Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 28. mars 2025 21:04 Það eru margir hræddir við að fara til læknis og hvað þá ef um risvandamál er að ræða. Ein af glærunum frá Eiríki Orra. Magnús Hlynur Hreiðarsson Á milli þrjátíu og fjörutíu prósent íslenskra karla, sem eru á aldrinum sextíu til sjötíu ára eiga við risvandamál að stríða, sem reynist mörgum erfitt að viðurkenna. Ástæðurnar geta verið margar, til dæmis æðasjúkdómar, taugasjúkdómar, hormónaröskun eða sjúkdómar í lim. Eiríkur Orri Guðmundsson, þvagfæraskurðlæknir var gestur í opnu húsi hjá eldri borgurum á Selfossi í gær þar sem yfirskrift erindis hans var „Karlaheilsa“. Eiríkur Orri kom víða við í erindi sínu og svaraði fjölmörgum spurningum fundargesta en risvandamál hjá körlum var kannski það, sem vakti hvað mesta athygli á fundnum enda ótrúlega mikið um slík vandamál að ræða eins og kom skýrt fram hjá Eiríki. „Einfaldasta útskýringin er að segja að það verða ristruflanir vegna þess að það kemur ekki nóg blóð fram í liminn og það endist ekki nógu lengi. En það er kannski helst að íslenskir karlmenn þeir mættu vera duglegri að viðurkenna að það sé vandamál því það er ýmislegt í boði,“ sagði Eiríkur. Eiríkur Orri Guðmundsson, þvagfæraskurðlæknir, sem var með erindi um “Karlaheilsu” á opnum fundi Félags eldri borgara á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson En er risvandamál algengt hjá íslenskum körlum? „Já, þetta er algengt og eftir því, sem við verðum eldri þeimur algengara verður þetta. Jafnvel held ég að 30 til 40 prósent karla, sem eru komnir yfir 60 til 70 ára séu með einhvers konar risvandamál,“ sagði Eiríkur. Mikill áhugi var á erindi Eiríks Orra enda mættu vel á annað hundrað manns til að hlusta á hann.Magnús Hlynur Hreiðarsson Eiríkur Orri segir að karlar vilji helst ekki ræða stinningarvandamál en auðvitað eigi að ræða það opinskátt eins og annað hvað varðar heilsuna. „Þó við karlar séum oft frekar einfaldar verur þá er það þannig að þegar kemur að stinningarmálum þá getur allt farið í rosalega flækju hjá mönnum og ef þeir upplifa að missa niður stinningu í miðjum klíðum þá er eins og heimsendir sé í nánd,“ sagði Eiríkur Orri meðal annars á fundinum. Hér má sjá nokkrar af ástæðunum fyrir ristruflunum á glæru frá Eiríki Orra á fundnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson En mælir hann með Viagra fyrir menn, sem eru með risvandamál? „Ég mæli með því að menn ræði við sinn lækni um vandann og komist að því að hvort að Viagra eða svoleiðis lyf séu lausnin fyrir þá og hvort þeim sé óhætt að prófa.“ Árborg Heilbrigðismál Eldri borgarar Kynlíf Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira
Eiríkur Orri Guðmundsson, þvagfæraskurðlæknir var gestur í opnu húsi hjá eldri borgurum á Selfossi í gær þar sem yfirskrift erindis hans var „Karlaheilsa“. Eiríkur Orri kom víða við í erindi sínu og svaraði fjölmörgum spurningum fundargesta en risvandamál hjá körlum var kannski það, sem vakti hvað mesta athygli á fundnum enda ótrúlega mikið um slík vandamál að ræða eins og kom skýrt fram hjá Eiríki. „Einfaldasta útskýringin er að segja að það verða ristruflanir vegna þess að það kemur ekki nóg blóð fram í liminn og það endist ekki nógu lengi. En það er kannski helst að íslenskir karlmenn þeir mættu vera duglegri að viðurkenna að það sé vandamál því það er ýmislegt í boði,“ sagði Eiríkur. Eiríkur Orri Guðmundsson, þvagfæraskurðlæknir, sem var með erindi um “Karlaheilsu” á opnum fundi Félags eldri borgara á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson En er risvandamál algengt hjá íslenskum körlum? „Já, þetta er algengt og eftir því, sem við verðum eldri þeimur algengara verður þetta. Jafnvel held ég að 30 til 40 prósent karla, sem eru komnir yfir 60 til 70 ára séu með einhvers konar risvandamál,“ sagði Eiríkur. Mikill áhugi var á erindi Eiríks Orra enda mættu vel á annað hundrað manns til að hlusta á hann.Magnús Hlynur Hreiðarsson Eiríkur Orri segir að karlar vilji helst ekki ræða stinningarvandamál en auðvitað eigi að ræða það opinskátt eins og annað hvað varðar heilsuna. „Þó við karlar séum oft frekar einfaldar verur þá er það þannig að þegar kemur að stinningarmálum þá getur allt farið í rosalega flækju hjá mönnum og ef þeir upplifa að missa niður stinningu í miðjum klíðum þá er eins og heimsendir sé í nánd,“ sagði Eiríkur Orri meðal annars á fundinum. Hér má sjá nokkrar af ástæðunum fyrir ristruflunum á glæru frá Eiríki Orra á fundnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson En mælir hann með Viagra fyrir menn, sem eru með risvandamál? „Ég mæli með því að menn ræði við sinn lækni um vandann og komist að því að hvort að Viagra eða svoleiðis lyf séu lausnin fyrir þá og hvort þeim sé óhætt að prófa.“
Árborg Heilbrigðismál Eldri borgarar Kynlíf Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira