Sjáðu Gaza Arnar Eggert Thoroddsen skrifar 25. mars 2025 08:31 Hörmungarnar í Gaza eru linnulausar. Ekkert sem ég geri hér á ritvellinum mun breyta því. Eða hvað? Ég held að hvert gramm sem lagt er á vogarskálar þeirra mannréttindabrota og stríðsódæða sem nú standa yfir fyrir botni Miðjarðarhafs skipti máli. Að sjá Gasa, sjá samfélagið, sjá það sem er raunverulega að gerast þarna skiptir máli. Það hlýtur að skipta máli og verður að skipta máli. Ekki er hægt að tala um stríð á Gaza eða í Palestínu. Þar er í gangi eitthvað sem Amnesty á Íslandi kallar „hópmorð“ sem virðist viss léttun á orðinu þjóðarmorð, líklega af lagabókalegum ástæðum. Í mörgum textum hafa þessi tvö orð þó sömu merkingu. Ef það kvakar eins og önd, vappar eins og önd, hefur fjaðrir og fit eins og önd þá er það önd. Staðan þarna er skelfileg og það sem verra er, það sem í gangi er blasir við öllum þeim sem vilja sjá, vita og skilja. Framganga ísraelska hersins gagnvart saklausu fólki í Gaza er sú sama og verknaðir af þessum toga hafa verið í gegnum aldanna rás. Skipulögð útrýming er það, studd með ráðum og dáð af öflugasta herveldi heims. Ég vil af þessu tilefni vekja athygli á viðburði sem hið nýstofnaða Félagsfræðibíó stendur fyrir, sem er sérstök umræðusýning á myndinni No Other Land, sem fara mun fram mánudaginn 31. mars í Bíó Paradís. Kvikmyndin er gerð af palestínsk-ísraelskum hópi og fjallar um yfirtöku ísraelskra hermanna á Masafer Yatta á Vesturbakkanum og bandalagið sem myndast á milli palestínska aðgerðasinnans Basel og ísraelska blaðamannsins Yuval. No Other Land var frumsýnd á Berlinale-kvikmyndahátíðinni 2024 og hlaut verðlaun sem besta heimildarmyndin. Síðan hefur hún ferðast víða og hlaut Óskarsverðlaunin 2025 sem besta heimildamyndin. Félagsfræðibíóið var stofnsett m.a. til að skapa vettvang fyrir samtal um samfélagið með aðstoð kvikmynda þar sem þær geta verið „merkingarbær spegill á samfélagið og þannig nýst til að greina samfélagið, vekja upp spurningar og umræðu um þróun þess og setja brýn málefni þess á oddinn“ eins og segir í frétt um klúbbinn. Úr viðburðatexta fyrir sýninguna segir m.a.: „Fyrir myndina mun Magnús Þorkell Bernharðsson, sérfræðingur um Mið-Austurlönd - og höfundar bókar með sama nafni - flytja stutt erindi sem tengist sögusviði myndarinnar. Að lokinni sýningu eru gestir hvattir til að staldra við og ræða myndina og heimsmálin í góðum félagsskap fólks sem hefur áhuga á að greina lífið og tilveruna með aðstoð kvikmyndarinnar. “ Sjáðu Gaza. Sjáðu samfélagið. Taktu þetta allt inn. Hvert örstutt spor í þessum efnum er á einhvern hátt auðnuspor. Hvert andartak sem þú tefur við örlög íbúanna á Gaza með hjartað opið upp á gátt skiptir öllu máli. Höfundur er félags- og tónlistarfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arnar Eggert Thoroddsen Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Sjá meira
Hörmungarnar í Gaza eru linnulausar. Ekkert sem ég geri hér á ritvellinum mun breyta því. Eða hvað? Ég held að hvert gramm sem lagt er á vogarskálar þeirra mannréttindabrota og stríðsódæða sem nú standa yfir fyrir botni Miðjarðarhafs skipti máli. Að sjá Gasa, sjá samfélagið, sjá það sem er raunverulega að gerast þarna skiptir máli. Það hlýtur að skipta máli og verður að skipta máli. Ekki er hægt að tala um stríð á Gaza eða í Palestínu. Þar er í gangi eitthvað sem Amnesty á Íslandi kallar „hópmorð“ sem virðist viss léttun á orðinu þjóðarmorð, líklega af lagabókalegum ástæðum. Í mörgum textum hafa þessi tvö orð þó sömu merkingu. Ef það kvakar eins og önd, vappar eins og önd, hefur fjaðrir og fit eins og önd þá er það önd. Staðan þarna er skelfileg og það sem verra er, það sem í gangi er blasir við öllum þeim sem vilja sjá, vita og skilja. Framganga ísraelska hersins gagnvart saklausu fólki í Gaza er sú sama og verknaðir af þessum toga hafa verið í gegnum aldanna rás. Skipulögð útrýming er það, studd með ráðum og dáð af öflugasta herveldi heims. Ég vil af þessu tilefni vekja athygli á viðburði sem hið nýstofnaða Félagsfræðibíó stendur fyrir, sem er sérstök umræðusýning á myndinni No Other Land, sem fara mun fram mánudaginn 31. mars í Bíó Paradís. Kvikmyndin er gerð af palestínsk-ísraelskum hópi og fjallar um yfirtöku ísraelskra hermanna á Masafer Yatta á Vesturbakkanum og bandalagið sem myndast á milli palestínska aðgerðasinnans Basel og ísraelska blaðamannsins Yuval. No Other Land var frumsýnd á Berlinale-kvikmyndahátíðinni 2024 og hlaut verðlaun sem besta heimildarmyndin. Síðan hefur hún ferðast víða og hlaut Óskarsverðlaunin 2025 sem besta heimildamyndin. Félagsfræðibíóið var stofnsett m.a. til að skapa vettvang fyrir samtal um samfélagið með aðstoð kvikmynda þar sem þær geta verið „merkingarbær spegill á samfélagið og þannig nýst til að greina samfélagið, vekja upp spurningar og umræðu um þróun þess og setja brýn málefni þess á oddinn“ eins og segir í frétt um klúbbinn. Úr viðburðatexta fyrir sýninguna segir m.a.: „Fyrir myndina mun Magnús Þorkell Bernharðsson, sérfræðingur um Mið-Austurlönd - og höfundar bókar með sama nafni - flytja stutt erindi sem tengist sögusviði myndarinnar. Að lokinni sýningu eru gestir hvattir til að staldra við og ræða myndina og heimsmálin í góðum félagsskap fólks sem hefur áhuga á að greina lífið og tilveruna með aðstoð kvikmyndarinnar. “ Sjáðu Gaza. Sjáðu samfélagið. Taktu þetta allt inn. Hvert örstutt spor í þessum efnum er á einhvern hátt auðnuspor. Hvert andartak sem þú tefur við örlög íbúanna á Gaza með hjartað opið upp á gátt skiptir öllu máli. Höfundur er félags- og tónlistarfræðingur.
Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun