Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Árni Sæberg skrifar 26. mars 2025 12:30 Ásgeir Jónsson er seðlabankastjóri. Vísir/Einar Hætta er á að áhrif tollastríðs Bandaríkjanna og annarra ríkja nái til Íslands með beinum eða óbeinum hætti. Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans segir mikla óvissu í alþjóðamálum geta reynt á viðnámsþrótt þjóðarbúsins. Seðlabankastjóri segir mikinn viðnámsþrótt í efnahagskerfinu en tollastríð gæti þó haft neikvæð áhrif á lífskjör almennings. Í yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabanka Íslands, sem gefin var út í morgun segir að fjármálakerfið hér á landi standi traustum fótum. Eiginfjár- og lausafjárstaða kerfislega mikilvægra banka sé sterk og aðgengi að markaðsfjármögnun greitt. Hins vegar sé mikil óvissa uppi í alþjóðamálum. Nefndin vísar þar greinilega til væringa í samskiptum Bandaríkjanna við Evrópusambandið, Kanada, Kína og fleiri ríki og tollastríðs á milli þeirra. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir áhrif tollastríðs eiga eftir að koma í ljós. Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir ræddi við hann að loknum blaðamannafundi í morgun. „Það liggur fyrir að við erum lítil þjóð sem er háð útflutningi. Þannig að bara orðið tollar og viðskiptastríð kemur mjög illa við okkur. Það er ekkert sem bendir til þess að þetta muni lenda á okkur sérstaklega en við vitum það ekki. En auðvitað höfum við aðeins áhyggjur af þessu.“ Unni hafi verið markvisst að því að byggja upp viðnámsþrótt Þá segir hann að unnið hafi verið markvisst að því að byggja upp viðnámsþrótt til þess að takast á við afleiðingar utanaðkomandi óvissuþátta. „Við höfum lagt á það höfuðáherslu á að byggja upp viðnámsþrótt hjá þjóðarbúinu, til þess að geta staðist áföll. Bæði með því að takmarka skuldasöfnun hjá heimilum og fyrirtækjum, láta bankana vera með mikið eigið fé, vera með stóran gjaldeyrisvaraforða. Við erum líka að reyna að byggja upp viðnámsþrótt hvað varðar greiðslumiðlun í landinu.“ Almenningur gæti fundið fyrir áhrifum Þrátt fyrir þennan viðnámsþrótt sé ekki útilokað að tollastríð komi niður á lífskjörum almennings. Ísland sé ekki hluti af tollabandalagi Evrópusambandsins og því liggi bein áhrif ekki fyrir. Það sé möguleiki að þau verði einhver sem og að það sé alltaf möguleiki á að eitthvað fleira gerist í alþjóðamálunum. „Það er mjög mikilvægt að íslenska þjóðin átti sig á því að lífskjör okkar velta á því hvað okkur tekst að framleiða og selja í útlöndum. Þannig að við getum ekki einangrað þjóðina frá öllum áföllum. Ef verðmæti okkar útflutnings minnkar vegna þessa stríðs þá mun það koma niður á lífskjörum. Við getum ekki komið í veg fyrir það þó að við getum reynt að tryggja stöðugleika á fjármálamarkaði og svo framvegis, þá er þetta sú áhætta sem þjóðin verður að bera.“ Seðlabankinn Efnahagsmál Skattar og tollar Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Í yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabanka Íslands, sem gefin var út í morgun segir að fjármálakerfið hér á landi standi traustum fótum. Eiginfjár- og lausafjárstaða kerfislega mikilvægra banka sé sterk og aðgengi að markaðsfjármögnun greitt. Hins vegar sé mikil óvissa uppi í alþjóðamálum. Nefndin vísar þar greinilega til væringa í samskiptum Bandaríkjanna við Evrópusambandið, Kanada, Kína og fleiri ríki og tollastríðs á milli þeirra. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir áhrif tollastríðs eiga eftir að koma í ljós. Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir ræddi við hann að loknum blaðamannafundi í morgun. „Það liggur fyrir að við erum lítil þjóð sem er háð útflutningi. Þannig að bara orðið tollar og viðskiptastríð kemur mjög illa við okkur. Það er ekkert sem bendir til þess að þetta muni lenda á okkur sérstaklega en við vitum það ekki. En auðvitað höfum við aðeins áhyggjur af þessu.“ Unni hafi verið markvisst að því að byggja upp viðnámsþrótt Þá segir hann að unnið hafi verið markvisst að því að byggja upp viðnámsþrótt til þess að takast á við afleiðingar utanaðkomandi óvissuþátta. „Við höfum lagt á það höfuðáherslu á að byggja upp viðnámsþrótt hjá þjóðarbúinu, til þess að geta staðist áföll. Bæði með því að takmarka skuldasöfnun hjá heimilum og fyrirtækjum, láta bankana vera með mikið eigið fé, vera með stóran gjaldeyrisvaraforða. Við erum líka að reyna að byggja upp viðnámsþrótt hvað varðar greiðslumiðlun í landinu.“ Almenningur gæti fundið fyrir áhrifum Þrátt fyrir þennan viðnámsþrótt sé ekki útilokað að tollastríð komi niður á lífskjörum almennings. Ísland sé ekki hluti af tollabandalagi Evrópusambandsins og því liggi bein áhrif ekki fyrir. Það sé möguleiki að þau verði einhver sem og að það sé alltaf möguleiki á að eitthvað fleira gerist í alþjóðamálunum. „Það er mjög mikilvægt að íslenska þjóðin átti sig á því að lífskjör okkar velta á því hvað okkur tekst að framleiða og selja í útlöndum. Þannig að við getum ekki einangrað þjóðina frá öllum áföllum. Ef verðmæti okkar útflutnings minnkar vegna þessa stríðs þá mun það koma niður á lífskjörum. Við getum ekki komið í veg fyrir það þó að við getum reynt að tryggja stöðugleika á fjármálamarkaði og svo framvegis, þá er þetta sú áhætta sem þjóðin verður að bera.“
Seðlabankinn Efnahagsmál Skattar og tollar Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira