Eftir að hafa náð Holland í gólfið í fyrstu lotu fékk Gunnar fast högg í andlitið rétt áður en tíminn rann út. Gunnar vankaðist og var við það að detta aftur fyrir sig en náði rétt svo að bjarga sér og sem betur fer glumdi bjallan nokkrum sekúndum síðar.
ALMOST FINISHED IT AT THE BELL🔔@Trailblaze2top | #UFCLondon pic.twitter.com/TdTwZOTFKr
— UFC (@ufc) March 22, 2025
Í annarri lotu virkaði Gunnar enn hálf vankaður og tókst illa að taka hann niður í gólfið. Á meðan lét Holland höggin dynja og raðaði inn stigum.
Báðir voru þeir orðnir mjög þreyttir í þriðju og síðustu lotunni en Gunnar náði með frábæra bragði að fella Holland þegar rúmlega þrjár mínútur voru eftir.


Síðan kom Gunnar sér í góðu stöðu og hengdi lás utan um höfuð Holland, en á einhvern ótrúlegan hátt náði hann að smeygja sér út úr því. Þar fór möguleiki Gunnars á að vinna bardagann.
Allir dómarar skoruðu bardagann 29-28, Kevin Holland í vil.
A dub out in London! 😤@Trailblaze2top gets the Unanimous Decision victory at #UFCLondon! pic.twitter.com/N4ypV5hLvU
— UFC (@ufc) March 22, 2025