Rétti tíminn er núna! Kjósum Björn! Valur Brynjar Antonsson skrifar 18. mars 2025 23:31 Átt þú enn eftir að gera upp hug þinn? Hvern þú hyggst kjósa til rektors við Háskóla Íslands? Nú sem aldrei fyrr skiptir valið máli. Við lifum á víðsjárverðum tímum. Á nær öllum sviðum breytast hlutirnir hratt. Áttavitinn virðist brotinn og vísirinn snýst í hringi. Við vitum vart hvað mun taka við á næstu árum. Á hvað skal leggja áherslu á til að takast á við heim þar sem menning, tækni og stjórnmál taka stakkaskiptum á hverju ári. Það eru margir góðir frambjóðendur. Ég mæli með frambjóðanda sem getur ekki aðeins talað máli háskólans við stjórnmálamenn, heldur vakið anda háskólans á meðal almennings. Því nú ríkir tortryggni. Við erum mettuð af sífelldu streymi upplýsinga. Það er þreyta í fólki á umræðum. Og við vitum að það er með ráði gert að rugla fólk í ríminu. Á slíkum tímum þurfum við skýra hugsun. Og til þess þurfum við andrými. Ég þekki Björn Þorsteinsson bæði sem kennara og skipuleggjanda málþinga. Í þessum aðstæðum hef ég kynnst hæfileika hans til að skapa andrúmsloft þar sem fólk þorir að tjá skoðanir sínar. Í hans návist eru engar spurningar rangar; hjá honum eru rökræður ekki glíma þar sem einn vinnur og annar tapar, heldur leið til þess að laða fram hugsun sem enn er handan við sjóndeildarhring. Í slíku andrúmslofti verður ekki aðeins til ný þekking, heldur traust. Margir þekkja feril hans sem framúrskarandi kennara, stjórnanda og fræðimanns, en hann hefur einnig lagt mikið af mörkum utan akademíunnar. Í starfi sínu fyrir Félag áhugamanna um heimspeki hefur hann í áratugi opnað vettvang fyrir gagnrýna umræðu og ræktað heimspekilega hugsun meðal almennings. Sem ritstjóri tímaritsins Hugar hefur hann stuðlað að því að gera heimspekina skiljanlega og aðgengilega. Grikkir til forna höfðu ýmis orð til þess að lýsa tímanum. Eitt slíkt var Kairos. Að sæta lagi. Réttur tími. Nú er sagt að við lifum á víðsjárverðum tíma. En slíkir tímar geta einnig orðið tímar endurnýjunar og tækifæra. Það gerist þegar fólk kemur saman og ber traust hvert til annars. Háskólinn þarf rektor sem ekki aðeins talar máli vísindanna, heldur einnig mann sem endurvekur og viðheldur upplýstri umræðu á meðal almennings. Það eru ekki orðin tóm sem það hafa reynt að ná til fólks á okkar tímum. Það er til mikils unnið að fá mann sem kann þá list sem rektor Háskóla Íslands. Þannig maður er Björn Þorsteinsson. Höfundur er formaður Félags áhugamanna um heimspeki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Við þurfum jöfn tækifæri fyrir börnin í borginni Sandra Hlíf Ocares Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Átt þú enn eftir að gera upp hug þinn? Hvern þú hyggst kjósa til rektors við Háskóla Íslands? Nú sem aldrei fyrr skiptir valið máli. Við lifum á víðsjárverðum tímum. Á nær öllum sviðum breytast hlutirnir hratt. Áttavitinn virðist brotinn og vísirinn snýst í hringi. Við vitum vart hvað mun taka við á næstu árum. Á hvað skal leggja áherslu á til að takast á við heim þar sem menning, tækni og stjórnmál taka stakkaskiptum á hverju ári. Það eru margir góðir frambjóðendur. Ég mæli með frambjóðanda sem getur ekki aðeins talað máli háskólans við stjórnmálamenn, heldur vakið anda háskólans á meðal almennings. Því nú ríkir tortryggni. Við erum mettuð af sífelldu streymi upplýsinga. Það er þreyta í fólki á umræðum. Og við vitum að það er með ráði gert að rugla fólk í ríminu. Á slíkum tímum þurfum við skýra hugsun. Og til þess þurfum við andrými. Ég þekki Björn Þorsteinsson bæði sem kennara og skipuleggjanda málþinga. Í þessum aðstæðum hef ég kynnst hæfileika hans til að skapa andrúmsloft þar sem fólk þorir að tjá skoðanir sínar. Í hans návist eru engar spurningar rangar; hjá honum eru rökræður ekki glíma þar sem einn vinnur og annar tapar, heldur leið til þess að laða fram hugsun sem enn er handan við sjóndeildarhring. Í slíku andrúmslofti verður ekki aðeins til ný þekking, heldur traust. Margir þekkja feril hans sem framúrskarandi kennara, stjórnanda og fræðimanns, en hann hefur einnig lagt mikið af mörkum utan akademíunnar. Í starfi sínu fyrir Félag áhugamanna um heimspeki hefur hann í áratugi opnað vettvang fyrir gagnrýna umræðu og ræktað heimspekilega hugsun meðal almennings. Sem ritstjóri tímaritsins Hugar hefur hann stuðlað að því að gera heimspekina skiljanlega og aðgengilega. Grikkir til forna höfðu ýmis orð til þess að lýsa tímanum. Eitt slíkt var Kairos. Að sæta lagi. Réttur tími. Nú er sagt að við lifum á víðsjárverðum tíma. En slíkir tímar geta einnig orðið tímar endurnýjunar og tækifæra. Það gerist þegar fólk kemur saman og ber traust hvert til annars. Háskólinn þarf rektor sem ekki aðeins talar máli vísindanna, heldur einnig mann sem endurvekur og viðheldur upplýstri umræðu á meðal almennings. Það eru ekki orðin tóm sem það hafa reynt að ná til fólks á okkar tímum. Það er til mikils unnið að fá mann sem kann þá list sem rektor Háskóla Íslands. Þannig maður er Björn Þorsteinsson. Höfundur er formaður Félags áhugamanna um heimspeki.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun