Eygló í þyngri flokki en samt best allra Sindri Sverrisson skrifar 25. mars 2025 12:46 Íslenski hópurinn rakaði til sín verðlaunum á Smáþjóðamótinu í lyftingum á Möltu. LSÍ Þrátt fyrir að vera í miðjum undirbúningi fyrir EM, og geta því ekki keppt í sínum þyngdarflokki, þá vann Eygló Fanndal Sturludóttir sigur á Smáþjóðamótinu í ólympískum lyftingum á Möltu um helgina. Ísland vann liðakeppnina í þriðja sinn í röð. Ísland vann einnig liðakeppni kvenna og varð í 2. sæti í liðakeppni karla. Eygló varð stigahæst allra kvenna á mótinu og það þrátt fyrir að keppa í -76 kg flokki en yfirleitt keppir hún í -71 kg flokki. Hún létti sig ekki fyrir mótið, eins og hún myndi vanalega gera, vegna þess að hún er í miðjum undirbúningi fyrir EM sem fram fer í Moldóvu í apríl. Eygló, sem er ríkjandi Evrópumeistari ungmenna og varð í 4. sæti á HM í desember, lyfti mest 106 kg í snörun um helgina og 130 kg í jafnhendingu en þar rétt missti hún lokatilraun sína, við 134 kg. Samanlagt lyfti Eygló því 236 kg og á hún nú öll þrjú Íslandsmetin í -76 kg flokki, rétt eins og í sínum vanalega þyngdarflokki. Nálægt Norðurlandametum Eygló tók metin af Guðnýju Björk Stefánsdóttur sem varð í 2. sæti í stigakeppni kvenna á mótinu á Möltu. Bergur Sverrisson varð í 2. sæti í stigakeppni karla. Ef Eygló hefði náð 134 kg í jafhendingu, og verið að keppa í sínum -71 kg flokki, þá hefði verið um að ræða 1 kg bætingu á Norðurlandameti hennar í samanlögðu. Hún lyfti nefnilega samtals 239 kg þegar hún varð í 4. sæti á HM í desember. Einnig hefði 134 kg verið bæting á Norðurlandameti Patriciu Strenius í jafnhendingu sem er 133 kg. Ísland endaði með 1.244,02 stig á Smáþjóðamótinu, Malta með 1.195,80 stig, Kýpur með 1.158,09 stig, Færeyjar 1.047,80 stig, Lúxemborg með 958,74 stig, Mónakó með 766,53 stig og San Marínó með 752,20 stig. Lyftingar Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Enski boltinn Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Fótbolti Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Sport „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Sunderland-Manchester City: City getur unnið sjöunda leikinn í röð Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Skotinn fljúgandi endaði öskubuskuævintýri Hood Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Chelsea búið að reka Enzo Maresca Anthony Joshua útskrifaður af spítalanum Dæmd úr leik vegna skósóla Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Giftu sig á gamlársdag Fjölskylda skíðakappans fær ekki svör fyrr en í mars Dagskráin í dag: Stórleikir í enska boltanum og átta manna úrslit í pílunni Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Lætur drauminn rætast og opnar kínverskan veitingastað Sjá meira
Ísland vann einnig liðakeppni kvenna og varð í 2. sæti í liðakeppni karla. Eygló varð stigahæst allra kvenna á mótinu og það þrátt fyrir að keppa í -76 kg flokki en yfirleitt keppir hún í -71 kg flokki. Hún létti sig ekki fyrir mótið, eins og hún myndi vanalega gera, vegna þess að hún er í miðjum undirbúningi fyrir EM sem fram fer í Moldóvu í apríl. Eygló, sem er ríkjandi Evrópumeistari ungmenna og varð í 4. sæti á HM í desember, lyfti mest 106 kg í snörun um helgina og 130 kg í jafnhendingu en þar rétt missti hún lokatilraun sína, við 134 kg. Samanlagt lyfti Eygló því 236 kg og á hún nú öll þrjú Íslandsmetin í -76 kg flokki, rétt eins og í sínum vanalega þyngdarflokki. Nálægt Norðurlandametum Eygló tók metin af Guðnýju Björk Stefánsdóttur sem varð í 2. sæti í stigakeppni kvenna á mótinu á Möltu. Bergur Sverrisson varð í 2. sæti í stigakeppni karla. Ef Eygló hefði náð 134 kg í jafhendingu, og verið að keppa í sínum -71 kg flokki, þá hefði verið um að ræða 1 kg bætingu á Norðurlandameti hennar í samanlögðu. Hún lyfti nefnilega samtals 239 kg þegar hún varð í 4. sæti á HM í desember. Einnig hefði 134 kg verið bæting á Norðurlandameti Patriciu Strenius í jafnhendingu sem er 133 kg. Ísland endaði með 1.244,02 stig á Smáþjóðamótinu, Malta með 1.195,80 stig, Kýpur með 1.158,09 stig, Færeyjar 1.047,80 stig, Lúxemborg með 958,74 stig, Mónakó með 766,53 stig og San Marínó með 752,20 stig.
Lyftingar Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Enski boltinn Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Fótbolti Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Sport „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Sunderland-Manchester City: City getur unnið sjöunda leikinn í röð Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Skotinn fljúgandi endaði öskubuskuævintýri Hood Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Chelsea búið að reka Enzo Maresca Anthony Joshua útskrifaður af spítalanum Dæmd úr leik vegna skósóla Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Giftu sig á gamlársdag Fjölskylda skíðakappans fær ekki svör fyrr en í mars Dagskráin í dag: Stórleikir í enska boltanum og átta manna úrslit í pílunni Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Lætur drauminn rætast og opnar kínverskan veitingastað Sjá meira