Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Hólmfríður Gísladóttir og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 28. mars 2025 12:25 Inga sagði Flokk fólksins ekkert viðkvæman fyrir umfjöllun fjölmiðla, þau væru „grjóthörð“. Samfélagið þyrfti á fjölmiðlum að halda. Vísir/Vilhelm „Ég er bara rosalega sorgmædd og mjög döpur. Sendi Ástu bara kærleikskveðjur,“ segir Inga Sæland, formaður Flokks fólksins og félags- og húsnæðismálaráðherra. Inga var spurð á því eftir ríkisstjórnarfund í morgun hvernig mál blöstu við henni nú þegar rykið væri að setjast eftir fjaðrafok síðustu daga, þegar Ásthildur Lóa Þórsdóttir sagði af sér ráðherraembætti eftir að greint var frá því að hún hefði eignast barn með táningi þegar hún var á þrítugsaldri. „Ásta, þú ert hetja,“ sagði hún beint í myndavélina. Spurð að því hvort henni þætti Ásthildur Lóa raunverulega þurfa að hafa sagt af sér, svona eftir á að hyggja, svaraði Inga að það hefði nú ekkert upp úr sér að velta því fyrir sér „hvað ef“. Þetta hefði verið sú ákvörðun sem fyrrverandi barna- og menntamálaráðherra hefði tekið sjálf, „af stórmennsku“. „Þetta var hennar ákvörðun og mér finnst hún hafa sýnt bara algjöran hetjuskap,“ sagði Inga. Hún virti ákvörðun Ásthildar Lóu, sem hún ítrekaði að væri „frábæra“ kona. „Ég tel að það hefði mátt vanda betur til verka þegar þessi frétt var sett í loftið með svona afgerandi hætti um rangindi sem greinilega voru ekki á rökum reist,“ svaraði Inga, innt eftir skoðun sinni á umfjöllun um málið og gagnrýni á fréttaflutning fjölmiðla. Sér hefði til að mynda þótt afskaplega leiðinlegt þegar talað hefði verið um það að Ásthildur Lóa hefði „átt barn með barni“, sem var meðal annars slegið upp í erlendum miðlum. „Þessi ungi maður var tæplega sautján ára gamall þegar hann eignast þennan son, hann átti einn mánuði í það, enda er það algjört aukaatriði í öllu þessu samhengi. Þessi aðför var ómakleg fannst mér, já og hefði viljað sjá hana vandaðri af okkar ríkisfjölmiðli.“ Málinu sé lokið en nú sé Ásthildur Lóa, sem hyggst halda áfram sem þingmaður, að reyna að ná áttum og taka utan um þá ágjöf sem hún hefði ómaklega fengið á sig. Þá ítrekaði Inga kærleikskveðjur til flokkssystur sinnar og lýsti henni aftur sem „hetju“. Flokkur fólksins Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Ásthildur Lóa Þórsdóttir Barnamálaráðherra segir af sér Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira
Inga var spurð á því eftir ríkisstjórnarfund í morgun hvernig mál blöstu við henni nú þegar rykið væri að setjast eftir fjaðrafok síðustu daga, þegar Ásthildur Lóa Þórsdóttir sagði af sér ráðherraembætti eftir að greint var frá því að hún hefði eignast barn með táningi þegar hún var á þrítugsaldri. „Ásta, þú ert hetja,“ sagði hún beint í myndavélina. Spurð að því hvort henni þætti Ásthildur Lóa raunverulega þurfa að hafa sagt af sér, svona eftir á að hyggja, svaraði Inga að það hefði nú ekkert upp úr sér að velta því fyrir sér „hvað ef“. Þetta hefði verið sú ákvörðun sem fyrrverandi barna- og menntamálaráðherra hefði tekið sjálf, „af stórmennsku“. „Þetta var hennar ákvörðun og mér finnst hún hafa sýnt bara algjöran hetjuskap,“ sagði Inga. Hún virti ákvörðun Ásthildar Lóu, sem hún ítrekaði að væri „frábæra“ kona. „Ég tel að það hefði mátt vanda betur til verka þegar þessi frétt var sett í loftið með svona afgerandi hætti um rangindi sem greinilega voru ekki á rökum reist,“ svaraði Inga, innt eftir skoðun sinni á umfjöllun um málið og gagnrýni á fréttaflutning fjölmiðla. Sér hefði til að mynda þótt afskaplega leiðinlegt þegar talað hefði verið um það að Ásthildur Lóa hefði „átt barn með barni“, sem var meðal annars slegið upp í erlendum miðlum. „Þessi ungi maður var tæplega sautján ára gamall þegar hann eignast þennan son, hann átti einn mánuði í það, enda er það algjört aukaatriði í öllu þessu samhengi. Þessi aðför var ómakleg fannst mér, já og hefði viljað sjá hana vandaðri af okkar ríkisfjölmiðli.“ Málinu sé lokið en nú sé Ásthildur Lóa, sem hyggst halda áfram sem þingmaður, að reyna að ná áttum og taka utan um þá ágjöf sem hún hefði ómaklega fengið á sig. Þá ítrekaði Inga kærleikskveðjur til flokkssystur sinnar og lýsti henni aftur sem „hetju“.
Flokkur fólksins Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Ásthildur Lóa Þórsdóttir Barnamálaráðherra segir af sér Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira