Tekur við stöðu starfandi forseta á ný Atli Ísleifsson skrifar 24. mars 2025 07:59 Han Duck-soo er forsætisráðherra Suður-Kóreu og nú starfandi forseti. AP Stjórnlagadómstóll Suður-Kóreu hefur vísað frá ákærum til embættismissis á hendur forsætisráðherranum Han Duck-soo. Hann tekur því aftur við stöðunni sem starfandi forseti landsins. Han tók við skyldum forseta í desember síðastliðinn þegar forsetanum Yoon Suk Yeol var bolað úr embætti eftir að hann gerði tilraun til að koma á herlögum í landinu. Han entist þó bara í tvær vikur sem starfandi forseti áður en suður-kóreska þingið ákvað að ákæra hann sömuleiðis til embættismissis. Aðstoðarforsætisráðherrann Choi Sang-mok hefur sinnt skyldum forseta síðan. Ringulreið hefur einkennst suðurkóresk stjórnmál allt frá því að Yoon ákvað að koma á herlögum í landinu í desember. Í frétt BBC segir að fljótlega eftir að hafa tekið við skyldum forseta hafi Han stöðvað skipun nýrra dómara við stjórnlagadómstól landsins. Stjórnarandstaðan í landinu hafði vonast til að skipan dómaranna myndu auka líkurnar á að Yoon yrði ákærður til embættismissis. Þingið ákvað þá að ákæra Han til embættismissis. Ákvörðunar stjórnarlagadómstólsins, um hvort að Yoon verði ákærður, er enn beðið. Þingið ákærði hann um miðjan desember, en ákæran mun einungis ná fram að ganga hljóti hún blessunar stjórnlagadómstólsins. Ákveði stjórnlagadómstóllinn að vísa ákærunni frá mun Yoon taka við skyldum forseta á ný. Suður-Kórea Tengdar fréttir Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Yoon Suk Yeol, forseti Suður-Kóreu sem var handtekinn í lok janúar, var leystur úr haldi í dag. Forsetinn var settur af og ákærður eftir að hann reyndi að koma á herlögum í landinu í desember. Hann á þó enn dómsmál yfir höfði sér en ákvörðun um varðhald yfir honum var felld úr gildi á lagatæknilegum grundvelli. 8. mars 2025 19:18 Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Forseti Suður-Kóreu var handtekinn í nótt, eftir að lögregla hafði setið um hann í marga þar sem hann naut verndar öryggisvarða sinna. 15. janúar 2025 07:24 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Sjá meira
Han tók við skyldum forseta í desember síðastliðinn þegar forsetanum Yoon Suk Yeol var bolað úr embætti eftir að hann gerði tilraun til að koma á herlögum í landinu. Han entist þó bara í tvær vikur sem starfandi forseti áður en suður-kóreska þingið ákvað að ákæra hann sömuleiðis til embættismissis. Aðstoðarforsætisráðherrann Choi Sang-mok hefur sinnt skyldum forseta síðan. Ringulreið hefur einkennst suðurkóresk stjórnmál allt frá því að Yoon ákvað að koma á herlögum í landinu í desember. Í frétt BBC segir að fljótlega eftir að hafa tekið við skyldum forseta hafi Han stöðvað skipun nýrra dómara við stjórnlagadómstól landsins. Stjórnarandstaðan í landinu hafði vonast til að skipan dómaranna myndu auka líkurnar á að Yoon yrði ákærður til embættismissis. Þingið ákvað þá að ákæra Han til embættismissis. Ákvörðunar stjórnarlagadómstólsins, um hvort að Yoon verði ákærður, er enn beðið. Þingið ákærði hann um miðjan desember, en ákæran mun einungis ná fram að ganga hljóti hún blessunar stjórnlagadómstólsins. Ákveði stjórnlagadómstóllinn að vísa ákærunni frá mun Yoon taka við skyldum forseta á ný.
Suður-Kórea Tengdar fréttir Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Yoon Suk Yeol, forseti Suður-Kóreu sem var handtekinn í lok janúar, var leystur úr haldi í dag. Forsetinn var settur af og ákærður eftir að hann reyndi að koma á herlögum í landinu í desember. Hann á þó enn dómsmál yfir höfði sér en ákvörðun um varðhald yfir honum var felld úr gildi á lagatæknilegum grundvelli. 8. mars 2025 19:18 Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Forseti Suður-Kóreu var handtekinn í nótt, eftir að lögregla hafði setið um hann í marga þar sem hann naut verndar öryggisvarða sinna. 15. janúar 2025 07:24 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Sjá meira
Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Yoon Suk Yeol, forseti Suður-Kóreu sem var handtekinn í lok janúar, var leystur úr haldi í dag. Forsetinn var settur af og ákærður eftir að hann reyndi að koma á herlögum í landinu í desember. Hann á þó enn dómsmál yfir höfði sér en ákvörðun um varðhald yfir honum var felld úr gildi á lagatæknilegum grundvelli. 8. mars 2025 19:18
Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Forseti Suður-Kóreu var handtekinn í nótt, eftir að lögregla hafði setið um hann í marga þar sem hann naut verndar öryggisvarða sinna. 15. janúar 2025 07:24