Rúv þurfi að bregðast frekar við „alvarlegum ásökunum“ til að verja heiður sinn Magnús Jochum Pálsson skrifar 24. mars 2025 00:08 Ingvar Smári Birgisson er fulltrúi í stjórn Ríkisútvarpsins fyrir Sjálfstæðisflokkinn og varaformaður stjórnarinnar. Hann telur Rúv þurfa að svara betur fyrir ásakanir á hendur stofuninni. Vísir/Vilhelm og aðsend Stjórnarmaður í stjórn Ríkisútvarpsins bókaði á fundi stjórnarinnar að stofnunin þyrfti að bregðast við alvarlegum ásökunum á hendur henni vegna byrlunarmálsins umfram það sem þegar hefði verið gert með ítarlegri upplýsingagjöf. Þannig mætti verja orðspor og heiður Ríkisútvarpsins. Þetta kemur fram í fundargerð frá stjórnarfundi Ríkisútvarpsins þann 28. febrúar síðastliðinn. Fréttastofa Rúv fjallaði fyrst um málið. Sjötti og síðasti liður fundarins hét „sérumræða um mál sem var til rannsóknar hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra“ og var hann tekinn fyrir af einum stjórnarmanni, Ingvari Smára Birgissyni. Málið var til rannsóknar í rúm þrjú ár áður en það var látið niður falla, sem ríkissaksóknari staðfesti. Eva Hauksdóttir, lögmaður Páls Steingrímssonar, óskaði eftir því við Vilhjálm Árnason, formann stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, að stofnuð yrði rannsóknarnefnd um byrlunarmálið svokallað. Tekin verður ákvörðun um það hvort nefndin taki málið fyrir þegar starfsmaður hennar hefur unnið útdrátt úr gögnum málsins. Útvarpsstjóri ítrekaði fyrri yfirlýsingar Í sérumræðu fundarins gerði Stefán Eiríksson, útvarpsstjóri, grein fyrir því að hvorki hann né aðrir stjórnendur Ríkisútvarpsins hefðu vitneskju um málið umfram það sem fram hafi komið opinberlega og í rannsóknargögnum. Hann gerði í kjölfarið grein fyrir samskiptum sínum við lögreglu í tengslum við málið sem hefðu falist í þremur erindum og svörum við þeim. Þá sagði hann að fullyrðingar um að rannsókn málsins hafi tafist af þessum ástæðum vera rangar. Jafnframt væri rangt að símanúmer sem fréttamenn Kveiks notuðu hafi verið skráð í apríl 2021, það hafi verið skráð þremur árum fyrr. Útvarpsstjóri minnti síðan á yfirlýsingu hans og fréttastjóra frá febrúar 2022 þegar rannsókn lögreglu hófst. Þar hafi komið fram að forsenda fyrir því að fjölmiðlar gætu rækt hlutverk sitt væri að þeir gætu tekið við upplýsingum í trúnaði án þess að gera grein fyrir því hvaðan eða frá hverjum þær kæmu. Ásakanir sem þurfi að svara með skilmerkilegum hætti Eftir að útvarpsstjóri lauk máli sínu bókaði Ingvar Smári bókun sem hljóðaði svo: „Mikilvægt er að Ríkisútvarpið bregðist umfram það sem þegar hefur verið gert við þeim alvarlegu ásökunum, sem eru hafðar uppi gagnvart stofnuninnni í málinu. Um alvarlegar ásakanir er að ræða sem nauðsynlegt er að svara með skilmerkilegum hætti og ítarlegri upplýsingagjöf, með það að markmiði að staðreyndir málsins liggi fyrir og málið verði upplýst eins og kostur er. Þannig telur undirritaður að best megi verja orðspor og heiður Ríkisútvarpsins.“ Byrlunar- og símastuldarmálið Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
Þetta kemur fram í fundargerð frá stjórnarfundi Ríkisútvarpsins þann 28. febrúar síðastliðinn. Fréttastofa Rúv fjallaði fyrst um málið. Sjötti og síðasti liður fundarins hét „sérumræða um mál sem var til rannsóknar hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra“ og var hann tekinn fyrir af einum stjórnarmanni, Ingvari Smára Birgissyni. Málið var til rannsóknar í rúm þrjú ár áður en það var látið niður falla, sem ríkissaksóknari staðfesti. Eva Hauksdóttir, lögmaður Páls Steingrímssonar, óskaði eftir því við Vilhjálm Árnason, formann stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, að stofnuð yrði rannsóknarnefnd um byrlunarmálið svokallað. Tekin verður ákvörðun um það hvort nefndin taki málið fyrir þegar starfsmaður hennar hefur unnið útdrátt úr gögnum málsins. Útvarpsstjóri ítrekaði fyrri yfirlýsingar Í sérumræðu fundarins gerði Stefán Eiríksson, útvarpsstjóri, grein fyrir því að hvorki hann né aðrir stjórnendur Ríkisútvarpsins hefðu vitneskju um málið umfram það sem fram hafi komið opinberlega og í rannsóknargögnum. Hann gerði í kjölfarið grein fyrir samskiptum sínum við lögreglu í tengslum við málið sem hefðu falist í þremur erindum og svörum við þeim. Þá sagði hann að fullyrðingar um að rannsókn málsins hafi tafist af þessum ástæðum vera rangar. Jafnframt væri rangt að símanúmer sem fréttamenn Kveiks notuðu hafi verið skráð í apríl 2021, það hafi verið skráð þremur árum fyrr. Útvarpsstjóri minnti síðan á yfirlýsingu hans og fréttastjóra frá febrúar 2022 þegar rannsókn lögreglu hófst. Þar hafi komið fram að forsenda fyrir því að fjölmiðlar gætu rækt hlutverk sitt væri að þeir gætu tekið við upplýsingum í trúnaði án þess að gera grein fyrir því hvaðan eða frá hverjum þær kæmu. Ásakanir sem þurfi að svara með skilmerkilegum hætti Eftir að útvarpsstjóri lauk máli sínu bókaði Ingvar Smári bókun sem hljóðaði svo: „Mikilvægt er að Ríkisútvarpið bregðist umfram það sem þegar hefur verið gert við þeim alvarlegu ásökunum, sem eru hafðar uppi gagnvart stofnuninnni í málinu. Um alvarlegar ásakanir er að ræða sem nauðsynlegt er að svara með skilmerkilegum hætti og ítarlegri upplýsingagjöf, með það að markmiði að staðreyndir málsins liggi fyrir og málið verði upplýst eins og kostur er. Þannig telur undirritaður að best megi verja orðspor og heiður Ríkisútvarpsins.“
Byrlunar- og símastuldarmálið Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira