Viðskipti innlent

Fram­kvæmdir Star­bucks við Lauga­veg langt komnar

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Framkvæmdir eru hafnar þar sem stefnt er að opnun Starbucks-kaffihúss á Laugavegi.
Framkvæmdir eru hafnar þar sem stefnt er að opnun Starbucks-kaffihúss á Laugavegi. Vísir/Bjarki

Framkvæmdir við byggingu Starbucks kaffihúss á Laugavegi 66-68 í Reykjavík eru langt á veg komnar. Búið er að setja upp merkingar alþjóðlegu kaffihúsakeðjunnar.

Í ágúst síðastliðnum var tilkynnt um það að Berjaya Food International hefði tryggt sér rekstrarrétt til að opna og reka Starbucks-kaffihús á Íslandi.

Í tilkynningunni sagðist fyrirtækið ætla sér stóra hluti á Norðurlöndunum, en það tryggði sér einnig réttinn á að starfrækja Starbucks í Danmörku og Finnlandi.

„Það gleður okkur að auka umsvif okkar á norrænum mörkuðum samhliða trausta viðskiptafélaga okkar til langs tíma, Berjaya Food Berhad, og að stuðla að öflugu kaffisamfélagi í heimshlutanum,“ var haft eftir Duncan Moir, forstjóra Starbucks í Evrópu, Mið-Austurlöndum og Afríku, í tilkynningunni.


Tengdar fréttir

Starbucks kemur til Íslands

Berjaya Food International hefur tryggt sér rekstrarrétt til að opna og reka Starbucks-kaffihús á Íslandi. Áður hafði komið fram að tilkynningin væri liður í gjörningalistaverki en það reyndist ekki vera satt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×