„Ég er ofurmenni, það á ekkert að geta komið fyrir mig“ Valur Páll Eiríksson skrifar 19. mars 2025 08:00 Kári Kristján var hress á spítalanum þrátt fyrir allt. Aðsend Óvíst er hvort Kári Kristján Kristjánsson geti haldið áfram handboltaiðkun eftir að slæm veikindi skiluðu honum á hjartadeild Landsspítalans. Kári er þó á batavegi. „Heilsan er bara nokkuð fín, þakka þér fyrir. Við erum bara í slipp til 1. maí og á meðan reynir maður bara að vera rólegur,“ segir Kári Kristján Kristjánsson, handboltamaður ÍBV, sem lenti í miklu áfalli í febrúar síðastliðnum. Klippa: Ofurmennið sem finnur til í pumpunni Hann fékk þá sýkingu sem leiddi til hjartavandamála. Flytja þurfti hann með sjúkraflugi frá Vestmannaeyjum til Reykjavíkur og lá hann inni á hjartadeild í tæpa viku. „Ég fæ einhverja sýkingu eða eitthvað drasl. Eitthvað vesen. Ég fæ sviða í bringubeinið og daginn eftir er ég ekki nægilega harður að standa það af mér. Þá hendi ég mér upp á deild, þá er maður látinn gista á spítalanum heima. Ég gisti eina nótt og þá er allt komið í kex í blóðinu og bara sjúkraflug og næs,“ segir Kári og bætir við: „Þau kyrrsetja mig og ég þarf að fara í hjartaþræðingu, fertugur maðurinn, og ég er á í tæpa viku á hjartadeildinni hjá yndislegu fólki og verið að passa að ég væri ekki að fá kransæðastíflu eða hjartaáfall á staðnum. En þetta endar svo eftir myndatöku á pumpunni að það eru hjartavöðvabólgur og gollurshúsbólgur. Það er heila helvítis vesenið.“ Ofurmenni sem finnur full mikið til í pumpunni Erfiðast á spítalanum hafi verið að fá nýjar upplýsingar úr rannsóknum. Kári Kristján Kristjánsson er á batavegi eftir að hafa legið á hjartadeild í tæpa viku.Vísir/Lýður „Það var ekkert þægilegast í heimi þegar þetta var að gerast. Svo þegar koma alltaf nýjar upplýsingar, þá er það alltaf mjög óþægilegt. Ég sé mögulega að fá þetta sem getur verið vísir að hjartaáfalli eða einhverju slíku. Þá er það svona: „Bíddu ertu að grínast? Ég er ofurmenni, það á ekkert að geta komið fyrir mig.“ Þannig að þetta var ekkert spes,“ segir Kári. Síðan þá hefur Kári verið að jafna sig. Hann er á réttri leið en hefur heldur mikið fundið til í brjóstinu síðustu vikur. Hann segir því fylgja ákveðin óþægindi, andlega, að finna svo mikið fyrir hjartanu, eða pumpunni, eins og hann orðar það. Spítalavistin sló Kára Kristján ekki út af laginu.Aðsend „Svæðið svona í kringum hjartað er svolítið lifandi, ef svo má að orði komast. Af því að hjartað bólgnar upp og í kring þá koma upp litlar blæðingar í kringum millirifin og bla, bla, bla. Þannig að svæðið er svolítið lifandi. En það er ekkert alltaf toppmál að vita svona mikið af helvítis pumpunni. En þetta lítur nú bara allt saman ljómandi vel út,“ segir Kári Kristján. Óvitinn skilinn eftir útundan Líkt og segir að ofan hefur Kári verið skikkaður í hvíld, er „í slipp“ til 1. maí. Hann eigi auðveldara með margt annað en að fylgjast með á hliðarlínunni. „Það er eiginlega alveg glatað. Ég er búinn að vera að mæta á æfingar og horfa á. Maður er eins og óviti að fá að hlaupa aðeins af sér hornin og fá að vera með. Núna er maður svolítið skilinn eftir útundan. En maður verður bara að sætta sig við það,“ segir Kári. Kári verður 41 árs í október og óljóst um framhaldið á leikmannaferli hans. „Það er von þú spyrjir. Stutta svarið er að það væri helvíti leiðinlegt að fara út svona ,ekki á sínum forsendum. Svo veit maður ekkert hvað gerist þannig lagað. Ég á eftir að klára þetta bataferli, sjá hvernig það kemur út. Vonandi kemur það vel út og þá máttu bara heyra í mér aftur,“ segir Kári Kristján sem segir framhaldið því óljóst. Viðtalið má sjá í heild í spilaranum efst í greininni. ÍBV Vestmannaeyjar Olís-deild karla Handbolti Mest lesið Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Fleiri fréttir Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Sjá meira
„Heilsan er bara nokkuð fín, þakka þér fyrir. Við erum bara í slipp til 1. maí og á meðan reynir maður bara að vera rólegur,“ segir Kári Kristján Kristjánsson, handboltamaður ÍBV, sem lenti í miklu áfalli í febrúar síðastliðnum. Klippa: Ofurmennið sem finnur til í pumpunni Hann fékk þá sýkingu sem leiddi til hjartavandamála. Flytja þurfti hann með sjúkraflugi frá Vestmannaeyjum til Reykjavíkur og lá hann inni á hjartadeild í tæpa viku. „Ég fæ einhverja sýkingu eða eitthvað drasl. Eitthvað vesen. Ég fæ sviða í bringubeinið og daginn eftir er ég ekki nægilega harður að standa það af mér. Þá hendi ég mér upp á deild, þá er maður látinn gista á spítalanum heima. Ég gisti eina nótt og þá er allt komið í kex í blóðinu og bara sjúkraflug og næs,“ segir Kári og bætir við: „Þau kyrrsetja mig og ég þarf að fara í hjartaþræðingu, fertugur maðurinn, og ég er á í tæpa viku á hjartadeildinni hjá yndislegu fólki og verið að passa að ég væri ekki að fá kransæðastíflu eða hjartaáfall á staðnum. En þetta endar svo eftir myndatöku á pumpunni að það eru hjartavöðvabólgur og gollurshúsbólgur. Það er heila helvítis vesenið.“ Ofurmenni sem finnur full mikið til í pumpunni Erfiðast á spítalanum hafi verið að fá nýjar upplýsingar úr rannsóknum. Kári Kristján Kristjánsson er á batavegi eftir að hafa legið á hjartadeild í tæpa viku.Vísir/Lýður „Það var ekkert þægilegast í heimi þegar þetta var að gerast. Svo þegar koma alltaf nýjar upplýsingar, þá er það alltaf mjög óþægilegt. Ég sé mögulega að fá þetta sem getur verið vísir að hjartaáfalli eða einhverju slíku. Þá er það svona: „Bíddu ertu að grínast? Ég er ofurmenni, það á ekkert að geta komið fyrir mig.“ Þannig að þetta var ekkert spes,“ segir Kári. Síðan þá hefur Kári verið að jafna sig. Hann er á réttri leið en hefur heldur mikið fundið til í brjóstinu síðustu vikur. Hann segir því fylgja ákveðin óþægindi, andlega, að finna svo mikið fyrir hjartanu, eða pumpunni, eins og hann orðar það. Spítalavistin sló Kára Kristján ekki út af laginu.Aðsend „Svæðið svona í kringum hjartað er svolítið lifandi, ef svo má að orði komast. Af því að hjartað bólgnar upp og í kring þá koma upp litlar blæðingar í kringum millirifin og bla, bla, bla. Þannig að svæðið er svolítið lifandi. En það er ekkert alltaf toppmál að vita svona mikið af helvítis pumpunni. En þetta lítur nú bara allt saman ljómandi vel út,“ segir Kári Kristján. Óvitinn skilinn eftir útundan Líkt og segir að ofan hefur Kári verið skikkaður í hvíld, er „í slipp“ til 1. maí. Hann eigi auðveldara með margt annað en að fylgjast með á hliðarlínunni. „Það er eiginlega alveg glatað. Ég er búinn að vera að mæta á æfingar og horfa á. Maður er eins og óviti að fá að hlaupa aðeins af sér hornin og fá að vera með. Núna er maður svolítið skilinn eftir útundan. En maður verður bara að sætta sig við það,“ segir Kári. Kári verður 41 árs í október og óljóst um framhaldið á leikmannaferli hans. „Það er von þú spyrjir. Stutta svarið er að það væri helvíti leiðinlegt að fara út svona ,ekki á sínum forsendum. Svo veit maður ekkert hvað gerist þannig lagað. Ég á eftir að klára þetta bataferli, sjá hvernig það kemur út. Vonandi kemur það vel út og þá máttu bara heyra í mér aftur,“ segir Kári Kristján sem segir framhaldið því óljóst. Viðtalið má sjá í heild í spilaranum efst í greininni.
ÍBV Vestmannaeyjar Olís-deild karla Handbolti Mest lesið Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Fleiri fréttir Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Sjá meira