Helsti keppinautur Erdogan um forsetastólinn handtekinn í Istanbul Hólmfríður Gísladóttir skrifar 19. mars 2025 12:26 Lögregla er með mikinn viðbúnað við bygginguna þar sem Imamoğlu er haldið. AP/Francisco Seco Lögregla á Tyrklandi handtók í gær Ekrem Imamoğlu, borgarstjóra Istanbul, vegna rannsóknar á ásökunum um spillingu og tengsl við hryðjuverkastarfsemi. Handtökuskipanir hafa verið gefnar út á hendur 100 öðrum í tengslum við málið, samkvæmt ríkisfréttastofunni Anadolu Agency. Stjórnarandstæðingar segja handtökuna pólitíska en gert var ráð fyrir því að Imamoğlu yrði útnefndur forsetaefni Repúblikanaflokksins (CHP) þann 23. mars næstkomandi. Özgür Özel, formaður CHP, segir handtökuna ekkert annað en valdarán. Fjöldafundir hafa verið bannaðir í Istanbul í fjóra daga, líklega til að koma í veg fyrir mótmæli vegna handtökunnar, og þá hafa stjórnvöld takmarkað aðgengi landsmanna að samfélagsmiðlum. Borgarstjórinn nýtur mikilla vinsælda í heimalandi sínu.Getty/Oliver Berg Áður en Imamoğlu var handtekinn var hann sviptur háskólagráðu sinni við Istanbul University en háskólagráða er eitt af þeim skilyrðum sem forsetaframbjóðendur þurfa að uppfylla. „Það styttist í þá daga þar sem þeir sem tóku þessa ákvörðun verða látnir sæta ábyrgð af sögunni og fyrir dómstólum,“ sagði Imamoğlu þá á samfélagsmiðlum. „Barátta fólksins, sem þyrstir í réttlæti, lög og lýðræði, verður ekki stöðvuð.“ Imamoğlu hefur heitið því að halda baráttu sinni gegn Recep Tayyip Erdogan forseta áfram en Guardian hefur eftir Wolfgang Piccoli, sérfræðingi hjá Teneo, að gráðusviptingin sé til marks um að Erdogan geri sér grein fyrir því að hann geti ekki unnið í sanngjörnum kosningum. Tyrkland Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Fleiri fréttir Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Sjá meira
Handtökuskipanir hafa verið gefnar út á hendur 100 öðrum í tengslum við málið, samkvæmt ríkisfréttastofunni Anadolu Agency. Stjórnarandstæðingar segja handtökuna pólitíska en gert var ráð fyrir því að Imamoğlu yrði útnefndur forsetaefni Repúblikanaflokksins (CHP) þann 23. mars næstkomandi. Özgür Özel, formaður CHP, segir handtökuna ekkert annað en valdarán. Fjöldafundir hafa verið bannaðir í Istanbul í fjóra daga, líklega til að koma í veg fyrir mótmæli vegna handtökunnar, og þá hafa stjórnvöld takmarkað aðgengi landsmanna að samfélagsmiðlum. Borgarstjórinn nýtur mikilla vinsælda í heimalandi sínu.Getty/Oliver Berg Áður en Imamoğlu var handtekinn var hann sviptur háskólagráðu sinni við Istanbul University en háskólagráða er eitt af þeim skilyrðum sem forsetaframbjóðendur þurfa að uppfylla. „Það styttist í þá daga þar sem þeir sem tóku þessa ákvörðun verða látnir sæta ábyrgð af sögunni og fyrir dómstólum,“ sagði Imamoğlu þá á samfélagsmiðlum. „Barátta fólksins, sem þyrstir í réttlæti, lög og lýðræði, verður ekki stöðvuð.“ Imamoğlu hefur heitið því að halda baráttu sinni gegn Recep Tayyip Erdogan forseta áfram en Guardian hefur eftir Wolfgang Piccoli, sérfræðingi hjá Teneo, að gráðusviptingin sé til marks um að Erdogan geri sér grein fyrir því að hann geti ekki unnið í sanngjörnum kosningum.
Tyrkland Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Fleiri fréttir Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Sjá meira