Kjósum Silju Báru fyrir nemendur HÍ Sóllilja Bjarnadóttir skrifar 25. mars 2025 12:32 Háskóli Íslands stendur frammi fyrir stórum áskorunum sem kalla á rektor með skýra framtíðarsýn og djúpan skilning á háskólasamfélaginu. Ég tel Silju Báru vera þá manneskju sem skólinn þarf. Hún hefur sýnt í verki að hún hlustar á nemendur og starfsfólk og leggur sig fram við að skilja og bregðast við áskorunum þeirra. Í þessari kosningabaráttu var hún eini frambjóðandinn sem bað sérstaklega um fund með doktorsnemum á félagsvísindasviði og tók sér tíma til að hlusta á okkur. Við náðum að segja henni hvað okkur finnst ábótavant og hvaða hugmyndir við erum með til að bæta háskólasamfélagið. Það sem kom mér mest á óvart var að hún nefndi margt sem þarf að laga innan akademíunnar þegar kemur að doktorsnemum áður en við doktorsnemarnir sjálfir náðum að nefna það, t.d. hvernig doktorsnemar hafa ekki veikindarétt og hversu mikill skortur er á styrkjum fyrir doktorsnema innan HÍ. Þetta undirstrikaði enn frekar hversu vel hún fylgist með og veit hvar úrbóta er þörf. Við nemendur innan HÍ langar mig að segja þetta: Þið kannski áttið ykkur ekki á því en ykkar atkvæði skiptir máli! Silja Bára er þekkt fyrir að vera frábær kennari sem veitir nemendum sínum athygli og tíma. Hún leggur sérstaka áherslu á að þróa nútímalegar kennsluaðferðir en það er gríðarlega mikilvægt bæði í kennsluháttum og námsmati. Þó tilkoma gervigreindar sé aðkallandi áskorun fyrir menntakerfið liggja einnig tækifæri þar. Nemendur eiga skilið rektor sem lætur sér annt um þeirra framtíð og metur mikilvægi þess að kennslan þróist í takt við nýjar áskoranir. Samkeppnishæfur háskóli er grundvöllur þess að við getum byggt upp öflugt þekkingarsamfélag. Næsti rektor mun standa frammi fyrir öðruvísi áskorunum en aðrir rektorar hafa áður þurft að takast á við. Engum treysti ég betur en Silju Báru fyrir því. Til hamingju háskólasamfélagið ef Silja verður rektor — munum að kjósa inn á Uglunni 26.-27. mars! Höfundur er doktorsnemi í félagsfræði, stundakennari og forseti Seiglu, félags doktorsnema á Félagsvísindasviði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Háskóli Íslands stendur frammi fyrir stórum áskorunum sem kalla á rektor með skýra framtíðarsýn og djúpan skilning á háskólasamfélaginu. Ég tel Silju Báru vera þá manneskju sem skólinn þarf. Hún hefur sýnt í verki að hún hlustar á nemendur og starfsfólk og leggur sig fram við að skilja og bregðast við áskorunum þeirra. Í þessari kosningabaráttu var hún eini frambjóðandinn sem bað sérstaklega um fund með doktorsnemum á félagsvísindasviði og tók sér tíma til að hlusta á okkur. Við náðum að segja henni hvað okkur finnst ábótavant og hvaða hugmyndir við erum með til að bæta háskólasamfélagið. Það sem kom mér mest á óvart var að hún nefndi margt sem þarf að laga innan akademíunnar þegar kemur að doktorsnemum áður en við doktorsnemarnir sjálfir náðum að nefna það, t.d. hvernig doktorsnemar hafa ekki veikindarétt og hversu mikill skortur er á styrkjum fyrir doktorsnema innan HÍ. Þetta undirstrikaði enn frekar hversu vel hún fylgist með og veit hvar úrbóta er þörf. Við nemendur innan HÍ langar mig að segja þetta: Þið kannski áttið ykkur ekki á því en ykkar atkvæði skiptir máli! Silja Bára er þekkt fyrir að vera frábær kennari sem veitir nemendum sínum athygli og tíma. Hún leggur sérstaka áherslu á að þróa nútímalegar kennsluaðferðir en það er gríðarlega mikilvægt bæði í kennsluháttum og námsmati. Þó tilkoma gervigreindar sé aðkallandi áskorun fyrir menntakerfið liggja einnig tækifæri þar. Nemendur eiga skilið rektor sem lætur sér annt um þeirra framtíð og metur mikilvægi þess að kennslan þróist í takt við nýjar áskoranir. Samkeppnishæfur háskóli er grundvöllur þess að við getum byggt upp öflugt þekkingarsamfélag. Næsti rektor mun standa frammi fyrir öðruvísi áskorunum en aðrir rektorar hafa áður þurft að takast á við. Engum treysti ég betur en Silju Báru fyrir því. Til hamingju háskólasamfélagið ef Silja verður rektor — munum að kjósa inn á Uglunni 26.-27. mars! Höfundur er doktorsnemi í félagsfræði, stundakennari og forseti Seiglu, félags doktorsnema á Félagsvísindasviði.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun