Blikur á lofti í starfsemi Söngskóla Sigurðar Demetz Hallveig Rúnarsdóttir skrifar 26. mars 2025 12:03 Enn og aftur standa kennarar við Söngskóla Sigurðar Demetz frammi fyrir því að geta átt von á uppsagnarbréfi á næstu mánuðum. Það verður í þriðja sinn frá árinu 2011. Hver er ástæðan fyrir því? Árið 2011 var gert samkomulag milli ríkis og borgar sem fólst í því að ríkið tæki yfir greiðslu fyrir kennslu á framhaldsstigi á hljóðfæri og mið- og framhaldsstigi í söng. Jöfnunarsjóður sveitarfélaga sér um að greiða hluta ríkisins og samkomulagið er endurnýjað á 3 ára fresti. Vandamálið liggur í því að upphæð framlagsins á þessum 3 ára tímabilum hækkar einungis eftir launavísitölu en tekur ekki tillit til launahækkana kennara sem eru á stundum hærri en almenn launavísitala, eins og t.d. núna þegar kennarar náðu fram 24% launahækkun á tímabilinu 2024-2028. Við kennarar fögnum að sjálfsögðu þeirri tímabæru hækkun, en ef hún verður til þess að við missum vinnuna þá verður að segjast að hún sé bjarnargreiði. Þar sem söngskólarnir eru í hlutarins eðli með mun stærri part af sínum kennslukostnaði undir þessu samkomulagi lenda skólarnir ítrekað í milljóna tapi þegar misræmi verður á kennslukostnaðinum og framlaginu. Í tilfelli Söngskóla Sigurðar Demetz hleypur upphæðin á um 10 milljóna tapi vegna kennslukostnaðar á þessu skólaári fram í ágúst. Þó þetta séu ekki háar upphæðir í stóra samhenginu þá eru þær háar fyrir fátækan skóla sem rekur sig á sléttu. Eina leiðin sem skólinn hefur til þess að bjarga sér væri að hækka skólagjöldin sem nú þegar eru með hæsta móti. Þó má einnig benda á að ólöglegt er að greiða kennslukostnað af skólagjöldum en aðstæðurnar neyða skólann til þess að gera það samt sem áður. Þetta er afar vond staða og ljóst er að skera þarf verulega niður frá og með næsta hausti ef skólanum tekst yfir höfuð að lifa af. Ef allt væri eins og best væri á kosið fengjum við í Söngskóla Sigurðar Demetz að fjölga í skólanum og geta þar með lækkað skólagjöldin á móti sem kæmi almenningi vel. Við viljum því hvetja fulltrúa Barna- og menntamálaráðuneytisins og sambands sveitarfélaganna til þess að endurskoða framlag jöfnunarsjóðs til sveitarfélaganna þannig að tekið verði tillit til þessarar alvarlegu stöðu sem upp er komin. Einfaldasta breytingin væri sú að framlag til tónlistarskólanna taki tillit til launahækkana kennara frá þeim degi sem hækkanirnar koma til framkvæmdar. Menningarmálaráðherra, Logi Einarsson, lagði nýverið fram frumvarp um Þjóðaróperu sem er gríðarlega mikilvægt skref fyrir íslenskt menningarlíf, og ekki síst íslenska söngvara úr klassíska geiranum. Við fögnum því að sjálfsögðu öll þar sem þar verður til vettvangur fyrir okkar nemendur til framtíðar. En á sama tíma verður að passa upp á söngnámið svo þeir listamenn sem munu starfa við óperuna í framtíðinni verði til yfirhöfuð. Söngkennsla hefur hingað til verið eini vettvangurinn fyrir íslenska söngvara að geta verið með fastar tekjur, og því er bransinn í afar slæmri stöðu ef skera þarf niður þar eins og nú lítur út fyrir. Lauslega reiknað hefur söngnemendum nú þegar fækkað um 150 manns á ári í Reykjavík frá því að þetta nýja samkomulag varð til. Nú þarf að spýta í lófana og laga til í eitt skipti fyrir öll. Við skorum á barna- og menntamálaráðuneytið og Reykjavíkurborg að brúa bilið milli launahækkana kennara og launavísitölu svo að Söngskóli Sigurðar Demetz geti starfað áfram. Virðingarfyllst, Hallveig Rúnarsdóttir aðstoðarskólastjóri og kennari, Agnar Már Magnússon kennari, Aladár Rácz kennari, Andrés Ramon kennari, Antonia Hevesi kennari, Ástríður Alda Sigurðardóttir kennari, Bára Grímsdóttir kennari, Bergþór Pálsson kennari, Bjarni Thor Kristinsson kennari, Björk Níelsdóttir kennari, Bryndís Guðjónsdóttir kennari, Elsa Waage kennari, Eyjólfur Eyjólfsson kennari, Guðbjörn Guðbjörnsson kennari, Gunnar Guðbjörnsson skólastjóri og kennari, Gunnar Karel Másson kennari, Helga Bryndís Magnúsdóttir kennari, Hrönn Þráinsdóttir kennari, Ingunn Ósk Sturludóttir kennari, Ingvar Alfreðsson kennari, Jóhanna Vigdís Arnardóttir kennari, Jóhannes Guðjónsson kennari, Laufey Sigrún Haraldsdóttir kennari, Lilja Guðmundsdóttir kennari, Margrét Hrafnsdóttir kennari, Orri Huginn Ágústsson kennari, Pétur Ernir Svavarsson kennari, Sigríður Eyrún Friðriksdóttir kennari, Sigríður Ósk Kristjánsdóttir kennari, Sigrún Hjálmtýsdóttir kennari, Sigurbjörg H. Magnúsdóttir kennari, Sólborg Valdimarsdóttir kennari, Þór Breiðfjörð aðstoðarskólastjóri og kennari, Þorsteinn Bachmann kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tónlistarnám Skóla- og menntamál Mest lesið Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Baslað í fyrirmyndarbænum Karl Pétur Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Sjá meira
Enn og aftur standa kennarar við Söngskóla Sigurðar Demetz frammi fyrir því að geta átt von á uppsagnarbréfi á næstu mánuðum. Það verður í þriðja sinn frá árinu 2011. Hver er ástæðan fyrir því? Árið 2011 var gert samkomulag milli ríkis og borgar sem fólst í því að ríkið tæki yfir greiðslu fyrir kennslu á framhaldsstigi á hljóðfæri og mið- og framhaldsstigi í söng. Jöfnunarsjóður sveitarfélaga sér um að greiða hluta ríkisins og samkomulagið er endurnýjað á 3 ára fresti. Vandamálið liggur í því að upphæð framlagsins á þessum 3 ára tímabilum hækkar einungis eftir launavísitölu en tekur ekki tillit til launahækkana kennara sem eru á stundum hærri en almenn launavísitala, eins og t.d. núna þegar kennarar náðu fram 24% launahækkun á tímabilinu 2024-2028. Við kennarar fögnum að sjálfsögðu þeirri tímabæru hækkun, en ef hún verður til þess að við missum vinnuna þá verður að segjast að hún sé bjarnargreiði. Þar sem söngskólarnir eru í hlutarins eðli með mun stærri part af sínum kennslukostnaði undir þessu samkomulagi lenda skólarnir ítrekað í milljóna tapi þegar misræmi verður á kennslukostnaðinum og framlaginu. Í tilfelli Söngskóla Sigurðar Demetz hleypur upphæðin á um 10 milljóna tapi vegna kennslukostnaðar á þessu skólaári fram í ágúst. Þó þetta séu ekki háar upphæðir í stóra samhenginu þá eru þær háar fyrir fátækan skóla sem rekur sig á sléttu. Eina leiðin sem skólinn hefur til þess að bjarga sér væri að hækka skólagjöldin sem nú þegar eru með hæsta móti. Þó má einnig benda á að ólöglegt er að greiða kennslukostnað af skólagjöldum en aðstæðurnar neyða skólann til þess að gera það samt sem áður. Þetta er afar vond staða og ljóst er að skera þarf verulega niður frá og með næsta hausti ef skólanum tekst yfir höfuð að lifa af. Ef allt væri eins og best væri á kosið fengjum við í Söngskóla Sigurðar Demetz að fjölga í skólanum og geta þar með lækkað skólagjöldin á móti sem kæmi almenningi vel. Við viljum því hvetja fulltrúa Barna- og menntamálaráðuneytisins og sambands sveitarfélaganna til þess að endurskoða framlag jöfnunarsjóðs til sveitarfélaganna þannig að tekið verði tillit til þessarar alvarlegu stöðu sem upp er komin. Einfaldasta breytingin væri sú að framlag til tónlistarskólanna taki tillit til launahækkana kennara frá þeim degi sem hækkanirnar koma til framkvæmdar. Menningarmálaráðherra, Logi Einarsson, lagði nýverið fram frumvarp um Þjóðaróperu sem er gríðarlega mikilvægt skref fyrir íslenskt menningarlíf, og ekki síst íslenska söngvara úr klassíska geiranum. Við fögnum því að sjálfsögðu öll þar sem þar verður til vettvangur fyrir okkar nemendur til framtíðar. En á sama tíma verður að passa upp á söngnámið svo þeir listamenn sem munu starfa við óperuna í framtíðinni verði til yfirhöfuð. Söngkennsla hefur hingað til verið eini vettvangurinn fyrir íslenska söngvara að geta verið með fastar tekjur, og því er bransinn í afar slæmri stöðu ef skera þarf niður þar eins og nú lítur út fyrir. Lauslega reiknað hefur söngnemendum nú þegar fækkað um 150 manns á ári í Reykjavík frá því að þetta nýja samkomulag varð til. Nú þarf að spýta í lófana og laga til í eitt skipti fyrir öll. Við skorum á barna- og menntamálaráðuneytið og Reykjavíkurborg að brúa bilið milli launahækkana kennara og launavísitölu svo að Söngskóli Sigurðar Demetz geti starfað áfram. Virðingarfyllst, Hallveig Rúnarsdóttir aðstoðarskólastjóri og kennari, Agnar Már Magnússon kennari, Aladár Rácz kennari, Andrés Ramon kennari, Antonia Hevesi kennari, Ástríður Alda Sigurðardóttir kennari, Bára Grímsdóttir kennari, Bergþór Pálsson kennari, Bjarni Thor Kristinsson kennari, Björk Níelsdóttir kennari, Bryndís Guðjónsdóttir kennari, Elsa Waage kennari, Eyjólfur Eyjólfsson kennari, Guðbjörn Guðbjörnsson kennari, Gunnar Guðbjörnsson skólastjóri og kennari, Gunnar Karel Másson kennari, Helga Bryndís Magnúsdóttir kennari, Hrönn Þráinsdóttir kennari, Ingunn Ósk Sturludóttir kennari, Ingvar Alfreðsson kennari, Jóhanna Vigdís Arnardóttir kennari, Jóhannes Guðjónsson kennari, Laufey Sigrún Haraldsdóttir kennari, Lilja Guðmundsdóttir kennari, Margrét Hrafnsdóttir kennari, Orri Huginn Ágústsson kennari, Pétur Ernir Svavarsson kennari, Sigríður Eyrún Friðriksdóttir kennari, Sigríður Ósk Kristjánsdóttir kennari, Sigrún Hjálmtýsdóttir kennari, Sigurbjörg H. Magnúsdóttir kennari, Sólborg Valdimarsdóttir kennari, Þór Breiðfjörð aðstoðarskólastjóri og kennari, Þorsteinn Bachmann kennari.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar