Yfir 50 þúsund látnir á Gasa og 113 þúsund særðir Hólmfríður Gísladóttir og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 24. mars 2025 06:58 Yfir 600 hafa látist í árásum Ísraelshers frá því að Ísraelsmenn rufu vopnahléið. Getty/NurPhoto/Majdi Fathi Yfir 50 þúsund manns hafa látist í árásum Ísraels á Gasa, að sögn heilbrigðisráðuneytis Hamas á svæðinu. Fjöldinn jafngildir ríflega tveimur prósentum af íbúafjöldanum þegar stríðið hófst. Þá segir heilbrigðisráðuneytið 113 þúsund hafa særst. Engin leið er til að staðfesta fjölda látinna né særðra og þá hefur ráðuneytið ekki gefið upp hversu stórt hlutfall eru almennir borgarar og hversu stórt hlutfall eru bardagamenn Hamas. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknar sem voru birtar í heilbrigðistímaritinu Lancet í janúar er hins vegar talið að fjöldinn gæti verið allt að 40 prósent meiri en heilbrigðisráðuneytið hefur gefið út. Þá greindi Mannréttindaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna frá því í nóvember að nærri 70 prósent af staðfestum fórnarlömbum á undanförnum sex mánuðum hefðu verið börn og konur. Ísraelsher gerði í nótt loftárás á stærsta sjúkrahúsið á suðurhluta Gasa strandarinnar. Tveir eru sagðir hafa látist í árásinni, annar þeirra háttsettur Hamas-liði. Mikill eldur kom upp í byggingunni sem hýsti skurðstofur spítalans en AP fréttaveitan segir húsið hafa verið fullt af fólki eftir árásir síðustu daga. Ísraelar hafa þegar staðfest árásina og segja hana hafa beinst að Hamas-liðanum, sem var í meðferð á spítalanum. Ísrelar gefa lítið fyrir gagnrýni á árás á sjúkrastofnun og segja Hamas starfa í skjóli slíkra bygginga og innan um almenna borgara. Stríðrekstur Benjamin Netanjahús forsætisráðherra og ríkisstjórnar hans verður hins vegar æ óvinsælli heimafyrir og í gærkvöldi voru fjölmenn mótmæli fyrir utan skrifstofur forsætisráðherrans. Þrír voru handteknir. Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Mest lesið Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Fleiri fréttir Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Sjá meira
Þá segir heilbrigðisráðuneytið 113 þúsund hafa særst. Engin leið er til að staðfesta fjölda látinna né særðra og þá hefur ráðuneytið ekki gefið upp hversu stórt hlutfall eru almennir borgarar og hversu stórt hlutfall eru bardagamenn Hamas. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknar sem voru birtar í heilbrigðistímaritinu Lancet í janúar er hins vegar talið að fjöldinn gæti verið allt að 40 prósent meiri en heilbrigðisráðuneytið hefur gefið út. Þá greindi Mannréttindaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna frá því í nóvember að nærri 70 prósent af staðfestum fórnarlömbum á undanförnum sex mánuðum hefðu verið börn og konur. Ísraelsher gerði í nótt loftárás á stærsta sjúkrahúsið á suðurhluta Gasa strandarinnar. Tveir eru sagðir hafa látist í árásinni, annar þeirra háttsettur Hamas-liði. Mikill eldur kom upp í byggingunni sem hýsti skurðstofur spítalans en AP fréttaveitan segir húsið hafa verið fullt af fólki eftir árásir síðustu daga. Ísraelar hafa þegar staðfest árásina og segja hana hafa beinst að Hamas-liðanum, sem var í meðferð á spítalanum. Ísrelar gefa lítið fyrir gagnrýni á árás á sjúkrastofnun og segja Hamas starfa í skjóli slíkra bygginga og innan um almenna borgara. Stríðrekstur Benjamin Netanjahús forsætisráðherra og ríkisstjórnar hans verður hins vegar æ óvinsælli heimafyrir og í gærkvöldi voru fjölmenn mótmæli fyrir utan skrifstofur forsætisráðherrans. Þrír voru handteknir.
Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Mest lesið Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Fleiri fréttir Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Sjá meira