Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. mars 2025 20:00 Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri segir íslenska innviði undir stöðugum árásum frá erlendum netárásarhópum. Vísir/Anton Brink Ríkislögeglustjóri segir fjölmarga skipulagða glæpahópa starfa hér á landi. Dæmi séu um að þeir hafi verið nýttir af erlendum ríkjum til að fremja skemmdarverk. Öryggis- og varnarmál voru til umræðu á ráðstefnu sem blásið var til af embætti ríkislögreglustjóra og fór fram í morgun. Ýmislegt kom fram á ráðstefnunni, til að mynda að erlend ríki hafi stundað njósnir hér á landi í mun meira mæli en flestir telja. „Það er að okkar mati njósnastarfsemi hér eins og á öllum vesturlöndum. Hún er að hluta til kannski meira núna einfaldlega vegna þeirrar stöðu sem er í Evrópu,“ segir Karl Steinar Valsson yfirlögregluþjónn og yfirmaður öryggis- og greiningarsviðs ríkislögreglustjóra. „Það væri bara einfeldni af okkur að halda að þetta sé ekki gert hér.“ Vinni að því að veikja lýðræðið Vitað er að Kínverjar hafi stundað njósnir hérlendis og áhyggjur eru uppi af ógn frá Rússlandi, Íran og Norður-Kóreu. Ríkislögreglustjóri segir að huga þurfi vel að þessu málum nú vegna ástandsins í heimsmálum. „Við erum ekki á friðartímum, við erum heldur ekki á stríðstímum, við erum á gráa svæðinu þar á milli,“ segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri. Hún segir erlend ríki hafa nýtt skipulagða glæpahópa til að ganga erinda sinna. „Í að veikja lýðræðið, til dæmis með netárásum,“ segir Sigríður. Undir sífelldum árásum Hafa verið dæmi um það hér á landi? „Já, það hafa verið dæmi um það hér á landi. Það sem ég man helst eftir var þegar rússneskur hakkarahópur fór inn og yfirtók gögn hjá Árvakri, það var síðasta sumar ef ég man rétt. Við erum sífellt undir árásum.“ Fjölmargir skipulagðir glæpahópar starfi hér á landi, til dæmis hópar frá Albaníu og Venesúela. „Við skulum ekki halda að Íslendingar komi ekki nálægt þessu, þeir eru bæði virkir hér og þeir eru líka virkir í glæpastarfsemi erlendis og eru að flytja inn efni til Íslands. Það sem er kannski alvarlegast í því er mansalið og við þurfum sannarlega að gera betur í því.“ Lögreglumál Lögreglan Öryggis- og varnarmál Tengdar fréttir Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Forstöðumaður netöryggissveitar CERT-IS segir netárásum sem stofnunin sinnir árlega fara fjölgandi. Gagnagíslatökur hafi tvöfaldast milli ára, fjórða árið í röð. Stofnunin fylgist með fótsporum njósnahópa sem hafi „stóraukið“ virkni sína undanfarið og beini sjónum sínum að yfirvöldum og framleiðslufyrirtækjum. 27. mars 2025 12:30 Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Yfirmaður öryggis- og greiningarsviðs ríkislögreglustjóra segir tímabært að opna umræðuna um njósnir Kínverja á Íslandi þótt þær séu viðkvæmt mál. Í nýju stöðumati um öryggisáskoranir er óvissa sögð ríkja um starfsemi kínverskrar norðurljósarannsóknarstöðvar í Þingeyjarsýslu. 27. mars 2025 12:06 Öryggi á Íslandi í breyttri heimsmynd Hvernig tryggir lítil þjóð öryggi sitt og varnir í heimi vaxandi spennu? Hver er staða Íslands í alþjóðlegu öryggis- og varnarsamstarfi í dag? Ísland hefur lengi búið við þá forréttindastöðu að vera eitt friðsælasta og öruggasta land í heim og því getur verið fjarri okkur að þurfa að leita svara við slíkum spurningum. 26. mars 2025 13:01 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Sjá meira
Öryggis- og varnarmál voru til umræðu á ráðstefnu sem blásið var til af embætti ríkislögreglustjóra og fór fram í morgun. Ýmislegt kom fram á ráðstefnunni, til að mynda að erlend ríki hafi stundað njósnir hér á landi í mun meira mæli en flestir telja. „Það er að okkar mati njósnastarfsemi hér eins og á öllum vesturlöndum. Hún er að hluta til kannski meira núna einfaldlega vegna þeirrar stöðu sem er í Evrópu,“ segir Karl Steinar Valsson yfirlögregluþjónn og yfirmaður öryggis- og greiningarsviðs ríkislögreglustjóra. „Það væri bara einfeldni af okkur að halda að þetta sé ekki gert hér.“ Vinni að því að veikja lýðræðið Vitað er að Kínverjar hafi stundað njósnir hérlendis og áhyggjur eru uppi af ógn frá Rússlandi, Íran og Norður-Kóreu. Ríkislögreglustjóri segir að huga þurfi vel að þessu málum nú vegna ástandsins í heimsmálum. „Við erum ekki á friðartímum, við erum heldur ekki á stríðstímum, við erum á gráa svæðinu þar á milli,“ segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri. Hún segir erlend ríki hafa nýtt skipulagða glæpahópa til að ganga erinda sinna. „Í að veikja lýðræðið, til dæmis með netárásum,“ segir Sigríður. Undir sífelldum árásum Hafa verið dæmi um það hér á landi? „Já, það hafa verið dæmi um það hér á landi. Það sem ég man helst eftir var þegar rússneskur hakkarahópur fór inn og yfirtók gögn hjá Árvakri, það var síðasta sumar ef ég man rétt. Við erum sífellt undir árásum.“ Fjölmargir skipulagðir glæpahópar starfi hér á landi, til dæmis hópar frá Albaníu og Venesúela. „Við skulum ekki halda að Íslendingar komi ekki nálægt þessu, þeir eru bæði virkir hér og þeir eru líka virkir í glæpastarfsemi erlendis og eru að flytja inn efni til Íslands. Það sem er kannski alvarlegast í því er mansalið og við þurfum sannarlega að gera betur í því.“
Lögreglumál Lögreglan Öryggis- og varnarmál Tengdar fréttir Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Forstöðumaður netöryggissveitar CERT-IS segir netárásum sem stofnunin sinnir árlega fara fjölgandi. Gagnagíslatökur hafi tvöfaldast milli ára, fjórða árið í röð. Stofnunin fylgist með fótsporum njósnahópa sem hafi „stóraukið“ virkni sína undanfarið og beini sjónum sínum að yfirvöldum og framleiðslufyrirtækjum. 27. mars 2025 12:30 Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Yfirmaður öryggis- og greiningarsviðs ríkislögreglustjóra segir tímabært að opna umræðuna um njósnir Kínverja á Íslandi þótt þær séu viðkvæmt mál. Í nýju stöðumati um öryggisáskoranir er óvissa sögð ríkja um starfsemi kínverskrar norðurljósarannsóknarstöðvar í Þingeyjarsýslu. 27. mars 2025 12:06 Öryggi á Íslandi í breyttri heimsmynd Hvernig tryggir lítil þjóð öryggi sitt og varnir í heimi vaxandi spennu? Hver er staða Íslands í alþjóðlegu öryggis- og varnarsamstarfi í dag? Ísland hefur lengi búið við þá forréttindastöðu að vera eitt friðsælasta og öruggasta land í heim og því getur verið fjarri okkur að þurfa að leita svara við slíkum spurningum. 26. mars 2025 13:01 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Sjá meira
Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Forstöðumaður netöryggissveitar CERT-IS segir netárásum sem stofnunin sinnir árlega fara fjölgandi. Gagnagíslatökur hafi tvöfaldast milli ára, fjórða árið í röð. Stofnunin fylgist með fótsporum njósnahópa sem hafi „stóraukið“ virkni sína undanfarið og beini sjónum sínum að yfirvöldum og framleiðslufyrirtækjum. 27. mars 2025 12:30
Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Yfirmaður öryggis- og greiningarsviðs ríkislögreglustjóra segir tímabært að opna umræðuna um njósnir Kínverja á Íslandi þótt þær séu viðkvæmt mál. Í nýju stöðumati um öryggisáskoranir er óvissa sögð ríkja um starfsemi kínverskrar norðurljósarannsóknarstöðvar í Þingeyjarsýslu. 27. mars 2025 12:06
Öryggi á Íslandi í breyttri heimsmynd Hvernig tryggir lítil þjóð öryggi sitt og varnir í heimi vaxandi spennu? Hver er staða Íslands í alþjóðlegu öryggis- og varnarsamstarfi í dag? Ísland hefur lengi búið við þá forréttindastöðu að vera eitt friðsælasta og öruggasta land í heim og því getur verið fjarri okkur að þurfa að leita svara við slíkum spurningum. 26. mars 2025 13:01