Magnús Karl er okkar rektor Tinna Laufey Ásgeirsdóttir og Árni Kristjánsson skrifa 24. mars 2025 21:01 Á næstu dögum ganga um 17 þúsund nemendur og starfsfólk Háskóla Íslands að kjörborðinu og kjósa nýjan rektor í annarri umferð rektorskosninga þar sem nú er valið á milli tveggja öflugra frambjóðenda. Magnús Karl Magnússon hefur að okkar mati afar skýrar og raunhæfar hugmyndir um framþróun Háskóla Íslands, og ekki síst um hlutverk hans sem flaggskips vísinda og menningar þjóðarinnar. Hann hefur líka sýnt í kosningabaráttu sinni að hann getur og ætlar sér að gera þær að veruleika. Háskóli Íslands er háskóli okkar allra. Þar er stundað nám á yfir 400 námsleiðum og um leið er hann miðstöð vísinda og fræðastarfs sem nýtist á öllum sviðum samfélagsins. Háskólinn er nauðsynleg forsenda hagsældar og velferðar á Íslandi, stendur vörð um menningararf landsins og þegar hætta steðjar að – t.d. við eldgos, efnahagshrun og heimsfarsóttir – verðum við áþreifanlega vör við mikilvægi skólans. Magnús Karl hefur skýra og samþætta sýn á vísindalega og samfélagslega ábyrgð háskólans. Hann skilur og hefur burði til að koma sjónarmiðum háskólans rækilega að við ákvarðanir stjórnvalda um háskólasamfélagið. Hann skilur líka hvernig auka þarf vitund samfélagsins um mikilvægi vísinda og menntunar. Á 21. öldinni hefur Háskóli Íslands orðið öflugur alþjóðlegur rannsóknarháskóli þrátt fyrir að sú þróun hafi verið hægari en æskilegt er vegna skorts á fjármagni frá hinu opinbera. Fjármögnun íslenska háskólakerfisins er langt undir sambærilegum framlögum á Norðurlöndunum og það sama gildir um framlög í samkeppnissjóði á sviðum grunnvísinda. Aukin framlög eru nauðsynleg forsenda þess að Háskóli Íslands nái alþjóðlegum viðmiðum um vísinda- og fræðastarf og þjóni íslensku samfélagi sem best. Magnús Karl hefur í meira en 20 ár verið ötull talsmaður betri fjármögnunar háskólakerfisins og samkeppnissjóða – og hefur skýra stefnu um hvernig hann muni halda því áfram sem rektor skólans. Einnig hefur Magnús Karl sett mannauðsmál Háskólans á oddinn. Hann vill efla Menntasjóð námsmanna svo nemendur geti helgað sig náminu án þess að stunda vinnu, sem iðulega kemur niður á námsárangri þeirra. Hann vill berjast fyrir samkeppnishæfum launum, góðu starfsumhverfi og starfsþróun starfsfólks skólans. Þessi mikilvægu stefnuatriði eru sannarlega háð auknu fjármagni til Háskólans – og í þeirri baráttu hefur Magnús Karl skýra sýn. Af þessum ástæðum fær Magnús Karl okkar atkvæði í rektorskjörinu. Tinna Laufey Ásgeirsdóttir, prófessor við Hagfræðideild HÍ. Árni Kristjánsson, prófessor við Sálfræðideild HÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Skoðun Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Á næstu dögum ganga um 17 þúsund nemendur og starfsfólk Háskóla Íslands að kjörborðinu og kjósa nýjan rektor í annarri umferð rektorskosninga þar sem nú er valið á milli tveggja öflugra frambjóðenda. Magnús Karl Magnússon hefur að okkar mati afar skýrar og raunhæfar hugmyndir um framþróun Háskóla Íslands, og ekki síst um hlutverk hans sem flaggskips vísinda og menningar þjóðarinnar. Hann hefur líka sýnt í kosningabaráttu sinni að hann getur og ætlar sér að gera þær að veruleika. Háskóli Íslands er háskóli okkar allra. Þar er stundað nám á yfir 400 námsleiðum og um leið er hann miðstöð vísinda og fræðastarfs sem nýtist á öllum sviðum samfélagsins. Háskólinn er nauðsynleg forsenda hagsældar og velferðar á Íslandi, stendur vörð um menningararf landsins og þegar hætta steðjar að – t.d. við eldgos, efnahagshrun og heimsfarsóttir – verðum við áþreifanlega vör við mikilvægi skólans. Magnús Karl hefur skýra og samþætta sýn á vísindalega og samfélagslega ábyrgð háskólans. Hann skilur og hefur burði til að koma sjónarmiðum háskólans rækilega að við ákvarðanir stjórnvalda um háskólasamfélagið. Hann skilur líka hvernig auka þarf vitund samfélagsins um mikilvægi vísinda og menntunar. Á 21. öldinni hefur Háskóli Íslands orðið öflugur alþjóðlegur rannsóknarháskóli þrátt fyrir að sú þróun hafi verið hægari en æskilegt er vegna skorts á fjármagni frá hinu opinbera. Fjármögnun íslenska háskólakerfisins er langt undir sambærilegum framlögum á Norðurlöndunum og það sama gildir um framlög í samkeppnissjóði á sviðum grunnvísinda. Aukin framlög eru nauðsynleg forsenda þess að Háskóli Íslands nái alþjóðlegum viðmiðum um vísinda- og fræðastarf og þjóni íslensku samfélagi sem best. Magnús Karl hefur í meira en 20 ár verið ötull talsmaður betri fjármögnunar háskólakerfisins og samkeppnissjóða – og hefur skýra stefnu um hvernig hann muni halda því áfram sem rektor skólans. Einnig hefur Magnús Karl sett mannauðsmál Háskólans á oddinn. Hann vill efla Menntasjóð námsmanna svo nemendur geti helgað sig náminu án þess að stunda vinnu, sem iðulega kemur niður á námsárangri þeirra. Hann vill berjast fyrir samkeppnishæfum launum, góðu starfsumhverfi og starfsþróun starfsfólks skólans. Þessi mikilvægu stefnuatriði eru sannarlega háð auknu fjármagni til Háskólans – og í þeirri baráttu hefur Magnús Karl skýra sýn. Af þessum ástæðum fær Magnús Karl okkar atkvæði í rektorskjörinu. Tinna Laufey Ásgeirsdóttir, prófessor við Hagfræðideild HÍ. Árni Kristjánsson, prófessor við Sálfræðideild HÍ.
Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun