Hinrik skoraði í fyrsta landsleik og Ísland skellti Ungverjum Sindri Sverrisson skrifar 21. mars 2025 14:58 Hilmir Rafn Mikaelsson kom Íslandi á bragðið gegn Ungverjum í dag og kom einnig að öðru marki liðsins, í sínum tíunda U21-landsleik. vísir/Anton Íslenska U21-landsliðið í fótbolta karla vann frábæran 3-0 sigur gegn Ungverjalandi í vináttulandsleik á Pinatar Arena, nærri Torrevieja á Spáni, í dag. Íslenski hópurinn hefur verið við æfingar á svæðinu og leikur þar annan vináttulandsleik á þriðjudag, gegn Skotum. Í millitíðinni spilar A-landslið Íslands í borginni Murcia, við Kósovó á sunnudaginn. Sigur Íslands í dag var sannfærandi en liðið komst yfir eftir korters leik. Helgi Fróði Ingason lék þá svo illa á varnarmann Ungverja að hann rann á rassinn, og sendi svo fyrirgjöf inn í teiginn þar sem Hilmir Rafn Mikaelsson, fyrsti atvinnumaðurinn frá Hvammstanga, var og skoraði með hörkugóðum skalla. Ísland komst svo í 2-0 á 36. mínútu eftir aðra góða sókn fram vinstra megin. Helgi Fróði gaf á Daníel Frey Kristjánsson sem sendi fyrir markið og þar reyndi fyrirliði Ungverja að koma í veg fyrir að Hilmir Rafn næði boltanum en skoraði þá klaufalegt sjálfsmark. Hinrik Harðarson, einn nýjasti atvinnumaður Íslands, kom svo inn á í sínum fyrsta leik í bláu treyjunni þegar hann leysti Benoný Breka Andrésson af hólmi í hálfleik. Hann fann netmöskvana í sínum fyrsta landsleik. Hinrik skoraði þriðja mark Íslands á 70. mínútu með góðu skoti í stöng og inn eftir frábæra skyndisókn. Ungverjar tækluðu tvo Íslendinga niður á leiðinni fram völlinn en dómarinn gerði vel í að leyfa leiknum að halda áfram sem skilaði sér í marki. Landslið karla í fótbolta Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Sport Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Fleiri fréttir Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Sjá meira
Íslenski hópurinn hefur verið við æfingar á svæðinu og leikur þar annan vináttulandsleik á þriðjudag, gegn Skotum. Í millitíðinni spilar A-landslið Íslands í borginni Murcia, við Kósovó á sunnudaginn. Sigur Íslands í dag var sannfærandi en liðið komst yfir eftir korters leik. Helgi Fróði Ingason lék þá svo illa á varnarmann Ungverja að hann rann á rassinn, og sendi svo fyrirgjöf inn í teiginn þar sem Hilmir Rafn Mikaelsson, fyrsti atvinnumaðurinn frá Hvammstanga, var og skoraði með hörkugóðum skalla. Ísland komst svo í 2-0 á 36. mínútu eftir aðra góða sókn fram vinstra megin. Helgi Fróði gaf á Daníel Frey Kristjánsson sem sendi fyrir markið og þar reyndi fyrirliði Ungverja að koma í veg fyrir að Hilmir Rafn næði boltanum en skoraði þá klaufalegt sjálfsmark. Hinrik Harðarson, einn nýjasti atvinnumaður Íslands, kom svo inn á í sínum fyrsta leik í bláu treyjunni þegar hann leysti Benoný Breka Andrésson af hólmi í hálfleik. Hann fann netmöskvana í sínum fyrsta landsleik. Hinrik skoraði þriðja mark Íslands á 70. mínútu með góðu skoti í stöng og inn eftir frábæra skyndisókn. Ungverjar tækluðu tvo Íslendinga niður á leiðinni fram völlinn en dómarinn gerði vel í að leyfa leiknum að halda áfram sem skilaði sér í marki.
Landslið karla í fótbolta Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Sport Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Fleiri fréttir Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Sjá meira