„Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Kári Mímisson skrifar 27. mars 2025 23:32 Ágúst Jóhannsson er þjálfari deildarmeistara Vals sem eiga hörku Evrópueinvígi framundan. Vísir/Pawel Það var létt yfir Ágúst Þór Jóhannssyni þegar hann mætti í viðtal strax eftir stórsigur Vals gegn Gróttu nú í kvöld. Með sigrinum tryggði Valur sér deildarmeistaratitilinn annað árið í röð. Fram undan er svo öllu stærra verkefni gegn MKS Iuventa Michalovce frá Slóvakíu í undanúrslitum Evrópubikarsins. „Mér fannst þetta vera mjög faglega gert hjá liðinu. Við vorum auðvitað búin að vinna leikinn nánast í hálfleik og tókst að spila á öllum okkar leikmönnum. Margir ungir leikmenn sem fengu góðar og dýrmætar mínútur. Við erum auðvitað að fara í mjög stóran leik á sunnudaginn. Á meðan Iuventa liðið fær frí á milli leikja þá getur HSÍ ekki boðið okkur upp á það, þannig að við þurftum bara að klára þennan leik til að tryggja okkur deildarmeistaratitilinn í kvöld sem ég er auðvitað gríðarlega ánægður með og er stoltur af mínu liðið að hafa gert. Við höfum spilað allra liða best í vetur, sýnt gríðarlegan stöðugleika og frammistaðan verið mjög góð á köflum.“ Sagði Ágúst Þór. Spurður að því hvernig gangi að halda liðinu við efnið þegar verið er að berjast á jafn mörgum vígstöðvum segir Ágúst það ekki vera einfalt. Leikurinn stóri á sunnudaginn sé auðvitað eitthvað sem allir eru að hugsa um en á sama tíma hafi þeim tekist að hvíla vel í kvöld. „Það er bara ekkert einfalt, það segir sig sjálft. Þessi Evrópuleikur er alltaf einhvers staðar aftast í hausnum á okkur. Ég er með mjög reynda og góða leikmenn í bland við unga sem hafa náð að höndla þetta gríðarlega vel og gera þetta mjög faglega. Við vissum auðvitað að það væri deildarmeistaratitill undir hér í kvöld. Við vildum klára þetta vel og náðum að gera það ásamt því að okkur tókst að hvíla lykilmenn. Elín Rósa hvílir allan tíman í dag, Thea hvílir mikið í dag og auðvitað fleiri sem fengu góða hvíld í dag. Okkur tókst að rúlla hafsentunum okkar vel þannig að stelpurnar okkar verða ferskar á sunnudaginn.“ Ágúst segir svo að lokum að hann sé virkilega spenntur fyrir framhaldinu. Leikurinn á sunnudag er sá stærsti sem íslenskt félagslið hefur leikið og í fyrsta sinn er tækifæri að íslenskt lið geti komist í úrslit Evrópukeppni kvenna sem er auðvitað eitthvað sem enginn íslenskur handboltaáhugamaður ætti að vilja missa af. „Staðan er góð á liðinu fyrir framhaldið og núna er það bara fullur fókus á þennan risastóra leik á sunnudaginn sem er í raun og veru bara stærsti leikur í sögu íslensk kvennahandbolta. Það hefur aldrei neitt lið komist í úrslitaleik í Evrópukeppni áður og ég bara trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum á sunnudaginn. Leikmenn annara liða í bæði Olís deildinni og Grill 66 deildinni hljóta að fjölmenna á þennan leik enda hefur hann gríðarlega mikla þýðingu fyrir kvennahandboltann, fókusinn okkar er þar. Svo eigum við auðvitað einn leik eftir í deildinni gegn Stjörnunni sem við munum auðvitað mæta í af fullri virðingu og svo koma þarna nokkra vikur í pásu hjá okkur fram að úrslitakeppni. Við erum með gott rútínerað lið sem er að spila vel og ég hlakka til framhaldsins.“ Olís-deild kvenna Valur EHF-bikarinn Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Stærsta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Fótbolti Fleiri fréttir Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Sjá meira
„Mér fannst þetta vera mjög faglega gert hjá liðinu. Við vorum auðvitað búin að vinna leikinn nánast í hálfleik og tókst að spila á öllum okkar leikmönnum. Margir ungir leikmenn sem fengu góðar og dýrmætar mínútur. Við erum auðvitað að fara í mjög stóran leik á sunnudaginn. Á meðan Iuventa liðið fær frí á milli leikja þá getur HSÍ ekki boðið okkur upp á það, þannig að við þurftum bara að klára þennan leik til að tryggja okkur deildarmeistaratitilinn í kvöld sem ég er auðvitað gríðarlega ánægður með og er stoltur af mínu liðið að hafa gert. Við höfum spilað allra liða best í vetur, sýnt gríðarlegan stöðugleika og frammistaðan verið mjög góð á köflum.“ Sagði Ágúst Þór. Spurður að því hvernig gangi að halda liðinu við efnið þegar verið er að berjast á jafn mörgum vígstöðvum segir Ágúst það ekki vera einfalt. Leikurinn stóri á sunnudaginn sé auðvitað eitthvað sem allir eru að hugsa um en á sama tíma hafi þeim tekist að hvíla vel í kvöld. „Það er bara ekkert einfalt, það segir sig sjálft. Þessi Evrópuleikur er alltaf einhvers staðar aftast í hausnum á okkur. Ég er með mjög reynda og góða leikmenn í bland við unga sem hafa náð að höndla þetta gríðarlega vel og gera þetta mjög faglega. Við vissum auðvitað að það væri deildarmeistaratitill undir hér í kvöld. Við vildum klára þetta vel og náðum að gera það ásamt því að okkur tókst að hvíla lykilmenn. Elín Rósa hvílir allan tíman í dag, Thea hvílir mikið í dag og auðvitað fleiri sem fengu góða hvíld í dag. Okkur tókst að rúlla hafsentunum okkar vel þannig að stelpurnar okkar verða ferskar á sunnudaginn.“ Ágúst segir svo að lokum að hann sé virkilega spenntur fyrir framhaldinu. Leikurinn á sunnudag er sá stærsti sem íslenskt félagslið hefur leikið og í fyrsta sinn er tækifæri að íslenskt lið geti komist í úrslit Evrópukeppni kvenna sem er auðvitað eitthvað sem enginn íslenskur handboltaáhugamaður ætti að vilja missa af. „Staðan er góð á liðinu fyrir framhaldið og núna er það bara fullur fókus á þennan risastóra leik á sunnudaginn sem er í raun og veru bara stærsti leikur í sögu íslensk kvennahandbolta. Það hefur aldrei neitt lið komist í úrslitaleik í Evrópukeppni áður og ég bara trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum á sunnudaginn. Leikmenn annara liða í bæði Olís deildinni og Grill 66 deildinni hljóta að fjölmenna á þennan leik enda hefur hann gríðarlega mikla þýðingu fyrir kvennahandboltann, fókusinn okkar er þar. Svo eigum við auðvitað einn leik eftir í deildinni gegn Stjörnunni sem við munum auðvitað mæta í af fullri virðingu og svo koma þarna nokkra vikur í pásu hjá okkur fram að úrslitakeppni. Við erum með gott rútínerað lið sem er að spila vel og ég hlakka til framhaldsins.“
Olís-deild kvenna Valur EHF-bikarinn Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Stærsta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Fótbolti Fleiri fréttir Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Sjá meira