Sjáðu Albert skora gegn Juventus Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. mars 2025 10:03 Albert Guðmundsson skoraði þrjú mörk fyrir Fiorentina á einni viku. ap/Alfredo Falcone Albert Guðmundsson kemur væntanlega fullur sjálfstrausts til móts við íslenska fótboltalandsliðið eftir að hafa skorað í síðustu þremur leikjum sínum fyrir Fiorentina. Albert var á skotskónum í gær þegar Fiorentina sigraði Juventus, 3-0, á heimavelli. Þetta var þriðja mark hans í þremur leikjum fyrir Flórensliðið. Hann skoraði einnig í 2-1 tapi fyrir Napoli og 3-1 sigri á Panathinaikos í síðustu viku. Fiorentina náði forystunni gegn Juventus þegar Robin Gosens skoraði eftir hornspyrnu á 15. mínútu. Aðeins þremur mínútum síðar juku heimamenn muninn í 2-0 með marki Rolandos Mandragora. Staðan var 2-0 í hálfleik en á 53. mínútu negldi Albert síðasta naglann í kistu Gömlu konunnar. Hann fékk þá boltann inn á miðjum vallarhelmingi Juventus, einn og yfirgefinn. Albert lét ekki bjóða sér það tvisvar, rakti boltann aðeins áfram og skoraði svo með hárnákvæmu skoti framhjá Michele Di Gregorio í marki gestanna. Mörkin úr leiknum má sjá hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=F4cbpzl7LJo">watch on YouTube</a> Albert hefur nú skorað sex mörk í sautján leikjum í ítölsku úrvalsdeildinni í vetur og samtals átta mörk í öllum keppnum. Fiorentina er í 8. sæti deildarinnar með 48 stig eftir 29 umferðir. Næstu leikir Alberts eru með íslenska landsliðinu gegn Kósovó í umspili um sæti í B-deild Þjóðadeildar Evrópu. Fyrri leikurinn fer fram í Pristína í Kósovó á fimmtudaginn en sá seinni verður í Murcia á Spáni á sunnudaginn. Ítalski boltinn Tengdar fréttir Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Landsliðsmaðurinn Albert Guðmundsson skoraði þriðja marka Fiorentina er liðið vann öruggan sigur gegn Juventus í ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. 16. mars 2025 16:30 Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum Albert Guðmundsson og félagar í Fiorentina eru komnir áfram í átta liða úrslit Sambandsdeildarinnar eftir 3-1 sigur í seinni leiknum á móti Panathinaikos. 13. mars 2025 21:55 Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Albert Guðmundsson telur alla leikmenn íslenska landsliðsins ánægða með komu Arnars Gunnlaugssonar í starf þjálfara liðsins. Albert sjálfur hrífst af sýn Arnars á fótboltann sem og hugarfari hans. 12. mars 2025 11:01 Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Albert Guðmundsson skoraði eina mark Fiorentina þegar liðið tapaði fyrir Napoli, 2-1, í ítölsku úrvalsdeildinni í gær. 10. mars 2025 08:33 Mest lesið „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Íslenski boltinn „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Körfubolti Valur einum sigri frá úrslitum Handbolti Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti, allskonar fótbolti og margt fleira Sport Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Körfubolti Fyrsta deildartap PSG Fótbolti „Vilja allir spila fyrir Man United“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Vilja allir spila fyrir Man United“ Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fyrsta deildartap PSG Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Tók Karólínu Leu stundarfjórðung að komast á blað Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Þýskt Íslendingalið gjaldþrota Cecilía örugg um silfrið eftir sigur í borgarslagnum Ancelotti skammaði Endrick fyrir trúðslæti inn á vellinum Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjá meira
Albert var á skotskónum í gær þegar Fiorentina sigraði Juventus, 3-0, á heimavelli. Þetta var þriðja mark hans í þremur leikjum fyrir Flórensliðið. Hann skoraði einnig í 2-1 tapi fyrir Napoli og 3-1 sigri á Panathinaikos í síðustu viku. Fiorentina náði forystunni gegn Juventus þegar Robin Gosens skoraði eftir hornspyrnu á 15. mínútu. Aðeins þremur mínútum síðar juku heimamenn muninn í 2-0 með marki Rolandos Mandragora. Staðan var 2-0 í hálfleik en á 53. mínútu negldi Albert síðasta naglann í kistu Gömlu konunnar. Hann fékk þá boltann inn á miðjum vallarhelmingi Juventus, einn og yfirgefinn. Albert lét ekki bjóða sér það tvisvar, rakti boltann aðeins áfram og skoraði svo með hárnákvæmu skoti framhjá Michele Di Gregorio í marki gestanna. Mörkin úr leiknum má sjá hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=F4cbpzl7LJo">watch on YouTube</a> Albert hefur nú skorað sex mörk í sautján leikjum í ítölsku úrvalsdeildinni í vetur og samtals átta mörk í öllum keppnum. Fiorentina er í 8. sæti deildarinnar með 48 stig eftir 29 umferðir. Næstu leikir Alberts eru með íslenska landsliðinu gegn Kósovó í umspili um sæti í B-deild Þjóðadeildar Evrópu. Fyrri leikurinn fer fram í Pristína í Kósovó á fimmtudaginn en sá seinni verður í Murcia á Spáni á sunnudaginn.
Ítalski boltinn Tengdar fréttir Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Landsliðsmaðurinn Albert Guðmundsson skoraði þriðja marka Fiorentina er liðið vann öruggan sigur gegn Juventus í ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. 16. mars 2025 16:30 Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum Albert Guðmundsson og félagar í Fiorentina eru komnir áfram í átta liða úrslit Sambandsdeildarinnar eftir 3-1 sigur í seinni leiknum á móti Panathinaikos. 13. mars 2025 21:55 Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Albert Guðmundsson telur alla leikmenn íslenska landsliðsins ánægða með komu Arnars Gunnlaugssonar í starf þjálfara liðsins. Albert sjálfur hrífst af sýn Arnars á fótboltann sem og hugarfari hans. 12. mars 2025 11:01 Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Albert Guðmundsson skoraði eina mark Fiorentina þegar liðið tapaði fyrir Napoli, 2-1, í ítölsku úrvalsdeildinni í gær. 10. mars 2025 08:33 Mest lesið „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Íslenski boltinn „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Körfubolti Valur einum sigri frá úrslitum Handbolti Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti, allskonar fótbolti og margt fleira Sport Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Körfubolti Fyrsta deildartap PSG Fótbolti „Vilja allir spila fyrir Man United“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Vilja allir spila fyrir Man United“ Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fyrsta deildartap PSG Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Tók Karólínu Leu stundarfjórðung að komast á blað Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Þýskt Íslendingalið gjaldþrota Cecilía örugg um silfrið eftir sigur í borgarslagnum Ancelotti skammaði Endrick fyrir trúðslæti inn á vellinum Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjá meira
Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Landsliðsmaðurinn Albert Guðmundsson skoraði þriðja marka Fiorentina er liðið vann öruggan sigur gegn Juventus í ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. 16. mars 2025 16:30
Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum Albert Guðmundsson og félagar í Fiorentina eru komnir áfram í átta liða úrslit Sambandsdeildarinnar eftir 3-1 sigur í seinni leiknum á móti Panathinaikos. 13. mars 2025 21:55
Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Albert Guðmundsson telur alla leikmenn íslenska landsliðsins ánægða með komu Arnars Gunnlaugssonar í starf þjálfara liðsins. Albert sjálfur hrífst af sýn Arnars á fótboltann sem og hugarfari hans. 12. mars 2025 11:01
Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Albert Guðmundsson skoraði eina mark Fiorentina þegar liðið tapaði fyrir Napoli, 2-1, í ítölsku úrvalsdeildinni í gær. 10. mars 2025 08:33