„Aron í svona stóru hlutverki, það er búið“ Stefán Árni Pálsson skrifar 25. mars 2025 10:32 Albert Brynjar gagnrýnir val Arnar Gunnlaugssonar á landsliðshópnum fyrir síðasta verkefni. Sérfræðingur Stöðvar 2 Sports Albert Brynjar Ingason segir að ferill nýráðins landsliðsþjálfara fari illa af stað og að hann þurfi núna að læra hratt. Ísland er fallið niður í C-deild Þjóðadeildarinnar eftir samanlagt 5-2 tap gegn Kósovó í tveggja leikja einvígi. Um var að ræða fyrstu tvo landsleikina undir stjórn Arnars Gunnlaugssonar. „Leikurinn byrjaði vel og við komumst strax yfir. En um leið og Kósovar komust í sitt skipulag náðu þeir öllum tökum á leiknum,“ segir Albert. Athygli vakti í leiknum í Murcia á sunnudaginn að Ísak Bergmann Jóhannesson og Stefán Teitur Þórðarson léku báðir ekki í sinni náttúrulegu stöðu, í vinstri bakverði og í hjarta varnarinnar. „Stefán Teitur sem er vanur að spila stöðu miðjumanns eða upp yngri flokkanna sem miðherji, að vera settur í tveggja hafsenta kerfi er gríðarlega krefjandi. Síðan ert þú með miðjumann þarna líka vinstra megin svo að tveir af fjórum eru ekki varnarmenn. Síðan það stóra í þessu þegar Valgeir [Lundal] meiðist þá kemur Bjarki Steinn [Bjarkason] inn í hægri bakvörðinn og hann er í grunninn kantari og spilar vængbakvarðarstöðu. Þannig að þrír af öftustu fjórum eru ekki varnarmenn, ekki þeirra náttúrulega staða.“ Viljum Arnar hvernig hann endaði með Víkinga Albert segir að nálgun Arnars Gunnlaugssonar í leiknum hafi að vissu leyti verið barnaleg. „Það er mikið talað um fyrstu tvö árin hjá Arnari með Víkingum. Við viljum fá Arnar hvernig hann endaði hjá Víkingum. Hans nálgun þar. Ekki upphafið. Ég held við getum líka horft á hópinn sem hann velur. Hann skilur til dæmis eftir Hjört Hermannsson sem er á besta aldri að spila níutíu mínútur með sínu félagsliði. Hann hefur verið að spila vel með landsliðinu þegar hann hefur fengið kallið. Hann talaði mikið um það þegar hann var ráðinn að fá inn þessa gömlu karla aftur. Ég held að hann þurfi að horfa núna í það að mögulega er kominn tími á nýja leikmenn, eins og Hlynur Freyr [Karlsson] og þessir strákar í U-21, og leikmaður eins og Hjörtur.“ Á Stöð 2 Sport á sunnudagskvöldið talaði Lárus Orri Sigurðsson um að mögulega væri kominn tími á leikmennina sem fóru með Ísland á tvö stórmót. „Ég var sammála ræðunni hjá Lárusi Orra og mér fannst hún góð. Auðvitað fyrir þetta verkefni með Aron Einar [Gunnarsson] hefðu flestir tippað að hann myndi spila kannski annan leikinn. Arnar var ekki að búast við því að þurfa kalla á hann inn í seinni leikinn. Sem kemur aftur inn á það með hópinn að hann velur allt of fáa varnarmenn. En hann þarf að kalla hann inn á því að Stefáns Teits tilraunin gekk ekki. Aron í svona stóru hlutverki, það er búið. Ég er ekki að segja að mér finnist hans landsliðsferill búinn. En að hann sé lykilmaður og spili 90 mínútur og kallaður inn af bekknum í næsta leik, við getum ekki verið að treysta það mikið á hann.“ Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Chelsea - Wolves | Vantar stig og stjóra Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Sjá meira
Ísland er fallið niður í C-deild Þjóðadeildarinnar eftir samanlagt 5-2 tap gegn Kósovó í tveggja leikja einvígi. Um var að ræða fyrstu tvo landsleikina undir stjórn Arnars Gunnlaugssonar. „Leikurinn byrjaði vel og við komumst strax yfir. En um leið og Kósovar komust í sitt skipulag náðu þeir öllum tökum á leiknum,“ segir Albert. Athygli vakti í leiknum í Murcia á sunnudaginn að Ísak Bergmann Jóhannesson og Stefán Teitur Þórðarson léku báðir ekki í sinni náttúrulegu stöðu, í vinstri bakverði og í hjarta varnarinnar. „Stefán Teitur sem er vanur að spila stöðu miðjumanns eða upp yngri flokkanna sem miðherji, að vera settur í tveggja hafsenta kerfi er gríðarlega krefjandi. Síðan ert þú með miðjumann þarna líka vinstra megin svo að tveir af fjórum eru ekki varnarmenn. Síðan það stóra í þessu þegar Valgeir [Lundal] meiðist þá kemur Bjarki Steinn [Bjarkason] inn í hægri bakvörðinn og hann er í grunninn kantari og spilar vængbakvarðarstöðu. Þannig að þrír af öftustu fjórum eru ekki varnarmenn, ekki þeirra náttúrulega staða.“ Viljum Arnar hvernig hann endaði með Víkinga Albert segir að nálgun Arnars Gunnlaugssonar í leiknum hafi að vissu leyti verið barnaleg. „Það er mikið talað um fyrstu tvö árin hjá Arnari með Víkingum. Við viljum fá Arnar hvernig hann endaði hjá Víkingum. Hans nálgun þar. Ekki upphafið. Ég held við getum líka horft á hópinn sem hann velur. Hann skilur til dæmis eftir Hjört Hermannsson sem er á besta aldri að spila níutíu mínútur með sínu félagsliði. Hann hefur verið að spila vel með landsliðinu þegar hann hefur fengið kallið. Hann talaði mikið um það þegar hann var ráðinn að fá inn þessa gömlu karla aftur. Ég held að hann þurfi að horfa núna í það að mögulega er kominn tími á nýja leikmenn, eins og Hlynur Freyr [Karlsson] og þessir strákar í U-21, og leikmaður eins og Hjörtur.“ Á Stöð 2 Sport á sunnudagskvöldið talaði Lárus Orri Sigurðsson um að mögulega væri kominn tími á leikmennina sem fóru með Ísland á tvö stórmót. „Ég var sammála ræðunni hjá Lárusi Orra og mér fannst hún góð. Auðvitað fyrir þetta verkefni með Aron Einar [Gunnarsson] hefðu flestir tippað að hann myndi spila kannski annan leikinn. Arnar var ekki að búast við því að þurfa kalla á hann inn í seinni leikinn. Sem kemur aftur inn á það með hópinn að hann velur allt of fáa varnarmenn. En hann þarf að kalla hann inn á því að Stefáns Teits tilraunin gekk ekki. Aron í svona stóru hlutverki, það er búið. Ég er ekki að segja að mér finnist hans landsliðsferill búinn. En að hann sé lykilmaður og spili 90 mínútur og kallaður inn af bekknum í næsta leik, við getum ekki verið að treysta það mikið á hann.“
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Chelsea - Wolves | Vantar stig og stjóra Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Sjá meira