„Gamla Þingborg“ í Flóa verður rifin fyrir breikkun þjóðvegarins Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 26. mars 2025 20:02 „Gamla Þingborg“, húsið, sem stendur við þjóðveg 1 en það var byggt 1927, sem samkomuhús en húsið er sunnan þjóðvegar gegnt bænum Skeggjastöðum. Félagslíf sveitarinnar fór fram í „Gömlu Þingborg“ þar voru sett upp leikrit, þetta var ballhús, Ungmennafélagið og Kvenfélagið höfðu aðstöðu þar. Í Gömlu Þingborg var heimavist fyrir krakka sveitarinnar sem höfðu um lengri veg að fara. Magnús Hlynur Hreiðarsson Guðni Ágústsson, fyrrverandi þingmaður og ráðherra skynjar miklar tilfinningar hjá íbúum Flóahrepps vegna þeirrar ákvörðun Vegagerðarinnar að kaupa „Gömlu Þingborg“, sem er hús byggt 1927 og var samkomuhús sveitarinnar til fjölda ára. Vegagerðin hefur húsið á 72,5 milljónir króna, en rífa á húsið til að koma tveir plús einn vegi fram hjá því. Flóahreppur átti húsið, sem er alltaf kallað “Gamla Þingborg”, en það hefur verið til sölu í nokkurn tíma. Húsið á að víkja fyrir nýjum tveir plús einn vegi. Í húsinu er Þingborgarhópurinn svonefndi, sem er hópur prjónakvenna meðal annars með verslun og miðstöð íslensku ullarinnar en hvað verður um þá starfsemi er óvíst. Stofnaður hefur verið sérstakur hópur á Facebook með yfirskriftinni „Björgum gömlu Þingborg”. Guðni Ágústsson, sem ólst upp í 16 systkinahópi á Brúnastöðum í Flóahreppi segist sjá eftir húsinu en afi Margrétar Hauksdóttur, sem er kona Guðna, Gísli á Stóru - Reykjum í sömu sveit var oddviti á byggingartíma hússins og aðalhvatamaður að byggingu þess en húsið er frá 1927 eða 98 ára gamalt. „Þetta er eitt fyrsta fundar- og samkomuhús í Árnessýslu. Þarna var stofnað Mjólkurbúa Flóamanna, þarna voru haldnir hinir stóru baráttufundir í pólitík. Þetta var miðstöð samskipta hér eftir 1930 og fram yfir miðja öld,” segir Guðni. Guðni Ágústsson, fyrrverandi þingmaður og ráðherra úr Flóanum, sem hefði viljað að „Gamla Þingborg“ fengi eitthvað í hlutverk í framtíðinni í staðin fyrir að rífa húsið.Magnús Hlynur Hreiðarsson Guðni segir húsið sögufrægt, enda hafi verið byggt við það og þar hafi verið barnaskóli til fjölda ára, sem hann og Margrét voru meðal annars í. Hann segir að það sé draugur í húsinu og biður menn að vara sig á honum. Stofnaður hefur verið sérstakur hópur á Facebook með yfirskriftinni “Björgum gömlu Þingborg”.Magnús Hlynur Hreiðarsson En nú á að fara að rífa húsið, hvað finnst þér um það? „Þetta er tilfinningamál. Ég má enga skoðun hafa sjálfum sér á því en auðvitað hefði það verið skemmtilegra ef það hefði fengið hlutverk húsið og geta staðið þarna til framtíðar,” segir Guðni og bætir við. „Þarna fór ég fyrst á svið, var stórleikari á sviðinu í Þingborg á þorrablótum og í barnaskóla. Þannig að minningarnar eru náttúrulega kærar og við erum sjálfsagt þúsund börnin, sem fórum í gegnum þennan skóla, stórir hópar kynslóða." Flóahreppur átti húsið, sem Vegagerðin hefur nú keypt.Magnús Hlynur Hreiðarsson Facebooksíða hópsins Flóahreppur Vegagerð Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Fleiri fréttir Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Sjá meira
Flóahreppur átti húsið, sem er alltaf kallað “Gamla Þingborg”, en það hefur verið til sölu í nokkurn tíma. Húsið á að víkja fyrir nýjum tveir plús einn vegi. Í húsinu er Þingborgarhópurinn svonefndi, sem er hópur prjónakvenna meðal annars með verslun og miðstöð íslensku ullarinnar en hvað verður um þá starfsemi er óvíst. Stofnaður hefur verið sérstakur hópur á Facebook með yfirskriftinni „Björgum gömlu Þingborg”. Guðni Ágústsson, sem ólst upp í 16 systkinahópi á Brúnastöðum í Flóahreppi segist sjá eftir húsinu en afi Margrétar Hauksdóttur, sem er kona Guðna, Gísli á Stóru - Reykjum í sömu sveit var oddviti á byggingartíma hússins og aðalhvatamaður að byggingu þess en húsið er frá 1927 eða 98 ára gamalt. „Þetta er eitt fyrsta fundar- og samkomuhús í Árnessýslu. Þarna var stofnað Mjólkurbúa Flóamanna, þarna voru haldnir hinir stóru baráttufundir í pólitík. Þetta var miðstöð samskipta hér eftir 1930 og fram yfir miðja öld,” segir Guðni. Guðni Ágústsson, fyrrverandi þingmaður og ráðherra úr Flóanum, sem hefði viljað að „Gamla Þingborg“ fengi eitthvað í hlutverk í framtíðinni í staðin fyrir að rífa húsið.Magnús Hlynur Hreiðarsson Guðni segir húsið sögufrægt, enda hafi verið byggt við það og þar hafi verið barnaskóli til fjölda ára, sem hann og Margrét voru meðal annars í. Hann segir að það sé draugur í húsinu og biður menn að vara sig á honum. Stofnaður hefur verið sérstakur hópur á Facebook með yfirskriftinni “Björgum gömlu Þingborg”.Magnús Hlynur Hreiðarsson En nú á að fara að rífa húsið, hvað finnst þér um það? „Þetta er tilfinningamál. Ég má enga skoðun hafa sjálfum sér á því en auðvitað hefði það verið skemmtilegra ef það hefði fengið hlutverk húsið og geta staðið þarna til framtíðar,” segir Guðni og bætir við. „Þarna fór ég fyrst á svið, var stórleikari á sviðinu í Þingborg á þorrablótum og í barnaskóla. Þannig að minningarnar eru náttúrulega kærar og við erum sjálfsagt þúsund börnin, sem fórum í gegnum þennan skóla, stórir hópar kynslóða." Flóahreppur átti húsið, sem Vegagerðin hefur nú keypt.Magnús Hlynur Hreiðarsson Facebooksíða hópsins
Flóahreppur Vegagerð Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Fleiri fréttir Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Sjá meira