Markaðsmála- og upplifunardeild Isavia lögð niður Jón Ísak Ragnarsson skrifar 18. mars 2025 22:05 Jón Cleon var deildarstjóri markaðsmála og upplifunar hjá Isavia. Vísir Deild markaðsmála og upplifunar hefur verið lögð niður hjá Isavia ohf. Jon Cleon, fráfarandi deildarstjóri, segir þakklæti honum efst í huga þegar hann líti yfir farinn veg, en hann segir deildina hafa sýnt fram á að markaðsmál og upplifun séu ekki bara kostnaður heldur fjárfesting. Það gustaði talsvert um Isavia snemma á árinu þegar fyrirtækið sætti harðri gagnrýni fyrir að hafa kostað auglýsingu í einu dýrasta auglýsingaplássi landsins, rétt fyrir áramótaskaupið. Skúli í Subway fór þar fremstur í flokki gagnrýnenda, og ritaði hann grein á Vísi þar sem hann furðaði sig á óráðsíu Isavia. Greinin vakti mikla athygli. Skúli rak í upphafi greinar sinnar þá staðreynd að Isavia væri í eigu okkar allra og þar af leiðandi eigi almenningur þá fjármuni sem þar væri höndlað með. Isavia þvertók svo fyrir það að almenningur hefði staðið kostnað af auglýsingunni. Jón Cleon, áðurnefndur deildarstjóri hjá deild markaðsmála og upplifunar, var sá sem svaraði fyrir ásakanirnar. „Auglýsingin var ekki fjármögnuð með opinberum fjármunum heldur úr sameiginlegum markaðssjóði sem allir rekstraraðilar á vellinum leggja til,“ sagði Jón. Keflavíkurflugvöllur eitt okkar mikilvægasta vörumerki Jón fer yfir farinn veg í færslu á samfélagsmiðlum, en hann kveðst stoltur yfir fólkinu í deildinni og þeim breytingum sem þeim hafi tekist að skapa saman. Hann tiltekur nokkur atriði: Fundum nýja rödd og ásynd fyrir Keflavíkurflugvöll - frískandi, íslenska og hlýlega Breyttum flóknu umhverfi í einfaldari, skýrari og heildstæðari upplifun Settum manneskjuna í fyrsta sæti - bæði starfsfólk og gesti Sýndum fram á að amarkaðsmál og upplifun er ekki bara kostnaður, heldur fjárfesting sem skilar sér margfalt til baka „KEF er eitt af okkar mikilvægustu vörumerkjum, fyrsta snerting margra við landið og síðasti viðkomustaður þeirra áður en þau kveðja það. Að fá að móta þessa upplifun hefur verið krefjandi en ótrúlega gefandi verkefni,“ segir Jón. Þá segir hann að þróun flugvallarins haldi áfram og hann óskar flugvellinum alls hins besta á þeirri vegferð. Rekstur hins opinbera Fréttir af flugi Auglýsinga- og markaðsmál Keflavíkurflugvöllur Isavia Tengdar fréttir Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Skúli Gunnar Sigfússon, fjárfestir og einn hluthafa í Isavia ohf. líkt og allir Íslendinga eins og hann titlar sig að gefnu tilefni, ritar grein á Vísi þar sem hann furðar sig á óráðsíu Isavia ohf. Deildarstjóri hafnar því að almannafé fari í auglýsinguna sem fyrirtæki á Keflavíkurflugvelli fjármagni. 3. janúar 2025 16:48 Mest lesið Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur „Menn trúðu því um tíma að hægt væri að semja við skrattann“ Atvinnulíf Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Origo kaupir Kappa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Sjá meira
Það gustaði talsvert um Isavia snemma á árinu þegar fyrirtækið sætti harðri gagnrýni fyrir að hafa kostað auglýsingu í einu dýrasta auglýsingaplássi landsins, rétt fyrir áramótaskaupið. Skúli í Subway fór þar fremstur í flokki gagnrýnenda, og ritaði hann grein á Vísi þar sem hann furðaði sig á óráðsíu Isavia. Greinin vakti mikla athygli. Skúli rak í upphafi greinar sinnar þá staðreynd að Isavia væri í eigu okkar allra og þar af leiðandi eigi almenningur þá fjármuni sem þar væri höndlað með. Isavia þvertók svo fyrir það að almenningur hefði staðið kostnað af auglýsingunni. Jón Cleon, áðurnefndur deildarstjóri hjá deild markaðsmála og upplifunar, var sá sem svaraði fyrir ásakanirnar. „Auglýsingin var ekki fjármögnuð með opinberum fjármunum heldur úr sameiginlegum markaðssjóði sem allir rekstraraðilar á vellinum leggja til,“ sagði Jón. Keflavíkurflugvöllur eitt okkar mikilvægasta vörumerki Jón fer yfir farinn veg í færslu á samfélagsmiðlum, en hann kveðst stoltur yfir fólkinu í deildinni og þeim breytingum sem þeim hafi tekist að skapa saman. Hann tiltekur nokkur atriði: Fundum nýja rödd og ásynd fyrir Keflavíkurflugvöll - frískandi, íslenska og hlýlega Breyttum flóknu umhverfi í einfaldari, skýrari og heildstæðari upplifun Settum manneskjuna í fyrsta sæti - bæði starfsfólk og gesti Sýndum fram á að amarkaðsmál og upplifun er ekki bara kostnaður, heldur fjárfesting sem skilar sér margfalt til baka „KEF er eitt af okkar mikilvægustu vörumerkjum, fyrsta snerting margra við landið og síðasti viðkomustaður þeirra áður en þau kveðja það. Að fá að móta þessa upplifun hefur verið krefjandi en ótrúlega gefandi verkefni,“ segir Jón. Þá segir hann að þróun flugvallarins haldi áfram og hann óskar flugvellinum alls hins besta á þeirri vegferð.
Rekstur hins opinbera Fréttir af flugi Auglýsinga- og markaðsmál Keflavíkurflugvöllur Isavia Tengdar fréttir Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Skúli Gunnar Sigfússon, fjárfestir og einn hluthafa í Isavia ohf. líkt og allir Íslendinga eins og hann titlar sig að gefnu tilefni, ritar grein á Vísi þar sem hann furðar sig á óráðsíu Isavia ohf. Deildarstjóri hafnar því að almannafé fari í auglýsinguna sem fyrirtæki á Keflavíkurflugvelli fjármagni. 3. janúar 2025 16:48 Mest lesið Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur „Menn trúðu því um tíma að hægt væri að semja við skrattann“ Atvinnulíf Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Origo kaupir Kappa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Sjá meira
Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Skúli Gunnar Sigfússon, fjárfestir og einn hluthafa í Isavia ohf. líkt og allir Íslendinga eins og hann titlar sig að gefnu tilefni, ritar grein á Vísi þar sem hann furðar sig á óráðsíu Isavia ohf. Deildarstjóri hafnar því að almannafé fari í auglýsinguna sem fyrirtæki á Keflavíkurflugvelli fjármagni. 3. janúar 2025 16:48