Halla Tomas og „Gmmtnnnnm“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. mars 2025 11:12 Halla Tómasdóttir og Davíð Oddsson hafa hvort sinn háttinn á þegar kemur að undirskriftum. Vísir/Vilhelm/Sara Þingmaður Samfylkingarinnar veltir því fyrir sér hvers vegna Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins, hafi skrifað undir „Gmmtnnnnm“ í opinberum störfum sínum. Tilefnið er umfjöllun Morgunblaðsins um undirskrift Höllu Tómasdóttur forseta Íslands. Morgunblaðið hefur fjallað um undirskrift forsetans og vakið athygli á því að hún skrifar undir Halla Tomas í tónleikaskrá á 75 ára afmælistónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands á dögunum. Ávarp Höllu í tónleikaskránni og undirskriftin neðst.Sinfóníuhljómsveit Íslands Þau svör fengust frá forsetaembættinu að Halla hefði notað umrædda undirskrift um áratugaskeið og haldið henni óbreyttri eftir að hún tók við embætti forseta. Guðrún Kvaran, sem auk starfa sinna við HÍ og Árnastofnun hefur til að mynda verið formaður Íslenskrar málnefndar og formaður mannanafnanefndar, furðar sig á athæfi forseta Íslands í samtali við Morgunblaðið. „Mér finnst mjög mikilvægt að Íslendingar skrifi nöfn sín á eðlilegan hátt. Þá á hún nú ekki að skammast sín fyrir að vera dóttir einhvers, hún á bara að skrifa „Tómasdóttir“,“ segir Guðrún. Það sé engin réttlæting að svona hafi hún alltaf skrifað undir. Guðrún Kvaran, prófessor emeritus í íslensku við HÍ, er ekki sátt við undirskrift forseta Íslands.Vísir „Það er ekkert betra. Hún var mikið í erlendum samskiptum og þá var kannski erfitt að hafa „dóttir“. En hún býr á Íslandi og er að skrifa undir íslenskt plagg. Þá á hún að skrifa undir „Halla Tómasdóttir“ og ekkert annað.“ Umfjöllunin hefur vakið mikla athygli en Halla var búsett í Bandaríkjunum um árabil þar til hún flutti til Íslands eftir forsetakjörið. Dagur B. Eggertsson, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi borgarstjóri, er meðal þeirra sem hefur stungið niður penna á Facebook. Hann gagnrýnir ekki forsetann heldur setur fréttaflutninginn í samhengi við undirskrift ritstjóra Morgunblaðsins, Davíðs Oddssonar. Undirskrift Davíðs Oddssonar fyrir hálfum öðrum áratug, þá seðlabankstjóri. Ð-ið í Davíð virðist greinilegt en erfiðara að lesa úr öðrum stöfum. „Ég fagna því gríðarlega að Morgunblaðið hafi rofið þögnina sem hefur ríkt um rithönd ráðamanna. Blaðið hefur greinilega ákveðið að byrja á okkar ágæta forseta Höllu Tómasdóttur. Mogga finnst hún alls ekki skrifa vel og vill að hún breyti undirritun sinni,“ segir Dagur og vísar til fréttarinnar í dag og í gær. Dagur B. Eggertsson þingmaður Samfylkingarinnar, vonast eftir frekari umfjöllun um undirskriftir ráðamanna.Vísir/Vilhelm Hann óskar eftir því að fréttirnar af undirskrift Höllu verði upphafið að greinarflokki um þessi efni og beinir spjótum sínum að Davíð, fyrrverandi borgarstjóra, forsætisráðherra, seðlabankastjóra og nú ritstjóra Morgunblaðsins. „Ég hef lengi þráð að fá skýringar á því hvers vegna ritstjóri blaðsins skrifar alltaf undir með einhverju sem líkist “Gmmtnnnnm” en alls ekki Davið Odsson eins og víða má sjá í opinberum skjölum. Hér er dæmi af fyrsta Icesave-samningnum sem ritstjórinn skrifaði undir með Árna Matthiesen þáverandi fjármálaráðherra haustið 2008. MÁ ÞETTA BARA????“ spyr Dagur og birtir skjáskot. Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Íslensk tunga Mest lesið Barnamálaráðherra eignaðist barn með táningspilti þegar hún var 22 ára Innlent Átti fótum sínum fjör að launa þegar átta drengir réðust á hann Innlent Ásthildur Lóa hefur sagt af sér: Ekki sama manneskja í dag og fyrir 36 árum Innlent Fjögurra bíla árekstur og einn á hvolfi Innlent Nafn hins látna í manndrápsmálinu Innlent Skoða hvort grunaðir séu líka fórnarlömb í máli Quangs Lé Innlent Gekk berserksgang og lagði hótelherbergi í rúst Innlent Börn hafi reynt að drepa önnur börn Innlent Snúið við á vellinum vegna gagnrýni á Trump Erlent Mættu til viðskipta vopnaðir hnífum og piparúða Innlent Fleiri fréttir Framboðslistar Röskvu kynntir Bryggjan sem gæti rofið hafnleysu Skaftfellinga Ekki brugðist við tilmælum SKE í þrjú ár Nafn hins látna í manndrápsmálinu Ásthildur Lóa hefur sagt af sér: Ekki sama manneskja í dag og fyrir 36 árum SKE skoðar Heineman og meintur bókastuldur Meta Barnamálaráðherra eignaðist barn með táningspilti þegar hún var 22 ára Annar árekstur á Vesturlandsvegi Fjögurra ára fangelsi fyrir gróf brot gegn fyrrverandi Börn hafi reynt að drepa önnur börn Sjö sagt upp hjá Rauða krossinum Gekk berserksgang og lagði hótelherbergi í rúst Lokað fyrir kalt vatn í Kópavogi í kvöld Skoða hvort grunaðir séu líka fórnarlömb í máli Quangs Lé Brúnastaðir í Fljótum hlutu landbúnaðarverðlaunin 2025 Hamingja dvínandi þótt Ísland berjist um toppsæti Átti fótum sínum fjör að launa þegar átta drengir réðust á hann Alþjóðlegi hamingjudagurinn 2025: Hamingja, samkennd og Riddarar kærleikans Fjögurra bíla árekstur og einn á hvolfi Eina sem hafi breyst sé að flokkurinn sé nú í ríkisstjórn Tjón Úkraínumanna um áttahundruð milljarðar dollara Svona var Pallborðið um ofbeldisöldu hjá ungmennum 33 prósent íslenskra ungmenna nota nikótínpúða Mættu til viðskipta vopnaðir hnífum og piparúða „Reginhneyksli“ að Sádar stýri nefnd um réttindi kvenna Bein útsending: Setning Búnaðarþings Göturnar sem verða malbikaðar í sumar í Reykjavík Tæknilausnir nauðsynlegar til að bæta þjónustu í heilbrigðiskerfinu Helmingi fleiri íbúðir teknar af söluskrá en á sama tíma árið 2023 Líffæragjöf eftir blóðrásardauða nú möguleg á Landspítalanum Sjá meira
Morgunblaðið hefur fjallað um undirskrift forsetans og vakið athygli á því að hún skrifar undir Halla Tomas í tónleikaskrá á 75 ára afmælistónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands á dögunum. Ávarp Höllu í tónleikaskránni og undirskriftin neðst.Sinfóníuhljómsveit Íslands Þau svör fengust frá forsetaembættinu að Halla hefði notað umrædda undirskrift um áratugaskeið og haldið henni óbreyttri eftir að hún tók við embætti forseta. Guðrún Kvaran, sem auk starfa sinna við HÍ og Árnastofnun hefur til að mynda verið formaður Íslenskrar málnefndar og formaður mannanafnanefndar, furðar sig á athæfi forseta Íslands í samtali við Morgunblaðið. „Mér finnst mjög mikilvægt að Íslendingar skrifi nöfn sín á eðlilegan hátt. Þá á hún nú ekki að skammast sín fyrir að vera dóttir einhvers, hún á bara að skrifa „Tómasdóttir“,“ segir Guðrún. Það sé engin réttlæting að svona hafi hún alltaf skrifað undir. Guðrún Kvaran, prófessor emeritus í íslensku við HÍ, er ekki sátt við undirskrift forseta Íslands.Vísir „Það er ekkert betra. Hún var mikið í erlendum samskiptum og þá var kannski erfitt að hafa „dóttir“. En hún býr á Íslandi og er að skrifa undir íslenskt plagg. Þá á hún að skrifa undir „Halla Tómasdóttir“ og ekkert annað.“ Umfjöllunin hefur vakið mikla athygli en Halla var búsett í Bandaríkjunum um árabil þar til hún flutti til Íslands eftir forsetakjörið. Dagur B. Eggertsson, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi borgarstjóri, er meðal þeirra sem hefur stungið niður penna á Facebook. Hann gagnrýnir ekki forsetann heldur setur fréttaflutninginn í samhengi við undirskrift ritstjóra Morgunblaðsins, Davíðs Oddssonar. Undirskrift Davíðs Oddssonar fyrir hálfum öðrum áratug, þá seðlabankstjóri. Ð-ið í Davíð virðist greinilegt en erfiðara að lesa úr öðrum stöfum. „Ég fagna því gríðarlega að Morgunblaðið hafi rofið þögnina sem hefur ríkt um rithönd ráðamanna. Blaðið hefur greinilega ákveðið að byrja á okkar ágæta forseta Höllu Tómasdóttur. Mogga finnst hún alls ekki skrifa vel og vill að hún breyti undirritun sinni,“ segir Dagur og vísar til fréttarinnar í dag og í gær. Dagur B. Eggertsson þingmaður Samfylkingarinnar, vonast eftir frekari umfjöllun um undirskriftir ráðamanna.Vísir/Vilhelm Hann óskar eftir því að fréttirnar af undirskrift Höllu verði upphafið að greinarflokki um þessi efni og beinir spjótum sínum að Davíð, fyrrverandi borgarstjóra, forsætisráðherra, seðlabankastjóra og nú ritstjóra Morgunblaðsins. „Ég hef lengi þráð að fá skýringar á því hvers vegna ritstjóri blaðsins skrifar alltaf undir með einhverju sem líkist “Gmmtnnnnm” en alls ekki Davið Odsson eins og víða má sjá í opinberum skjölum. Hér er dæmi af fyrsta Icesave-samningnum sem ritstjórinn skrifaði undir með Árna Matthiesen þáverandi fjármálaráðherra haustið 2008. MÁ ÞETTA BARA????“ spyr Dagur og birtir skjáskot.
Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Íslensk tunga Mest lesið Barnamálaráðherra eignaðist barn með táningspilti þegar hún var 22 ára Innlent Átti fótum sínum fjör að launa þegar átta drengir réðust á hann Innlent Ásthildur Lóa hefur sagt af sér: Ekki sama manneskja í dag og fyrir 36 árum Innlent Fjögurra bíla árekstur og einn á hvolfi Innlent Nafn hins látna í manndrápsmálinu Innlent Skoða hvort grunaðir séu líka fórnarlömb í máli Quangs Lé Innlent Gekk berserksgang og lagði hótelherbergi í rúst Innlent Börn hafi reynt að drepa önnur börn Innlent Snúið við á vellinum vegna gagnrýni á Trump Erlent Mættu til viðskipta vopnaðir hnífum og piparúða Innlent Fleiri fréttir Framboðslistar Röskvu kynntir Bryggjan sem gæti rofið hafnleysu Skaftfellinga Ekki brugðist við tilmælum SKE í þrjú ár Nafn hins látna í manndrápsmálinu Ásthildur Lóa hefur sagt af sér: Ekki sama manneskja í dag og fyrir 36 árum SKE skoðar Heineman og meintur bókastuldur Meta Barnamálaráðherra eignaðist barn með táningspilti þegar hún var 22 ára Annar árekstur á Vesturlandsvegi Fjögurra ára fangelsi fyrir gróf brot gegn fyrrverandi Börn hafi reynt að drepa önnur börn Sjö sagt upp hjá Rauða krossinum Gekk berserksgang og lagði hótelherbergi í rúst Lokað fyrir kalt vatn í Kópavogi í kvöld Skoða hvort grunaðir séu líka fórnarlömb í máli Quangs Lé Brúnastaðir í Fljótum hlutu landbúnaðarverðlaunin 2025 Hamingja dvínandi þótt Ísland berjist um toppsæti Átti fótum sínum fjör að launa þegar átta drengir réðust á hann Alþjóðlegi hamingjudagurinn 2025: Hamingja, samkennd og Riddarar kærleikans Fjögurra bíla árekstur og einn á hvolfi Eina sem hafi breyst sé að flokkurinn sé nú í ríkisstjórn Tjón Úkraínumanna um áttahundruð milljarðar dollara Svona var Pallborðið um ofbeldisöldu hjá ungmennum 33 prósent íslenskra ungmenna nota nikótínpúða Mættu til viðskipta vopnaðir hnífum og piparúða „Reginhneyksli“ að Sádar stýri nefnd um réttindi kvenna Bein útsending: Setning Búnaðarþings Göturnar sem verða malbikaðar í sumar í Reykjavík Tæknilausnir nauðsynlegar til að bæta þjónustu í heilbrigðiskerfinu Helmingi fleiri íbúðir teknar af söluskrá en á sama tíma árið 2023 Líffæragjöf eftir blóðrásardauða nú möguleg á Landspítalanum Sjá meira