dagarnir að tikka. Þú verður því að vera vel skipulagður og mitt helsta hlutverk er bara að fylgjast vel með leikmönnum og sjá hvar þeir eru staddir í hvert skipti,“ sagði Arnar. „Sjá til þess að hópurinn sem á endanum er valinn sé í góðu jafnvægi. Að menn séu nokkuð fit. Í draumastöðu væru allir að spila, allir í byrjunarliði og allir lykilmenn í sínum félagsliðum. Svo er bara ekki raunin hjá svona þjóð eins og Íslandi,“ sagði Arnar. „Þá ferðu í það næstbesta að þeir séu í góði andlegu jafnvægi og ekki búnir að vera meiddir lengir og þar fram eftir götunum. Þetta er heljarinnar púsluspil sem er krefjandi og skemmtilegt,“ sagði Arnar en hvernig er hefðbundinn dagur hjá Arnari? „Ég er bara að gera það sama og í Víkinni. Stundum mæti ég á skrifstofuna, stundum er ég að vinna á kaffistofum og stundum er ég að vinna heima. Þetta er ekki níu til fimm vinna og þú getur verið að vinna langt fram eftir kvöldi. Tekið þér frí fyrir hádegi og verið fram að miðnætti,“ sagði Arnar. „Þetta er bara sveigjanlegt starf en mín reynsla af þessu er að þú þarft fleiri klukkutíma í sólarhringinn til þess að gera sinnt þessu almennilega,“ sagði Arnar en það má sjá frétt Vals hér fyrir neðan.
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Sjá meira