Stefna á að loka skólanum á næsta ári Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 24. mars 2025 20:53 Gunnar Guðbjörnsson er skólastjóri Söngskóla Sigurðar Demetz. Álfheiður Erla Guðmundsdóttir Söngskóla Sigurðar Demetz verður að öllu óbreyttu lokað haustið 2026. Kjarasamningar kennara og illa útfærður samningur við ríkið leiðir til mikilla rekstrarörðugleika innan skólans. Skólastjórinn hefur sjálfur þurft að taka persónulegt lán til að sjá fyrir rekstrinum. „Söngskóli Sigurðar Demetz gerir ráð fyrir því að loka haustið 2026,“ stendur í bréfi Gunnar Guðbjörnssonar, skólastjóra skólans, til nýs mennta- og barnamálaráðherra. Skólinn er einn tveggja söngskóla í Reykjavíkurborg og hefur verið starfandi frá árinu 1995. Hann heitir í höfuðið á Sigurði Demetz sem var verndari skólans sem lést árið 2006. Gunnar, skólastjóri söngskólans, hefur starfað lengi innan skólans sem aðstoðarmaður, aðstoðarskólastjóri og nú skólastjóri. Útlitið hafi ekki verið jafn svart og nú. Tók persónulegt lán til að eiga fyrir rekstrinum Árið 2010 hætti Reykjavíkurborg að greiða fyrir tónlistarnám á efri stigum en ólíkt flestum tónlistarskólum eru lang flestir nemendur söngskóla á efri stigum. Það sé vegna þess að nemendur hefji nám í söng mun seinna á ævinni á meðan börn byrja yfirleitt ung að læra á hljóðfæri. Árið 2011 var gert samkomulag um eflingu tónlistarnáms, sem að sögn Gunnars hafi einungis verið viðbrögð Katrínar Jakobsdóttur, þáverandi mennta- og menningarmálaráðherra við því að klára ætti byggingu Hörpu. Samkomulagið hafi verið gert í hraði og síðar meir valdið miklu erfiðleikum. „Við lendum í því að sjötíu prósent af okkar rekstri eru í þessu samkomulagi,“ segir Gunnar í samtali við fréttastofu. Sýningin Oklahoma var sett upp af söngleikjadeild skólans.Gunnar Freyr Steinsson Árið 2020 voru síðan gerðir lífskjarasamningar við tónlistarkennara. „Þeir fóru að bíta í árið 2021. Þá var staðan svo alvarleg og náði ekki að skera niður nema hluta af tapinu,“ sagði Gunnar. „Ég endaði með fimm til sex milljóna króna tap í lok skólaárs og þurfti að taka persónulegt lífeyrissjóðslán til að eiga fyrir rekstrinum og lét svo skólann borga mér það til baka en við erum ekki enn búin að greiða það niður.“ Árið 2021 hafi hækkunin eftir lífskjarasamningana numið um ellefu prósentum. Eftir kjarasamninga sem náðust í nú febrúar nemur hækkunin um tuttugu prósentum að sögn Gunnars. Nú er hann einnig að greiða starfsfólki sínu afturvirkar launagreiðslur frá 2024. „Ég er ekki að fara taka annað lífeyrissjóðslán því skólinn er enn að greiða mér til baka fyrir hitt lánið.“ Eina lausnin að skera niður nemendafjölda Eina lausnin fyrir komandi skólaár sé að skera niður nemendafjöldan skólans um 25 prósent til að eiga fyrir tíu milljóna króna tapi sem skapast vegna launahækkana. „Ég get ekki hækkað skólagjöldin neitt meira því þau eru komin að þeim þolmörkum sem hægt er að selja nám á og þá förum við í einhvers konar niðurskurð á nemendum. Þegar niðurskurður verður á nemendum verðum við að gera ráð fyrir að skólatekjurnar lækka líka. Skólinn skreppur saman um jafnvel þrjátíu prósent,“ segir Gunnar. Í skólanum er söngleikjadeild.Gunnar Freyr Steinsson Við það að skera niður nemendafjöldann kenna kennarar skólans þar af leiðandi færri stundir þar sem að allir nemendur eru í einkatímum. Við það verður þjónustusamningur við skólann skorinn niður þar sem færri tímar voru kenndir. Þess vegna þurfi að skera enn frekar niður árið á eftir. „Þá er eiginlega ekki hægt að reka skólann. Rekstrareiningin er orðin of lítil svo það verður bara að loka skólanum.“ Gervikauphækkanir valdi atvinnuleysi „Það var auðvitað gleðiefni að kennarar okkar fengju kjarabætur en svo virðist að þær séu gervikauphækkanir sem verða svo teknar af þeim með lækkuðum starfshlutföllum í haust. Svo munu þessar sömu kauphækkanir valda því að þau missa vinnuna haustið eftir það. Napurlegt er það,“ skrifar Gunnar. „Á sama tíma og allt þetta er að gerast er verið að tala um að stofna Þjóðaróperu. Maður skilur ekki alveg samhengið, það er vinsælt að segja hljóð og myndi fari ekki saman en þarna er það að raungerast,“ segir hann. Tónlistarnám Skóla- og menntamál Tónlist Reykjavík Tengdar fréttir Kvikmyndaskóli Íslands er gjaldþrota Rekstrarfélag Kvikmyndaskóla Íslands er farið í gjaldþrotameðferð. Þetta kemur fram í tölvupósti Hlínar Jóhannesdóttur rektors til starfsfólks og kennara í morgun. Hún biðlar til starfsfólks að halda starfsemi gangandi þótt margir eigi inni laun hjá félaginu. 24. mars 2025 11:07 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Fjórir særðir eftir árás við bænahús gyðinga í Manchester Erlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Fleiri fréttir Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Sjá meira
„Söngskóli Sigurðar Demetz gerir ráð fyrir því að loka haustið 2026,“ stendur í bréfi Gunnar Guðbjörnssonar, skólastjóra skólans, til nýs mennta- og barnamálaráðherra. Skólinn er einn tveggja söngskóla í Reykjavíkurborg og hefur verið starfandi frá árinu 1995. Hann heitir í höfuðið á Sigurði Demetz sem var verndari skólans sem lést árið 2006. Gunnar, skólastjóri söngskólans, hefur starfað lengi innan skólans sem aðstoðarmaður, aðstoðarskólastjóri og nú skólastjóri. Útlitið hafi ekki verið jafn svart og nú. Tók persónulegt lán til að eiga fyrir rekstrinum Árið 2010 hætti Reykjavíkurborg að greiða fyrir tónlistarnám á efri stigum en ólíkt flestum tónlistarskólum eru lang flestir nemendur söngskóla á efri stigum. Það sé vegna þess að nemendur hefji nám í söng mun seinna á ævinni á meðan börn byrja yfirleitt ung að læra á hljóðfæri. Árið 2011 var gert samkomulag um eflingu tónlistarnáms, sem að sögn Gunnars hafi einungis verið viðbrögð Katrínar Jakobsdóttur, þáverandi mennta- og menningarmálaráðherra við því að klára ætti byggingu Hörpu. Samkomulagið hafi verið gert í hraði og síðar meir valdið miklu erfiðleikum. „Við lendum í því að sjötíu prósent af okkar rekstri eru í þessu samkomulagi,“ segir Gunnar í samtali við fréttastofu. Sýningin Oklahoma var sett upp af söngleikjadeild skólans.Gunnar Freyr Steinsson Árið 2020 voru síðan gerðir lífskjarasamningar við tónlistarkennara. „Þeir fóru að bíta í árið 2021. Þá var staðan svo alvarleg og náði ekki að skera niður nema hluta af tapinu,“ sagði Gunnar. „Ég endaði með fimm til sex milljóna króna tap í lok skólaárs og þurfti að taka persónulegt lífeyrissjóðslán til að eiga fyrir rekstrinum og lét svo skólann borga mér það til baka en við erum ekki enn búin að greiða það niður.“ Árið 2021 hafi hækkunin eftir lífskjarasamningana numið um ellefu prósentum. Eftir kjarasamninga sem náðust í nú febrúar nemur hækkunin um tuttugu prósentum að sögn Gunnars. Nú er hann einnig að greiða starfsfólki sínu afturvirkar launagreiðslur frá 2024. „Ég er ekki að fara taka annað lífeyrissjóðslán því skólinn er enn að greiða mér til baka fyrir hitt lánið.“ Eina lausnin að skera niður nemendafjölda Eina lausnin fyrir komandi skólaár sé að skera niður nemendafjöldan skólans um 25 prósent til að eiga fyrir tíu milljóna króna tapi sem skapast vegna launahækkana. „Ég get ekki hækkað skólagjöldin neitt meira því þau eru komin að þeim þolmörkum sem hægt er að selja nám á og þá förum við í einhvers konar niðurskurð á nemendum. Þegar niðurskurður verður á nemendum verðum við að gera ráð fyrir að skólatekjurnar lækka líka. Skólinn skreppur saman um jafnvel þrjátíu prósent,“ segir Gunnar. Í skólanum er söngleikjadeild.Gunnar Freyr Steinsson Við það að skera niður nemendafjöldann kenna kennarar skólans þar af leiðandi færri stundir þar sem að allir nemendur eru í einkatímum. Við það verður þjónustusamningur við skólann skorinn niður þar sem færri tímar voru kenndir. Þess vegna þurfi að skera enn frekar niður árið á eftir. „Þá er eiginlega ekki hægt að reka skólann. Rekstrareiningin er orðin of lítil svo það verður bara að loka skólanum.“ Gervikauphækkanir valdi atvinnuleysi „Það var auðvitað gleðiefni að kennarar okkar fengju kjarabætur en svo virðist að þær séu gervikauphækkanir sem verða svo teknar af þeim með lækkuðum starfshlutföllum í haust. Svo munu þessar sömu kauphækkanir valda því að þau missa vinnuna haustið eftir það. Napurlegt er það,“ skrifar Gunnar. „Á sama tíma og allt þetta er að gerast er verið að tala um að stofna Þjóðaróperu. Maður skilur ekki alveg samhengið, það er vinsælt að segja hljóð og myndi fari ekki saman en þarna er það að raungerast,“ segir hann.
Tónlistarnám Skóla- og menntamál Tónlist Reykjavík Tengdar fréttir Kvikmyndaskóli Íslands er gjaldþrota Rekstrarfélag Kvikmyndaskóla Íslands er farið í gjaldþrotameðferð. Þetta kemur fram í tölvupósti Hlínar Jóhannesdóttur rektors til starfsfólks og kennara í morgun. Hún biðlar til starfsfólks að halda starfsemi gangandi þótt margir eigi inni laun hjá félaginu. 24. mars 2025 11:07 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Fjórir særðir eftir árás við bænahús gyðinga í Manchester Erlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Fleiri fréttir Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Sjá meira
Kvikmyndaskóli Íslands er gjaldþrota Rekstrarfélag Kvikmyndaskóla Íslands er farið í gjaldþrotameðferð. Þetta kemur fram í tölvupósti Hlínar Jóhannesdóttur rektors til starfsfólks og kennara í morgun. Hún biðlar til starfsfólks að halda starfsemi gangandi þótt margir eigi inni laun hjá félaginu. 24. mars 2025 11:07