Enn að hrauna yfir Heimi: Höfum allt nema góðan þjálfara Sindri Sverrisson skrifar 24. mars 2025 11:30 Heimir Hallgrímsson gaf ungum aðdáendum eiginhandaráritun fyrir leikinn við Búlgaríu í Dublin í gærkvöld. Ekki eru þó alveg allir jafnhrifnir af honum sem landsliðsþjálfara. Getty/Thomas Flinkow Á meðan Írar virðast flestir sammála um að Heimir Hallgrímsson sé á réttri leið með írska landsliðið, og geti mögulega barist um sæti á HM karla í Ameríku 2026, þá er einn þeirra þó alls ekki hrifinn af „íslenska tannlækninum“. Hinn 79 ára gamli Eamon Dunphy lætur gamminn geysa í pistlum sínum fyrir Irish Mirror. Heimir hafði rétt svo stýrt Írlandi í sínum fyrstu tveimur leikjum síðasta haust þegar Dunphy kallaði eftir því að hann yrði rekinn. Dunphy hefur svo haldið áfram að hnýta í Heimi í skrifum sínum í tengslum við leiki Írlands við Búlgaríu í umspili um sæti í B-deild Þjóðadeildarinnar. Írar unnu reyndar báða leikina 2-1 og einvígið því samtals 4-2 en það þarf meira til að hrífa Dunphy sem er fyrrverandi landsliðsmaður Írlands. „Við höfum allt til staðar til að gera virkilega gott lið, allt sem við þurfum núna er góður þjálfari,“ segir í fyrirsögn við nýjasta pistil Dunphys. „Írland er nálægt því að festa sig í sessi sem topplandslið. Hvers vegna þá að hafa tannlækni frá Íslandi við stjórnvölinn?“ segir í undirfyrirsögn. Segir forvera Heimis að þakka að leikmenn blómstri Írar hafa ekki komist á stórmót síðan Martin O'Neill stýrði þeim á EM 2016 og fátt gekk þeim í hag með arftaka hans við stjórnvölinn, fyrst Mick McCarthy og svo Stephen Kenny. Eftir að John O'Shea, sem nú aðstoðar Heimi, hafði stýrt Írlandi í millibilsástandi fyrri hluta síðasta árs tók Heimir svo við í fyrrasumar. Undir hans stjórn hefur Írland nú unnið fjóra leiki en tapað þremur og telja menn á borð við Kevin Kilbane að Írar gætu barist um HM-sæti með Heimi við stjórnvölinn. Dunphy segir Heimi aftur á móti einfaldlega vera að njóta ávaxtanna af því sem Stephen Kenny sáði með því að blóðga leikmenn sem nú blómstri. Heimir hafi hins vegar gert mistök í gær með því að láta of líka leikmenn Evan Ferguson og Troy Parrott, spila saman frammi. Það hafi gert að verkum að Írland var 1-0 undir í hálfleik í gær og að Heimir hefði átt að gera breytingar þá en sleppt því. Það væri ekki vegna Heimis sem Ferguson hefði jafnað metin í seinni hálfleiknum. Adam Idah skoraði svo sigurmarkið í gær, eftir að hafa fundað með Heimi um sína stöðu. Dunphy lýkur pistli sínum á að skrifa: „Þegar allt er tekið saman þá höfum við það sem þarf til að gera virkilega gott lið. Ég vildi óska þess að við hefðum mjög góðan þjálfara til að stýra þeim. Þannig er það ekki. Ekki enn.“ Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Sjá meira
Hinn 79 ára gamli Eamon Dunphy lætur gamminn geysa í pistlum sínum fyrir Irish Mirror. Heimir hafði rétt svo stýrt Írlandi í sínum fyrstu tveimur leikjum síðasta haust þegar Dunphy kallaði eftir því að hann yrði rekinn. Dunphy hefur svo haldið áfram að hnýta í Heimi í skrifum sínum í tengslum við leiki Írlands við Búlgaríu í umspili um sæti í B-deild Þjóðadeildarinnar. Írar unnu reyndar báða leikina 2-1 og einvígið því samtals 4-2 en það þarf meira til að hrífa Dunphy sem er fyrrverandi landsliðsmaður Írlands. „Við höfum allt til staðar til að gera virkilega gott lið, allt sem við þurfum núna er góður þjálfari,“ segir í fyrirsögn við nýjasta pistil Dunphys. „Írland er nálægt því að festa sig í sessi sem topplandslið. Hvers vegna þá að hafa tannlækni frá Íslandi við stjórnvölinn?“ segir í undirfyrirsögn. Segir forvera Heimis að þakka að leikmenn blómstri Írar hafa ekki komist á stórmót síðan Martin O'Neill stýrði þeim á EM 2016 og fátt gekk þeim í hag með arftaka hans við stjórnvölinn, fyrst Mick McCarthy og svo Stephen Kenny. Eftir að John O'Shea, sem nú aðstoðar Heimi, hafði stýrt Írlandi í millibilsástandi fyrri hluta síðasta árs tók Heimir svo við í fyrrasumar. Undir hans stjórn hefur Írland nú unnið fjóra leiki en tapað þremur og telja menn á borð við Kevin Kilbane að Írar gætu barist um HM-sæti með Heimi við stjórnvölinn. Dunphy segir Heimi aftur á móti einfaldlega vera að njóta ávaxtanna af því sem Stephen Kenny sáði með því að blóðga leikmenn sem nú blómstri. Heimir hafi hins vegar gert mistök í gær með því að láta of líka leikmenn Evan Ferguson og Troy Parrott, spila saman frammi. Það hafi gert að verkum að Írland var 1-0 undir í hálfleik í gær og að Heimir hefði átt að gera breytingar þá en sleppt því. Það væri ekki vegna Heimis sem Ferguson hefði jafnað metin í seinni hálfleiknum. Adam Idah skoraði svo sigurmarkið í gær, eftir að hafa fundað með Heimi um sína stöðu. Dunphy lýkur pistli sínum á að skrifa: „Þegar allt er tekið saman þá höfum við það sem þarf til að gera virkilega gott lið. Ég vildi óska þess að við hefðum mjög góðan þjálfara til að stýra þeim. Þannig er það ekki. Ekki enn.“
Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Sjá meira