Réttlátari og skilvirkari úrlausnir fyrir réttarvörslukerfið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 27. mars 2025 07:00 Í ljósi greinar Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur, dómsmálaráðherra, frá í gær um notkun samfélagsþjónustu sem refsingarúrræði, vil ég koma á framfæri tillögu um stofnun nýrrar eftirlitsstofnunar, skilorðseftirlits ríkisins. Þessi tillaga er ætluð til að bæta réttarkerfið okkar og tryggja réttlátari og skilvirkari úrlausnir fyrir alla þátttakendur. Afstaða, Vernd og Fangelsismálastofnun hafa rætt þessa hugmynd og stefna að því að kynna hana betur og útfæra fyrir Dómsmálaráðuneytið á næstunni. Skilorðseftirlit ríkisins myndi gegna lykilhlutverki í að veita dómurum umsagnir og upplýsingar um sakborninga og dómþola, sem þeir gætu nýtt við ákvarðanatöku um viðeigandi úrræði. Stofnunin myndi fylgjast með hegðun þeirra bæði í afplánun og á reynslutíma eftir afplánun, þar með talið í samfélagsþjónustu. Markmiðið er að dómstólar geti treyst á hlutlausa, ítarlega og faglega umsögn þegar þeir meta hvaða úrræði henti hverjum og einum. Með því að fylgjast með framvindu mála og veita dómurum reglulegar uppfærslur, getum við tryggt að þeir hafi nauðsynlegar upplýsingar til að dæma í samræmi við nýjustu stöðu hvers máls. Auk þess myndi slík stofnun auðvelda yfirfærslu einstaklinga frá fangelsi til samfélagsins með markvissri eftirfylgni, sem gæti dregið úr endurkomutíðni til fangelsa og stuðlað að betri endurhæfingu og samfélagsþátttöku. Með því að beita rafrænu eftirliti, eins og ökklaböndum, gætum við aukið eftirlit og öryggi á sama tíma og menn yrðu dæmdir í samfélagsþjónustu. Fulltrúar skilorðseftirlitsins yrðu samt alltaf til að aðstoða einstaklingana en ekki til að klekkja á þeim að Amerískri fyrirmynd. Það er vert að taka fram að starfsfólk Fangelsismálastofnunar sem sér um samfélagsþjónustu er orðið afar sérhæft í því úrræði sem er mjög gott og árangursríkt tæki sem við verðum að virka vel. Það væri til dæmis gott ef það starfsfólk myndi Ég skora á ríkisstjórnina að íhuga alvarlega þessa tillögu um skilorðseftirlit ríkisins sem leið til að fylla í eyður sem núverandi kerfi hefur skilið eftir. Þetta er tækifæri til að styrkja réttarkerfið okkar og auka traust almennings til þess. Með því að bregðast við þessari þörf með skynsamlegum og framúrskarandi hætti getum við tryggt betri framtíð fyrir samfélagið. Höfundur er formaður Afstöðu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Þóroddsson Fangelsismál Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun Berir rassar í Tsjernóbíl Sif Sigmarsdóttir Skoðun Örsögur um Ísland á þjóðvegi 95 Sif Sigmarsdóttir Bakþankar Um vanda stúlkna í skólum Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ofbeldi eyðileggur góða skemmtun Guðfinnur Sigurvinsson Skoðun Fyrir börnin í borginni Hildur Björnsdóttir Skoðun Hvernig er að eldast sem slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður? Magnús Smári Smárason Skoðun „Betri vinnutími“ Bjarni Jónsson Skoðun Bréf til Kára Aríel Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Í ljósi greinar Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur, dómsmálaráðherra, frá í gær um notkun samfélagsþjónustu sem refsingarúrræði, vil ég koma á framfæri tillögu um stofnun nýrrar eftirlitsstofnunar, skilorðseftirlits ríkisins. Þessi tillaga er ætluð til að bæta réttarkerfið okkar og tryggja réttlátari og skilvirkari úrlausnir fyrir alla þátttakendur. Afstaða, Vernd og Fangelsismálastofnun hafa rætt þessa hugmynd og stefna að því að kynna hana betur og útfæra fyrir Dómsmálaráðuneytið á næstunni. Skilorðseftirlit ríkisins myndi gegna lykilhlutverki í að veita dómurum umsagnir og upplýsingar um sakborninga og dómþola, sem þeir gætu nýtt við ákvarðanatöku um viðeigandi úrræði. Stofnunin myndi fylgjast með hegðun þeirra bæði í afplánun og á reynslutíma eftir afplánun, þar með talið í samfélagsþjónustu. Markmiðið er að dómstólar geti treyst á hlutlausa, ítarlega og faglega umsögn þegar þeir meta hvaða úrræði henti hverjum og einum. Með því að fylgjast með framvindu mála og veita dómurum reglulegar uppfærslur, getum við tryggt að þeir hafi nauðsynlegar upplýsingar til að dæma í samræmi við nýjustu stöðu hvers máls. Auk þess myndi slík stofnun auðvelda yfirfærslu einstaklinga frá fangelsi til samfélagsins með markvissri eftirfylgni, sem gæti dregið úr endurkomutíðni til fangelsa og stuðlað að betri endurhæfingu og samfélagsþátttöku. Með því að beita rafrænu eftirliti, eins og ökklaböndum, gætum við aukið eftirlit og öryggi á sama tíma og menn yrðu dæmdir í samfélagsþjónustu. Fulltrúar skilorðseftirlitsins yrðu samt alltaf til að aðstoða einstaklingana en ekki til að klekkja á þeim að Amerískri fyrirmynd. Það er vert að taka fram að starfsfólk Fangelsismálastofnunar sem sér um samfélagsþjónustu er orðið afar sérhæft í því úrræði sem er mjög gott og árangursríkt tæki sem við verðum að virka vel. Það væri til dæmis gott ef það starfsfólk myndi Ég skora á ríkisstjórnina að íhuga alvarlega þessa tillögu um skilorðseftirlit ríkisins sem leið til að fylla í eyður sem núverandi kerfi hefur skilið eftir. Þetta er tækifæri til að styrkja réttarkerfið okkar og auka traust almennings til þess. Með því að bregðast við þessari þörf með skynsamlegum og framúrskarandi hætti getum við tryggt betri framtíð fyrir samfélagið. Höfundur er formaður Afstöðu.
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun