Skrautlegir fyrstu mánuðir hjá Flokki fólksins Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. mars 2025 19:01 Mikið hefur gustað um Flokk fólksins á fyrstu þremur mánuðum ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur. Aðeins vika er síðan fráfarandi mennta- og barnamálaráðherra baðst afsökunar á ummælum um íslenska dómstóla. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur var skipuð 22. desember síðastliðinn. Segja má að fyrsti mánuðurinn hafi verið nokkuð rólegur en það var áður en nýtt þing kom saman sem fyrsta hneykslismál Flokks fólksins reið yfir. Það var 21. janúar sem greint var frá því að flokkurinn hefði þegið 240 milljónir króna í styrki úr ríkissjóði þrátt fyrir að hafa ekki uppfyllt skilyrði. Morgunblaðið greindi fyrst frá málinu og gekk hvað harðast fram. Það vakti hörð viðbrögð hjá flokknum. Inga Sæland, formaðurinn sagði daginn eftir að blaðið væri óvandaður falsfréttamiðill í eigu auðmanna og ákveðinna stjórnmálaafla. Tveimur vikum síðar lagði Sigurjón Þórðarson, þingmaður flokksins, það til að ríkisstyrkir til Morgunblaðsins yrðu endurskoðaðir vegna umfjöllunarinnar. „Sem að lyktar óneitanlega af hrútspungafýlunni sem flæðir úr Hádegismóum. Það er alveg með ólíkindum dylgjurnar sem hér eru settar fram. Það er með hreinum ólíkindum að þurfa að sitja undir svona dylgjum,“ sagði Inga í ræðustóli á Alþingi 20. febrúar. Og það var engin lognmolla. 27. janúar birtist frétt á Vísi um að Inga hefði hringt í skólastjóra Borgarholtsskóla og meðal annars sagst hafa ítök í lögreglunni. Barnabarn Ingu nemur við skóna og hafði glatað Nike-skóm á göngum skólans. Skórnir höfðu verið teknir í misgripum og var skilað. „Og ég biðst bara afsökunar á því í rauninni að hafa tekið, hvað á ég að segja, þessa hvatvísu ákvörðun. Hvatvísin hefur nú reynst mér mjög vel til þessa og komið mér þangað sem ég er í dag.“ Undir lok febrúarmánaðar birtust svo fréttir af því að VR hefði greitt Ragnari Þór Ingólfssyni rúmar tíu milljónir króna þegar hann lét af embætti formanns til að taka sæti á þingi. Ragnar sagði biðlaunin færi beint í neyðarsjóð fjölskyldunnar. Aðrir verkalýðsforingjar, til dæmis Sólveig Anna Jónsdóttir í Eflingu, hneyksluðust á málinu. Það var svo í síðustu viku sem héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi ríkinu í vil í bótamáli Ásthildar Lóu vegna meintra mistaka fulltrúa sýslumanns eftir uppboð á heimili hennar árið 2017. Eftir að dómurinn féll sagði Ásthildur Lóa á Facebook að hún væri löngu hætt að gera ráð fyrir réttlæti hjá íslenskum dómstólum. „Eins og ég segi get ég alveg gert það núna, beðist afsökunar á þessum ummælum. Vegna þess að ég get ekki fullyrt svona um dómstólana yfir allt,“ sagði Ásthildur Lóa eftir ríkisstjórnarfund fyrir viku síðan. Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Barnamálaráðherra segir af sér Alþingi Fréttaskýringar Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Innlent Fleiri fréttir Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Sjá meira
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur var skipuð 22. desember síðastliðinn. Segja má að fyrsti mánuðurinn hafi verið nokkuð rólegur en það var áður en nýtt þing kom saman sem fyrsta hneykslismál Flokks fólksins reið yfir. Það var 21. janúar sem greint var frá því að flokkurinn hefði þegið 240 milljónir króna í styrki úr ríkissjóði þrátt fyrir að hafa ekki uppfyllt skilyrði. Morgunblaðið greindi fyrst frá málinu og gekk hvað harðast fram. Það vakti hörð viðbrögð hjá flokknum. Inga Sæland, formaðurinn sagði daginn eftir að blaðið væri óvandaður falsfréttamiðill í eigu auðmanna og ákveðinna stjórnmálaafla. Tveimur vikum síðar lagði Sigurjón Þórðarson, þingmaður flokksins, það til að ríkisstyrkir til Morgunblaðsins yrðu endurskoðaðir vegna umfjöllunarinnar. „Sem að lyktar óneitanlega af hrútspungafýlunni sem flæðir úr Hádegismóum. Það er alveg með ólíkindum dylgjurnar sem hér eru settar fram. Það er með hreinum ólíkindum að þurfa að sitja undir svona dylgjum,“ sagði Inga í ræðustóli á Alþingi 20. febrúar. Og það var engin lognmolla. 27. janúar birtist frétt á Vísi um að Inga hefði hringt í skólastjóra Borgarholtsskóla og meðal annars sagst hafa ítök í lögreglunni. Barnabarn Ingu nemur við skóna og hafði glatað Nike-skóm á göngum skólans. Skórnir höfðu verið teknir í misgripum og var skilað. „Og ég biðst bara afsökunar á því í rauninni að hafa tekið, hvað á ég að segja, þessa hvatvísu ákvörðun. Hvatvísin hefur nú reynst mér mjög vel til þessa og komið mér þangað sem ég er í dag.“ Undir lok febrúarmánaðar birtust svo fréttir af því að VR hefði greitt Ragnari Þór Ingólfssyni rúmar tíu milljónir króna þegar hann lét af embætti formanns til að taka sæti á þingi. Ragnar sagði biðlaunin færi beint í neyðarsjóð fjölskyldunnar. Aðrir verkalýðsforingjar, til dæmis Sólveig Anna Jónsdóttir í Eflingu, hneyksluðust á málinu. Það var svo í síðustu viku sem héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi ríkinu í vil í bótamáli Ásthildar Lóu vegna meintra mistaka fulltrúa sýslumanns eftir uppboð á heimili hennar árið 2017. Eftir að dómurinn féll sagði Ásthildur Lóa á Facebook að hún væri löngu hætt að gera ráð fyrir réttlæti hjá íslenskum dómstólum. „Eins og ég segi get ég alveg gert það núna, beðist afsökunar á þessum ummælum. Vegna þess að ég get ekki fullyrt svona um dómstólana yfir allt,“ sagði Ásthildur Lóa eftir ríkisstjórnarfund fyrir viku síðan.
Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Barnamálaráðherra segir af sér Alþingi Fréttaskýringar Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Innlent Fleiri fréttir Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Sjá meira