Albanese boðar til þingkosninga Atli Ísleifsson skrifar 28. mars 2025 07:54 Anthony Albanese hefur gegnt embætti forsætisráðherra Ástralíu frá árinu 2022. AP Forsætisráðherra Ástralíu hefur boðað til þingkosninga í landinu og munu kjósendur þar ganga að kjörborðinu þann 3. maí næstkomandi. Miklar deilur hafa að undanförnu staðið um hvernig Ástralir ætli sér að standa við gefnar skuldbindingar í loftslagsmálum, stefnu í orkumálum og sömuleiðis háan framfærslukostnað ástralsks almennings. Líklegt þykir að þessi mál muni einkenna kosningabaráttuna sem framundan er. Anthony Albanese gekk á fund landshöfðingjans Sam Mostyn, sem er fulltrúi þjóðhöfðingjans Karls Bretakonungs í Ástralíu, fyrr í dag og óskaði þar formlega eftir heimild fyrir því að rjúfa þing og boða til þingkosninga. Ástralskur almenningur hefur mikið fundið fyrir hárri verðbólgu og háum stýrivöxtum síðustu misserin auk þess að miklar deilur hafa staðið um stöðu húsnæðismarkaðarins. Peter Dutton er leiðtogi Frjálslynda flokksins sem er stærsti flokkurinn í stjórnarandstöðu.AP Í loftslagsmálum hafa bæði Verkamannaflokkur Albanese og Frjálslyndi flokkurinn, sem er stærstur í stjórnarandstöðu, heitið því að gera Ástralíu kolefnishlutlaust fyrir árið 2050 en deila þó um hvernig þeim markmiðum skuli náð. Verkamannaflokkurinn talar fyrir því að leggja skuli aukinn þunga í framleiðslu sólar- og vindorku til að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis. Frjálslyndi flokkurinn vill hins vegar ráðast í smíði sjö ríkisrekinna kjarnorkuvera til að mæta orkuþörf landsins. Verkamannaflokkurinn er nú með 77 þingmenn af þeim 151 sem sæti eiga í neðri deild ástralska þingsins. Albanese hefur gegnt embætti forsætisráðherra frá árinu 2022 þegar hann tók við af Scott Morrison, þáverandi formanni Frjálslynds flokksins. Kjörtímabilið í Ástralíu er þrjú ár. Skoðanakannanir benda til þess að margir eru óánægðir með störf Albanese, en vinsældir hans eru álíka miklar og Peter Dutton, núverandi formanns Frjálslynds flokksins. Ástralía Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Fleiri fréttir Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Sjá meira
Miklar deilur hafa að undanförnu staðið um hvernig Ástralir ætli sér að standa við gefnar skuldbindingar í loftslagsmálum, stefnu í orkumálum og sömuleiðis háan framfærslukostnað ástralsks almennings. Líklegt þykir að þessi mál muni einkenna kosningabaráttuna sem framundan er. Anthony Albanese gekk á fund landshöfðingjans Sam Mostyn, sem er fulltrúi þjóðhöfðingjans Karls Bretakonungs í Ástralíu, fyrr í dag og óskaði þar formlega eftir heimild fyrir því að rjúfa þing og boða til þingkosninga. Ástralskur almenningur hefur mikið fundið fyrir hárri verðbólgu og háum stýrivöxtum síðustu misserin auk þess að miklar deilur hafa staðið um stöðu húsnæðismarkaðarins. Peter Dutton er leiðtogi Frjálslynda flokksins sem er stærsti flokkurinn í stjórnarandstöðu.AP Í loftslagsmálum hafa bæði Verkamannaflokkur Albanese og Frjálslyndi flokkurinn, sem er stærstur í stjórnarandstöðu, heitið því að gera Ástralíu kolefnishlutlaust fyrir árið 2050 en deila þó um hvernig þeim markmiðum skuli náð. Verkamannaflokkurinn talar fyrir því að leggja skuli aukinn þunga í framleiðslu sólar- og vindorku til að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis. Frjálslyndi flokkurinn vill hins vegar ráðast í smíði sjö ríkisrekinna kjarnorkuvera til að mæta orkuþörf landsins. Verkamannaflokkurinn er nú með 77 þingmenn af þeim 151 sem sæti eiga í neðri deild ástralska þingsins. Albanese hefur gegnt embætti forsætisráðherra frá árinu 2022 þegar hann tók við af Scott Morrison, þáverandi formanni Frjálslynds flokksins. Kjörtímabilið í Ástralíu er þrjú ár. Skoðanakannanir benda til þess að margir eru óánægðir með störf Albanese, en vinsældir hans eru álíka miklar og Peter Dutton, núverandi formanns Frjálslynds flokksins.
Ástralía Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Fleiri fréttir Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Sjá meira