Þetta kemur fram á Facebook-síðu Selfoss þar sem segir að strákarnir hafi að eigin frumkvæði selt harðfisk og svo lagt allan ágóðann inn á styrktarreikning Tómasar Freys. Þeir sendi Tómasi jafnframt baráttukveðjur.
Tómas hefur þurft að fara í erfiðar lyfjameðferðir eftir að hafa greinst með krabbamein og einnig þurfti hann að gangast undir erfiða aðgerð í Svíþjóð.
Liðsfélagar hans og vinir í 4. flokki HK skipulögðu viðburð í janúar til að sýna honum stuðning og safna fé en þá fór fram sérstakur styrktarleikur í Kórnum í Kópavogi.
Auk þess að skipuleggja viðburðinn til styrktar Tómasi Frey tóku HK-ingarnir allir upp á því að krúnuraka sig til að sýna honum frekari stuðning.