Þetta segir Agnes Eide Kristínardóttir í samtali við fréttastofu, en hún segir að málið sé enn til rannsóknar.
Tíu voru handteknir í tengslum við stunguárásina og þrír vegna hópslagsmála sem talin eru tengjast stunguárásinni.
Útskrifaðir af sjúkrahúsi
Tveir voru lagðir inn á sjúkrahús með áverka vegna stunguárásarinnar, og hafa þeir báðir verið útksrifaðir og hefur skýrsla verið tekin af þeim báðum.
Búið er að taka skýrslu af öllum þrettán sem voru handteknir, að sögn Agnesar.
Agnes segir frekari upplýsingar ekki liggja fyrir að svo stöddu.
„Við þurfum bara að fara yfir allt sem er komið, það er svolítið þannig,“ segir hún.