Ekki endilega viss um að afsögn hafi verið nauðsynleg Tómas Arnar Þorláksson skrifar 23. mars 2025 12:55 Eiríkur Bergmann Einarsson, stjórnmálafræðingur. Vísir/Ívar Tveir ríkisráðsfundir verða haldnir á Bessastöðum í dag þar sem Halla Tómasdóttir forseti mun veita Ásthildi Lóu Þórsdóttur lausn úr embætti barna- og menntamálaráðherra og nýr ráðherra Flokks fólksins verður tilkynntur. Stjórnmálafræðingur dregur í efa að afsögn hafi verið nauðsynleg. Fréttastofa Ríkisútvarpsins fullyrti núna fyrir hádegi að Guðmundur Ingi Kristinsson verði næsti mennta- og barnamálaráðherra Flokk fólksins. Guðmundur gat ekki staðfest það í samtali við fréttastofu rétt fyrir hádegi en sagðist vera á leiðinni á fund. Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur taldi líklegast áður en frétt Ríkisútvarpsins birtist að Lilja Rafney Magnúsdóttir þingmaður Flokk fólksins yrði næsti ráðherra. „Það skiptir líka máli að reyndir stjórnmálamenn og reyndir þingmenn, setjist í ráðherrastóla. Það sýnir sig ítrekað að reynsla úr þinginu sé mikilvæg.“ Ásthildur Lóa sagði af sér á fimmtudag í ljósi umfjöllunar um að hún hafi eignast barn með sextán ára dreng þegar hún var sjálf 23 ára. Eiríkur segir enga ástæðu fyrir hana að hætta á þingi og segir að samfélagið leggi of mikla kröfu um tandurhreina sögu á ráðamenn. „Maður hefur auðvitað tekið eftir þessari síauknu kröfu um flekkleysi og að stjórnmálafólk eigi á einhvern hátt að vera dyggðugra en aðrir í þjóðfélaginu. Ég er ekki viss um að það sé heppileg krafa. Þingmenn og ráðherrar eiga miklu heldur að endurspegla samfélagið.“ Lýðræði gangi ekki út á það að ráða dyggðugustu manneskjuna til verksins. Ósamræmi hefur verið á milli forsætisráðherra og fráfarandi barnamálaráðherra um hvernig upplýsingar um erindi á borði forsætisráðuneytisins rataði til Ásthildar. Eiríkur telur að það verði ekki til trafala fyrir ríkisstjórnina. „Ég er í sjálfu sér ekkert viss um að svo sé. Það er auðvitað búið að losa spennu úr þessu máli með þessari afsögn. Þó ég sé ekkert endilega viss um að hún hafi verið nauðsynleg. Það er hins vegar ekkert óeðlilegt að þegar fólk er að greina frá málum sem snerta persónulega hagi fólks og eru í grunninn svona persónuleg að þá sé kannski einhver misfella í því. Það telja sig kannski ekki allir hafa umboð til að greina frá öllum þáttum mála sem snerta einkahagi fólks og þá leiðir það til hættu á slíku. Án þess að ég þekki það til neinnar hlítar að þá kunna að vera eðlilega skýringar á slíku.“ Barnamálaráðherra segir af sér Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Stjórnsýsla Tengdar fréttir Var brugðið og vill ítarlega skoðun á aðkomu forsætisráðuneytisins Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að rannsaka þurfi atburðarrásina sem leiddi til þess að Ásthildur Lóa Þórsdóttir sagði af sér sem mennta- og barnamálaráðherra í gærkvöldi. Svör forsætisráðherra um tímalínu málsins og meintan trúnaðarbrest hafi ekki verið nógu skýr. 21. mars 2025 11:57 Gríðarlega alvarlegt hafi trúnaður verið rofinn Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir það gríðarlega alvarlegt hafi trúnaður verið rofinn í samskiptum forsætisráðuneytisins við konu sem kom til þeirra með erindi varðandi barnamálaráðherra. Barnamálaráðherra hafi axlað ábyrgð með afsögn, en ýmsar spurningar hafi vaknað um aðkomu forsætisráðuneytisins að málinu. 22. mars 2025 00:23 Nokkrir þingmenn vilji taka málið til skoðunar Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, segir þingmenn hafa rætt við sig um að nefndin ætti að taka fyrir mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur, sem tilkynnti um afsögn sína úr embætti barna- og mennamálaráðherra í fyrradag. 22. mars 2025 11:37 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Fréttastofa Ríkisútvarpsins fullyrti núna fyrir hádegi að Guðmundur Ingi Kristinsson verði næsti mennta- og barnamálaráðherra Flokk fólksins. Guðmundur gat ekki staðfest það í samtali við fréttastofu rétt fyrir hádegi en sagðist vera á leiðinni á fund. Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur taldi líklegast áður en frétt Ríkisútvarpsins birtist að Lilja Rafney Magnúsdóttir þingmaður Flokk fólksins yrði næsti ráðherra. „Það skiptir líka máli að reyndir stjórnmálamenn og reyndir þingmenn, setjist í ráðherrastóla. Það sýnir sig ítrekað að reynsla úr þinginu sé mikilvæg.“ Ásthildur Lóa sagði af sér á fimmtudag í ljósi umfjöllunar um að hún hafi eignast barn með sextán ára dreng þegar hún var sjálf 23 ára. Eiríkur segir enga ástæðu fyrir hana að hætta á þingi og segir að samfélagið leggi of mikla kröfu um tandurhreina sögu á ráðamenn. „Maður hefur auðvitað tekið eftir þessari síauknu kröfu um flekkleysi og að stjórnmálafólk eigi á einhvern hátt að vera dyggðugra en aðrir í þjóðfélaginu. Ég er ekki viss um að það sé heppileg krafa. Þingmenn og ráðherrar eiga miklu heldur að endurspegla samfélagið.“ Lýðræði gangi ekki út á það að ráða dyggðugustu manneskjuna til verksins. Ósamræmi hefur verið á milli forsætisráðherra og fráfarandi barnamálaráðherra um hvernig upplýsingar um erindi á borði forsætisráðuneytisins rataði til Ásthildar. Eiríkur telur að það verði ekki til trafala fyrir ríkisstjórnina. „Ég er í sjálfu sér ekkert viss um að svo sé. Það er auðvitað búið að losa spennu úr þessu máli með þessari afsögn. Þó ég sé ekkert endilega viss um að hún hafi verið nauðsynleg. Það er hins vegar ekkert óeðlilegt að þegar fólk er að greina frá málum sem snerta persónulega hagi fólks og eru í grunninn svona persónuleg að þá sé kannski einhver misfella í því. Það telja sig kannski ekki allir hafa umboð til að greina frá öllum þáttum mála sem snerta einkahagi fólks og þá leiðir það til hættu á slíku. Án þess að ég þekki það til neinnar hlítar að þá kunna að vera eðlilega skýringar á slíku.“
Barnamálaráðherra segir af sér Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Stjórnsýsla Tengdar fréttir Var brugðið og vill ítarlega skoðun á aðkomu forsætisráðuneytisins Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að rannsaka þurfi atburðarrásina sem leiddi til þess að Ásthildur Lóa Þórsdóttir sagði af sér sem mennta- og barnamálaráðherra í gærkvöldi. Svör forsætisráðherra um tímalínu málsins og meintan trúnaðarbrest hafi ekki verið nógu skýr. 21. mars 2025 11:57 Gríðarlega alvarlegt hafi trúnaður verið rofinn Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir það gríðarlega alvarlegt hafi trúnaður verið rofinn í samskiptum forsætisráðuneytisins við konu sem kom til þeirra með erindi varðandi barnamálaráðherra. Barnamálaráðherra hafi axlað ábyrgð með afsögn, en ýmsar spurningar hafi vaknað um aðkomu forsætisráðuneytisins að málinu. 22. mars 2025 00:23 Nokkrir þingmenn vilji taka málið til skoðunar Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, segir þingmenn hafa rætt við sig um að nefndin ætti að taka fyrir mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur, sem tilkynnti um afsögn sína úr embætti barna- og mennamálaráðherra í fyrradag. 22. mars 2025 11:37 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Var brugðið og vill ítarlega skoðun á aðkomu forsætisráðuneytisins Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að rannsaka þurfi atburðarrásina sem leiddi til þess að Ásthildur Lóa Þórsdóttir sagði af sér sem mennta- og barnamálaráðherra í gærkvöldi. Svör forsætisráðherra um tímalínu málsins og meintan trúnaðarbrest hafi ekki verið nógu skýr. 21. mars 2025 11:57
Gríðarlega alvarlegt hafi trúnaður verið rofinn Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir það gríðarlega alvarlegt hafi trúnaður verið rofinn í samskiptum forsætisráðuneytisins við konu sem kom til þeirra með erindi varðandi barnamálaráðherra. Barnamálaráðherra hafi axlað ábyrgð með afsögn, en ýmsar spurningar hafi vaknað um aðkomu forsætisráðuneytisins að málinu. 22. mars 2025 00:23
Nokkrir þingmenn vilji taka málið til skoðunar Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, segir þingmenn hafa rætt við sig um að nefndin ætti að taka fyrir mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur, sem tilkynnti um afsögn sína úr embætti barna- og mennamálaráðherra í fyrradag. 22. mars 2025 11:37