Aldrei verið án Glódísar en setti hana einu sinni á bekkinn Valur Páll Eiríksson skrifar 19. mars 2025 15:22 Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari Íslands, gæti verið án Glódísar Perlu í fyrsta skipti í sinni þjálfaratíð. Vísir/Sigurjón Ólason Þorsteinn Halldórsson gæti orðið án landsliðsfyrirliðans Glódísar Perlu Viggósdóttur í fyrsta skipti á hans tíma með liðið í komandi leikjum í Þjóðadeild UEFA. Glódís Perla tók ekki þátt er lið hennar Bayern Munchen tapaði fyrir Lyon í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í gær. Hún hefur verið að glíma við beinmar í hné og er hreinlega í kapphlaupi við tímann fyrir leikina í byrjun apríl, samkvæmt Þorsteini. Glódís er næstleikjahæsta landsliðskona Íslands frá upphafi með 133 leiki. Eftir því sem næst verður komist hefur hún ekki misst af landsleik vegna meiðsla síðan landsliðsferilinn hófst 2012. Hún hefur til að mynda aldrei misst af leik í stjóratíð Þorsteins. Klippa: Þorsteinn ræðir Glódísi, samskiptin við Bayern og Þróttarvöll „Hún hefur aldrei misst af leik en ég hef einu sinni haft hana á bekknum. Það var bara æfingaleikur á móti Filippiseyjum, í þriðja leik á Pinatar Cup. Þá var hún á bekknum í þeim leik. Ég held það sé fyrsti landsleikur sem hún spilar ekki frá því að hún byrjaði í landsliðinu. Ég ætla ekki að sverja fyrir það, en ég held það sé svoleiðis,“ segir Þorsteinn. Það munar því um minna, enda Glódís á meðal betri varnarmanna heims og var valin íþróttamaður ársins hér á landi í fyrra. „Það er ástæða fyrir því að hún hefur alltaf verið í þessu liði. Það er bara gæði hennar og geta sem eru á þeim stað að hún hefur alltaf skipt landsliðið máli. Eins og á Pinatar Cup var þetta bara út af álagi að maður vildi ekki láta hana spila þrjá leiki á sex dögum, þannig að ég hvíldi hana í þeim leik,“ segir Þorsteinn. Viðtalið við Þorstein má sjá í spilaranum. Hann ræðir þar einnig samskiptin við Bayern Munchen, heimavöll Þróttar, hvar leikir Íslands fara fram, og andstæðingana Sviss og Noreg. Landslið kvenna í fótbolta Þýski boltinn KSÍ Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Sjá meira
Glódís Perla tók ekki þátt er lið hennar Bayern Munchen tapaði fyrir Lyon í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í gær. Hún hefur verið að glíma við beinmar í hné og er hreinlega í kapphlaupi við tímann fyrir leikina í byrjun apríl, samkvæmt Þorsteini. Glódís er næstleikjahæsta landsliðskona Íslands frá upphafi með 133 leiki. Eftir því sem næst verður komist hefur hún ekki misst af landsleik vegna meiðsla síðan landsliðsferilinn hófst 2012. Hún hefur til að mynda aldrei misst af leik í stjóratíð Þorsteins. Klippa: Þorsteinn ræðir Glódísi, samskiptin við Bayern og Þróttarvöll „Hún hefur aldrei misst af leik en ég hef einu sinni haft hana á bekknum. Það var bara æfingaleikur á móti Filippiseyjum, í þriðja leik á Pinatar Cup. Þá var hún á bekknum í þeim leik. Ég held það sé fyrsti landsleikur sem hún spilar ekki frá því að hún byrjaði í landsliðinu. Ég ætla ekki að sverja fyrir það, en ég held það sé svoleiðis,“ segir Þorsteinn. Það munar því um minna, enda Glódís á meðal betri varnarmanna heims og var valin íþróttamaður ársins hér á landi í fyrra. „Það er ástæða fyrir því að hún hefur alltaf verið í þessu liði. Það er bara gæði hennar og geta sem eru á þeim stað að hún hefur alltaf skipt landsliðið máli. Eins og á Pinatar Cup var þetta bara út af álagi að maður vildi ekki láta hana spila þrjá leiki á sex dögum, þannig að ég hvíldi hana í þeim leik,“ segir Þorsteinn. Viðtalið við Þorstein má sjá í spilaranum. Hann ræðir þar einnig samskiptin við Bayern Munchen, heimavöll Þróttar, hvar leikir Íslands fara fram, og andstæðingana Sviss og Noreg.
Landslið kvenna í fótbolta Þýski boltinn KSÍ Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Sjá meira