Innlent

Nafn hins látna í manndrápsmálinu

Jón Þór Stefánsson skrifar
kerti

Hjörleifur Haukur Guðmundsson, búsettur í Þorlákshöfn, lést 11. mars síðastliðinn 65 ára að aldri. Andlát hans hefur síðan verið til rannsóknar lögreglunnar á Suðurlandi, líkt og fjallað hefur verið um.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi.

Þar segir jafnframt að fyrr í dag hafi lögreglan lagt fram kröfur um framlengingu gæsluvarðhalds yfir tveimur einstaklingum vegna rannsóknar á meintri fjárkúgun, frelsissviptingu og manndrápi í máli Hjörleifs.

Alls sæta sjö aðilar, fjórir karlmenn og þrjár konur, gæsluvarðhaldi vegna málsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×