Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar 27. mars 2025 13:02 Fjármálaeftirlitið hefur samkvæmt lögum rétt til þess að boða fólk í hæfismat vegna stjórnarsetu í fjármálafyrirtækjum og lífeyrissjóðum. Þetta mat er ekki bara formsatriði – það er fjögurra klukkustunda munnlegt próf, næstum eins og yfirheyrsla, þar sem stjórnarmenn eru metnir á ýmsa vegu. Nýlega fékk ég svona boð um að fara í hæfismat hjá Fjármálaeftirlitinu vegna stjórnarsetu minnar í lífeyrissjóði. Fyrsta viðbragðið mitt var ekki mitt besta augnablik. Ég fann fyrir kvíða, óöryggi og smávægilegri gremju. "Af hverju ég?" hugsaði ég. "Er verið að efast um mína hæfni? Ætlar fjármálaeftirlitið að opinbera það að ég veit í raun ekki neitt og á ekkert erindi í stjórn þessa lífeyrissjóðs?”. Þessar hugsanir eru dæmigerð viðbrögð einhvers sem er að velta sér upp úr fastmótuðu hugarfari, þar sem áskoranir eru túlkaðar sem ógnanir og ótti við mistök getur staðið í vegi fyrir framförum. Fastmótað hugarfar (e. fixed mindset) einkennist af þeirri trú að hæfni sé fastmótuð og að áskoranir geti afhjúpað veikleika frekar en að þær séu tækifæri til vaxtar. Þegar ég greindi viðbrögð mín áttaði ég mig á því að ég var föst í þessum hugsana flóka. Ég var að hugsa um hæfismatið sem próf sem ég annaðhvort myndi falla á eða standast, frekar en sem ferli sem gæti veitt mér nýja innsýn og hjálpað mér að verða betri stjórnarmaður. Á þessum tímapunkti fór ég líka að lista upp allskonar afsakanir fyrir því að þetta væri ekki heppilega tímasetning. Dóttir mín átti afmæli daginn sem prófið átti að vera og ég þurfti einnig að mæta með hana til tannlæknis. Fáránlegar afsakanir sem hugurinn fór að slá upp sem einhverskonar vörn til þess að það væri ekki opinberað á torgum að ég veit ekki allt. En svo mundi ég - ég þarf ekki að vita allt en ég þarf að velja það að vilja læra. Þarna þurfti ég að grípa sjálfa mig og velja að nýta mér vaxtarhugarfar (e. growth mindset). Vaxtarhugarfar snýst um þá sannfæringu að hæfni og færni geti þróast með lærdómi og reynslu. Ég spurði sjálfa mig: "Hvað get ég lært af þessu?" "Hvernig getur þetta gert mig að sterkari stjórnarmanni?". Með þessari nálgun sá ég hæfismatið ekki lengur sem hindrun heldur sem tækifæri til að fá endurgjöf, dýpka skilning minn á reglugerðum og efla mig í hlutverkinu. Þrátt fyrir að ég hafi verið að kenna námskeið um vaxtarhugarfar í nokkur ár og nota það hvívetna í mínu lífi, þá þarf samt að velja það meðvitað í sumum aðstæðum. Þegar ég mætti í hæfismatið var ég ekki lengur í vörn heldur forvitin. Ég lærði vel fyrir prófið með opnum huga, svaraði svo af einlægni og notaði tækifærið til að velta fyrir mér hvernig ég gæti bætt mig í stjórnarhlutverkinu. Í stað þess að finna fyrir ógn við matið, fann ég fyrir stolti yfir því að vera í stöðu þar sem ég fékk að læra og vaxa. Ég ætla samt alveg að viðurkenna að stressið fór ekki alveg - ég var alveg rennsveitt í prófinu. Það var krefjandi en jedúddamía hvað ég er miklu fróðari um þessi mál nú en áður. Þessi reynsla var áminning um að við höfum alltaf val um hvernig við nálgumst áskoranir. Með því að temja okkur vaxtarhugarfar tökum við stjórn á eigin framþróun og getum umbreytt hindrunum í tækifæri. Það er ekki alltaf auðvelt – en það er alltaf þess virði. Höfundur er ráðgjafi og stjórnarkona. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Hrefna Halldórsdóttir Mest lesið Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Sjá meira
Fjármálaeftirlitið hefur samkvæmt lögum rétt til þess að boða fólk í hæfismat vegna stjórnarsetu í fjármálafyrirtækjum og lífeyrissjóðum. Þetta mat er ekki bara formsatriði – það er fjögurra klukkustunda munnlegt próf, næstum eins og yfirheyrsla, þar sem stjórnarmenn eru metnir á ýmsa vegu. Nýlega fékk ég svona boð um að fara í hæfismat hjá Fjármálaeftirlitinu vegna stjórnarsetu minnar í lífeyrissjóði. Fyrsta viðbragðið mitt var ekki mitt besta augnablik. Ég fann fyrir kvíða, óöryggi og smávægilegri gremju. "Af hverju ég?" hugsaði ég. "Er verið að efast um mína hæfni? Ætlar fjármálaeftirlitið að opinbera það að ég veit í raun ekki neitt og á ekkert erindi í stjórn þessa lífeyrissjóðs?”. Þessar hugsanir eru dæmigerð viðbrögð einhvers sem er að velta sér upp úr fastmótuðu hugarfari, þar sem áskoranir eru túlkaðar sem ógnanir og ótti við mistök getur staðið í vegi fyrir framförum. Fastmótað hugarfar (e. fixed mindset) einkennist af þeirri trú að hæfni sé fastmótuð og að áskoranir geti afhjúpað veikleika frekar en að þær séu tækifæri til vaxtar. Þegar ég greindi viðbrögð mín áttaði ég mig á því að ég var föst í þessum hugsana flóka. Ég var að hugsa um hæfismatið sem próf sem ég annaðhvort myndi falla á eða standast, frekar en sem ferli sem gæti veitt mér nýja innsýn og hjálpað mér að verða betri stjórnarmaður. Á þessum tímapunkti fór ég líka að lista upp allskonar afsakanir fyrir því að þetta væri ekki heppilega tímasetning. Dóttir mín átti afmæli daginn sem prófið átti að vera og ég þurfti einnig að mæta með hana til tannlæknis. Fáránlegar afsakanir sem hugurinn fór að slá upp sem einhverskonar vörn til þess að það væri ekki opinberað á torgum að ég veit ekki allt. En svo mundi ég - ég þarf ekki að vita allt en ég þarf að velja það að vilja læra. Þarna þurfti ég að grípa sjálfa mig og velja að nýta mér vaxtarhugarfar (e. growth mindset). Vaxtarhugarfar snýst um þá sannfæringu að hæfni og færni geti þróast með lærdómi og reynslu. Ég spurði sjálfa mig: "Hvað get ég lært af þessu?" "Hvernig getur þetta gert mig að sterkari stjórnarmanni?". Með þessari nálgun sá ég hæfismatið ekki lengur sem hindrun heldur sem tækifæri til að fá endurgjöf, dýpka skilning minn á reglugerðum og efla mig í hlutverkinu. Þrátt fyrir að ég hafi verið að kenna námskeið um vaxtarhugarfar í nokkur ár og nota það hvívetna í mínu lífi, þá þarf samt að velja það meðvitað í sumum aðstæðum. Þegar ég mætti í hæfismatið var ég ekki lengur í vörn heldur forvitin. Ég lærði vel fyrir prófið með opnum huga, svaraði svo af einlægni og notaði tækifærið til að velta fyrir mér hvernig ég gæti bætt mig í stjórnarhlutverkinu. Í stað þess að finna fyrir ógn við matið, fann ég fyrir stolti yfir því að vera í stöðu þar sem ég fékk að læra og vaxa. Ég ætla samt alveg að viðurkenna að stressið fór ekki alveg - ég var alveg rennsveitt í prófinu. Það var krefjandi en jedúddamía hvað ég er miklu fróðari um þessi mál nú en áður. Þessi reynsla var áminning um að við höfum alltaf val um hvernig við nálgumst áskoranir. Með því að temja okkur vaxtarhugarfar tökum við stjórn á eigin framþróun og getum umbreytt hindrunum í tækifæri. Það er ekki alltaf auðvelt – en það er alltaf þess virði. Höfundur er ráðgjafi og stjórnarkona.
Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal Skoðun
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal Skoðun