„Sjáum einn einstakling gjörsamlega mulinn mélinu smærra“ Jón Þór Stefánsson skrifar 21. mars 2025 12:45 Inga Sæland segir málið mannlegan harmleik. Vísir/Anton Brink Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segist hafa fengið að vita af máli Ásthildar Lóu Þórsdóttur, fráfarandi barna- og menntamálaráðherra, um tvöleytið í gær, nokkrum klukkutímum áður en hún tilkynnti um afsögn sína í gærkvöldi. Að mati Ingu er það Ásthildar að meta og ákveða það hvort hún haldi áfram á þingi. Inga segir að það verði vonandi ákveðið seinna í dag, eða þá um helgina, hver taki við ráðuneyti Ásthildar. Hún hefði lítið sofið í nótt vegna málsins og síðan verið á fundi ríkisstjórnarinnar fram að viðtölum við blaðamenn. Hefðir þú skipað hana sem ráðherra hefðir þú vitað þetta? „Mér finnst þetta stórfurðuleg spurning. Hún hefði sennilega sjálf aldrei sjálf gefið kost á því ef að útlitið hefði verið eins og það er í dag,“ sagði Inga. Sjá má blaðamannafund formannanna þriggja að loknum ríkisstjórnarfundi í heild sinni í spilaranum að neðan. Hetjuleg ákvörðun „Hún axlar hér ábyrgð. Hún telur að hennar persónulegu mál eiga aldrei að skyggja á okkar góða samstarf. Hún tekur mjög hetjulega ákvörðun, fordæmalausa ákvörðun. Við erum ekki vön að sjá svona ákvörðun með eins skömmum tíma.“ Inga sagðist ekki geta tjáð sig um það sem Ásthildur Lóa hafi sagt og gert fyrir 35 árum síðan. Er henni stætt áfram sem þingmanni? „Það er bara algjörlega hennar mál að meta það. Mér finnst hún sannarlega eiga erindi á Alþingi Íslendinga,“ sagði Inga. Hún tók jafnframt fram að í kjördæmi Áshildar Lóu, Suðurkjördæmi, hafi enginn verið með eins mikið umboð og hún. Mannlegur harmleikur „Ég er í rauninni harmi slegin. Ásthildur Lóa á allan minn huga núna, og ég sendi henni kærleikskveðjur. Þetta er mannlegur harmleikur sem hér er um að ræða,“ sagði Inga. „Við fengum að upplifa það hvernig við sjáum einn einstakling gjörsamlega mulinn mélinu smærra. Það var nákvæmlega það í gær þegar hæstvirtur mennta- og barnamálaráðherra brotnaði niður undan þessu álagi.“ Inga sagðist ekki ætla að krefja Ásthildi Lóu um afsögn á þingi. Hún sagðist þó hafa verið döpur yfir því að Ásthildur Lóa hefði ekki upplýst hana um málið fyrr en í gær en skilji líka hennar vanlíðan. Hún hafi ekki treyst sér að koma fram með málið. Það sé ekki auðvelt að segja frá slíkum persónulegum hjartans málum. Hún hafi sýnt hetjuskap, stigið fram sem leiðtogi og verið frábær barna- og menntamálaráðherra. Í því embætti hafi hún verið að hrinda stórum verkefnum í framkvæmd og hún eigi sannarlega erindi á Alþingi Íslendinga. Fylgst er með vendingum dagsins í vaktinni á Vísi. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Barnamálaráðherra segir af sér Alþingi Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Erlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Fleiri fréttir Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Sjá meira
Inga segir að það verði vonandi ákveðið seinna í dag, eða þá um helgina, hver taki við ráðuneyti Ásthildar. Hún hefði lítið sofið í nótt vegna málsins og síðan verið á fundi ríkisstjórnarinnar fram að viðtölum við blaðamenn. Hefðir þú skipað hana sem ráðherra hefðir þú vitað þetta? „Mér finnst þetta stórfurðuleg spurning. Hún hefði sennilega sjálf aldrei sjálf gefið kost á því ef að útlitið hefði verið eins og það er í dag,“ sagði Inga. Sjá má blaðamannafund formannanna þriggja að loknum ríkisstjórnarfundi í heild sinni í spilaranum að neðan. Hetjuleg ákvörðun „Hún axlar hér ábyrgð. Hún telur að hennar persónulegu mál eiga aldrei að skyggja á okkar góða samstarf. Hún tekur mjög hetjulega ákvörðun, fordæmalausa ákvörðun. Við erum ekki vön að sjá svona ákvörðun með eins skömmum tíma.“ Inga sagðist ekki geta tjáð sig um það sem Ásthildur Lóa hafi sagt og gert fyrir 35 árum síðan. Er henni stætt áfram sem þingmanni? „Það er bara algjörlega hennar mál að meta það. Mér finnst hún sannarlega eiga erindi á Alþingi Íslendinga,“ sagði Inga. Hún tók jafnframt fram að í kjördæmi Áshildar Lóu, Suðurkjördæmi, hafi enginn verið með eins mikið umboð og hún. Mannlegur harmleikur „Ég er í rauninni harmi slegin. Ásthildur Lóa á allan minn huga núna, og ég sendi henni kærleikskveðjur. Þetta er mannlegur harmleikur sem hér er um að ræða,“ sagði Inga. „Við fengum að upplifa það hvernig við sjáum einn einstakling gjörsamlega mulinn mélinu smærra. Það var nákvæmlega það í gær þegar hæstvirtur mennta- og barnamálaráðherra brotnaði niður undan þessu álagi.“ Inga sagðist ekki ætla að krefja Ásthildi Lóu um afsögn á þingi. Hún sagðist þó hafa verið döpur yfir því að Ásthildur Lóa hefði ekki upplýst hana um málið fyrr en í gær en skilji líka hennar vanlíðan. Hún hafi ekki treyst sér að koma fram með málið. Það sé ekki auðvelt að segja frá slíkum persónulegum hjartans málum. Hún hafi sýnt hetjuskap, stigið fram sem leiðtogi og verið frábær barna- og menntamálaráðherra. Í því embætti hafi hún verið að hrinda stórum verkefnum í framkvæmd og hún eigi sannarlega erindi á Alþingi Íslendinga. Fylgst er með vendingum dagsins í vaktinni á Vísi.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Barnamálaráðherra segir af sér Alþingi Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Erlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Fleiri fréttir Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Sjá meira