„Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Valur Páll Eiríksson skrifar 29. mars 2025 11:30 Thea Imani er klár í stórleik helgarinnar. vísir Thea Imani Sturludóttir hefur notið sín vel með kvennaliði Vals í handbolta í vetur og verið öflug í EHF-bikarnum. Komið er að undanúrslitaleik þar sem Valskonur geta skráð sig í sögubækurnar. Valur fagnaði sigri í deildinni hér heima á fimmtudaginn var. Öruggur sigur á Gróttu skilaði titlinum í höfn. Það var þó ekki mikill tími til að fagna, með Evrópuleik sunnudagsins handan við hornið. „Við fögnuðum aðeins inni í klefa og erum allar ánægðar með þetta. En um leið þá var krefjandi að halda einbeitingu á deildinni því við vissum af þessum Evrópuleik. Núna er hausinn kominn alveg á Evrópu,“ segir Thea en viðtalið við hana má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Viðtal við Theu fyrir Evrópuleikinn Thea segir að mikil einbeiting sé á undirbúninginn fyrir leikinn við Iuventa frá Slóvakíu á sunnudag. „Við erum búnar að vera í mörgum leikjum og stutt á milli. Maður er bara spenntur fyrir leiknum en um leið einbeittur. Við erum bara í því að undirbúa okkur. Sá tími er mjög mikilvægur þegar er svona stutt á milli og þegar maður er að spila á móti liði sem maður þekkir ekki eins vel,“ segir Thea. Valskonur hafa farið víða og slegið út sterk lið frá Svíþjóð, Spáni og Tékklandi. En hvað stendur upp úr í þessu Evrópuævintýri hingað til? „Bara hvað það er gaman að vera í þessu liði með þessum stelpum. Þær eru steiktar en þær eru líka geggjað skemmtilegar,“ segir Thea létt. Tók tíma að læra á andstæðinginn Fyrri leikur einvígisins fór fram ytra og tapaðist með tveimur mörkum síðustu helgi. Valur var sex mörkum undir í hálfleik og tók liðið sinn tíma að læra inn á andstæðinginn. Leikmenn liðsins eru sannfærðir um að þeir geti unnið þann litla mun upp á eigin heimavelli. „Við grófum okkar eigin skurð þarna undir með því að lenda svo langt undir. Við náðum að jafna, sem sýnir að ef við hefðum ekki gert þessi mistök sem við gerðum í fyrri hálfleik hefði þetta verið allt annar leikur. Núna erum við komnar á okkar heimavöll, þær þurfa að ferðast hingað og allt það. Ég er gríðarlega spennt og mjög jákvæð fyrir þetta,“ segir Thea. Leikur Vals og Iuventa fer fram klukkan 17:30 á sunnudaginn kemur. Valur Olís-deild kvenna EHF-bikarinn Handbolti Mest lesið Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Fótbolti Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Íslenski boltinn Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Fótbolti Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Íslenski boltinn Tvær íslenskar á meðal þrettán bestu á HM Sport Fleiri fréttir Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Sjá meira
Valur fagnaði sigri í deildinni hér heima á fimmtudaginn var. Öruggur sigur á Gróttu skilaði titlinum í höfn. Það var þó ekki mikill tími til að fagna, með Evrópuleik sunnudagsins handan við hornið. „Við fögnuðum aðeins inni í klefa og erum allar ánægðar með þetta. En um leið þá var krefjandi að halda einbeitingu á deildinni því við vissum af þessum Evrópuleik. Núna er hausinn kominn alveg á Evrópu,“ segir Thea en viðtalið við hana má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Viðtal við Theu fyrir Evrópuleikinn Thea segir að mikil einbeiting sé á undirbúninginn fyrir leikinn við Iuventa frá Slóvakíu á sunnudag. „Við erum búnar að vera í mörgum leikjum og stutt á milli. Maður er bara spenntur fyrir leiknum en um leið einbeittur. Við erum bara í því að undirbúa okkur. Sá tími er mjög mikilvægur þegar er svona stutt á milli og þegar maður er að spila á móti liði sem maður þekkir ekki eins vel,“ segir Thea. Valskonur hafa farið víða og slegið út sterk lið frá Svíþjóð, Spáni og Tékklandi. En hvað stendur upp úr í þessu Evrópuævintýri hingað til? „Bara hvað það er gaman að vera í þessu liði með þessum stelpum. Þær eru steiktar en þær eru líka geggjað skemmtilegar,“ segir Thea létt. Tók tíma að læra á andstæðinginn Fyrri leikur einvígisins fór fram ytra og tapaðist með tveimur mörkum síðustu helgi. Valur var sex mörkum undir í hálfleik og tók liðið sinn tíma að læra inn á andstæðinginn. Leikmenn liðsins eru sannfærðir um að þeir geti unnið þann litla mun upp á eigin heimavelli. „Við grófum okkar eigin skurð þarna undir með því að lenda svo langt undir. Við náðum að jafna, sem sýnir að ef við hefðum ekki gert þessi mistök sem við gerðum í fyrri hálfleik hefði þetta verið allt annar leikur. Núna erum við komnar á okkar heimavöll, þær þurfa að ferðast hingað og allt það. Ég er gríðarlega spennt og mjög jákvæð fyrir þetta,“ segir Thea. Leikur Vals og Iuventa fer fram klukkan 17:30 á sunnudaginn kemur.
Valur Olís-deild kvenna EHF-bikarinn Handbolti Mest lesið Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Fótbolti Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Íslenski boltinn Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Fótbolti Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Íslenski boltinn Tvær íslenskar á meðal þrettán bestu á HM Sport Fleiri fréttir Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Körfubolti
Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Körfubolti