Helgi Kolviðs aftur í þjálfun Sindri Sverrisson skrifar 27. mars 2025 17:33 Helgi Kolviðsson var aðstoðarþjálfari Íslands á HM 2018 og tók svo við landsliði Liechtenstein. Getty Helgi Kolviðsson, fyrrverandi aðstoðarlandsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, er óvænt byrjaður að þjálfa að nýju eftir að hafa starfað sem yfirmaður íþróttamála hjá þýska félaginu Pfullendorf undanfarin ár. Óhætt er að segja að Helgi eigi sterkar taugar til Pfullendorf því þar hóf þessi 53 ára, fyrrverandi landsliðsmaður sinn atvinnumannsferil á tíunda áratug síðustu aldar. Eftir að hafa spilað með öðrum liðum í Þýskalandi og Austurríki lauk Helgi svo ferli sínum sem leikmaður hjá Pfuellendorf árið 2007, þegar liðið var í C-deild, og tók svo við þjálfun þess, líkt og hann gerir aftur núna. View this post on Instagram A post shared by SC Pfullendorf (@scpfullendorf) Helgi þjálfaði þrjú lið í Austurríki áður en hann gerðist aðstoðarlandsliðsþjálfari Íslands á árunum 2016-18, þegar Ísland komst á HM í fyrsta og eina sinn, en hann aðstoðaði þá Heimi Hallgrímsson. Helgi tók í kjölfarið við landsliði Liechtenstein en hætti með það árið 2020. Hann var svo ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Pfullendorf árið 2022 og hefur gegnt því starfi en ákvað nú að hlaupa undir bagga og þjálfa einnig liðið til loka þessarar leiktíðar, eftir að Andreas Keller var rekinn. Lið Pfullendorf má muna fífil sinn fegurri og er aðeins í sjöttu efstu deild. Þar að auki er liðið í fallsæti og er Helga ætlað að forða liðinu frá falli á lokakafla leiktíðarinnar. Pfullendorf er með 18 stig eftir 21 leiki, fjórum stigum frá næsta örugga sæti og með leik til góða á liðið sem situr þar. Þýski boltinn Mest lesið „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Fótbolti Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Sport Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Fótbolti Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM Fótbolti Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Körfubolti Fleiri fréttir Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool „Virkilega góður dagur fyrir KA“ „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Mbappé mætti og kláraði Getafe Rafael Leao afgreiddi Albert og félaga Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Sandra María með sex mörk í síðustu fimm leikjum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Víti í uppbótartíma í súginn og Genoa enn án sigurs Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Hárnákvæm fyrirgjöf Loga skilaði marki Unnið alla deildarleikina með Örnu í byrjunarliðinu Unnu fyrsta sigurinn á Juventus í 73 ár Hildur á skotskónum gegn Sevilla Mancini og Dyche á óskalista Forest Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Sjáðu mörkin úr lokaumferðinni og meistarasyrpu Breiðabliks Sjáðu myndirnar þegar Blikar lyftu bikarnum á loft Sjá meira
Óhætt er að segja að Helgi eigi sterkar taugar til Pfullendorf því þar hóf þessi 53 ára, fyrrverandi landsliðsmaður sinn atvinnumannsferil á tíunda áratug síðustu aldar. Eftir að hafa spilað með öðrum liðum í Þýskalandi og Austurríki lauk Helgi svo ferli sínum sem leikmaður hjá Pfuellendorf árið 2007, þegar liðið var í C-deild, og tók svo við þjálfun þess, líkt og hann gerir aftur núna. View this post on Instagram A post shared by SC Pfullendorf (@scpfullendorf) Helgi þjálfaði þrjú lið í Austurríki áður en hann gerðist aðstoðarlandsliðsþjálfari Íslands á árunum 2016-18, þegar Ísland komst á HM í fyrsta og eina sinn, en hann aðstoðaði þá Heimi Hallgrímsson. Helgi tók í kjölfarið við landsliði Liechtenstein en hætti með það árið 2020. Hann var svo ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Pfullendorf árið 2022 og hefur gegnt því starfi en ákvað nú að hlaupa undir bagga og þjálfa einnig liðið til loka þessarar leiktíðar, eftir að Andreas Keller var rekinn. Lið Pfullendorf má muna fífil sinn fegurri og er aðeins í sjöttu efstu deild. Þar að auki er liðið í fallsæti og er Helga ætlað að forða liðinu frá falli á lokakafla leiktíðarinnar. Pfullendorf er með 18 stig eftir 21 leiki, fjórum stigum frá næsta örugga sæti og með leik til góða á liðið sem situr þar.
Þýski boltinn Mest lesið „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Fótbolti Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Sport Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Fótbolti Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM Fótbolti Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Körfubolti Fleiri fréttir Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool „Virkilega góður dagur fyrir KA“ „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Mbappé mætti og kláraði Getafe Rafael Leao afgreiddi Albert og félaga Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Sandra María með sex mörk í síðustu fimm leikjum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Víti í uppbótartíma í súginn og Genoa enn án sigurs Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Hárnákvæm fyrirgjöf Loga skilaði marki Unnið alla deildarleikina með Örnu í byrjunarliðinu Unnu fyrsta sigurinn á Juventus í 73 ár Hildur á skotskónum gegn Sevilla Mancini og Dyche á óskalista Forest Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Sjáðu mörkin úr lokaumferðinni og meistarasyrpu Breiðabliks Sjáðu myndirnar þegar Blikar lyftu bikarnum á loft Sjá meira