Réttlátari og skilvirkari úrlausnir fyrir réttarvörslukerfið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 27. mars 2025 07:00 Í ljósi greinar Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur, dómsmálaráðherra, frá í gær um notkun samfélagsþjónustu sem refsingarúrræði, vil ég koma á framfæri tillögu um stofnun nýrrar eftirlitsstofnunar, skilorðseftirlits ríkisins. Þessi tillaga er ætluð til að bæta réttarkerfið okkar og tryggja réttlátari og skilvirkari úrlausnir fyrir alla þátttakendur. Afstaða, Vernd og Fangelsismálastofnun hafa rætt þessa hugmynd og stefna að því að kynna hana betur og útfæra fyrir Dómsmálaráðuneytið á næstunni. Skilorðseftirlit ríkisins myndi gegna lykilhlutverki í að veita dómurum umsagnir og upplýsingar um sakborninga og dómþola, sem þeir gætu nýtt við ákvarðanatöku um viðeigandi úrræði. Stofnunin myndi fylgjast með hegðun þeirra bæði í afplánun og á reynslutíma eftir afplánun, þar með talið í samfélagsþjónustu. Markmiðið er að dómstólar geti treyst á hlutlausa, ítarlega og faglega umsögn þegar þeir meta hvaða úrræði henti hverjum og einum. Með því að fylgjast með framvindu mála og veita dómurum reglulegar uppfærslur, getum við tryggt að þeir hafi nauðsynlegar upplýsingar til að dæma í samræmi við nýjustu stöðu hvers máls. Auk þess myndi slík stofnun auðvelda yfirfærslu einstaklinga frá fangelsi til samfélagsins með markvissri eftirfylgni, sem gæti dregið úr endurkomutíðni til fangelsa og stuðlað að betri endurhæfingu og samfélagsþátttöku. Með því að beita rafrænu eftirliti, eins og ökklaböndum, gætum við aukið eftirlit og öryggi á sama tíma og menn yrðu dæmdir í samfélagsþjónustu. Fulltrúar skilorðseftirlitsins yrðu samt alltaf til að aðstoða einstaklingana en ekki til að klekkja á þeim að Amerískri fyrirmynd. Það er vert að taka fram að starfsfólk Fangelsismálastofnunar sem sér um samfélagsþjónustu er orðið afar sérhæft í því úrræði sem er mjög gott og árangursríkt tæki sem við verðum að virka vel. Það væri til dæmis gott ef það starfsfólk myndi Ég skora á ríkisstjórnina að íhuga alvarlega þessa tillögu um skilorðseftirlit ríkisins sem leið til að fylla í eyður sem núverandi kerfi hefur skilið eftir. Þetta er tækifæri til að styrkja réttarkerfið okkar og auka traust almennings til þess. Með því að bregðast við þessari þörf með skynsamlegum og framúrskarandi hætti getum við tryggt betri framtíð fyrir samfélagið. Höfundur er formaður Afstöðu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Þóroddsson Fangelsismál Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Sjá meira
Í ljósi greinar Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur, dómsmálaráðherra, frá í gær um notkun samfélagsþjónustu sem refsingarúrræði, vil ég koma á framfæri tillögu um stofnun nýrrar eftirlitsstofnunar, skilorðseftirlits ríkisins. Þessi tillaga er ætluð til að bæta réttarkerfið okkar og tryggja réttlátari og skilvirkari úrlausnir fyrir alla þátttakendur. Afstaða, Vernd og Fangelsismálastofnun hafa rætt þessa hugmynd og stefna að því að kynna hana betur og útfæra fyrir Dómsmálaráðuneytið á næstunni. Skilorðseftirlit ríkisins myndi gegna lykilhlutverki í að veita dómurum umsagnir og upplýsingar um sakborninga og dómþola, sem þeir gætu nýtt við ákvarðanatöku um viðeigandi úrræði. Stofnunin myndi fylgjast með hegðun þeirra bæði í afplánun og á reynslutíma eftir afplánun, þar með talið í samfélagsþjónustu. Markmiðið er að dómstólar geti treyst á hlutlausa, ítarlega og faglega umsögn þegar þeir meta hvaða úrræði henti hverjum og einum. Með því að fylgjast með framvindu mála og veita dómurum reglulegar uppfærslur, getum við tryggt að þeir hafi nauðsynlegar upplýsingar til að dæma í samræmi við nýjustu stöðu hvers máls. Auk þess myndi slík stofnun auðvelda yfirfærslu einstaklinga frá fangelsi til samfélagsins með markvissri eftirfylgni, sem gæti dregið úr endurkomutíðni til fangelsa og stuðlað að betri endurhæfingu og samfélagsþátttöku. Með því að beita rafrænu eftirliti, eins og ökklaböndum, gætum við aukið eftirlit og öryggi á sama tíma og menn yrðu dæmdir í samfélagsþjónustu. Fulltrúar skilorðseftirlitsins yrðu samt alltaf til að aðstoða einstaklingana en ekki til að klekkja á þeim að Amerískri fyrirmynd. Það er vert að taka fram að starfsfólk Fangelsismálastofnunar sem sér um samfélagsþjónustu er orðið afar sérhæft í því úrræði sem er mjög gott og árangursríkt tæki sem við verðum að virka vel. Það væri til dæmis gott ef það starfsfólk myndi Ég skora á ríkisstjórnina að íhuga alvarlega þessa tillögu um skilorðseftirlit ríkisins sem leið til að fylla í eyður sem núverandi kerfi hefur skilið eftir. Þetta er tækifæri til að styrkja réttarkerfið okkar og auka traust almennings til þess. Með því að bregðast við þessari þörf með skynsamlegum og framúrskarandi hætti getum við tryggt betri framtíð fyrir samfélagið. Höfundur er formaður Afstöðu.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun