Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Bjarki Sigurðsson skrifar 28. mars 2025 23:06 Guðmundur Pétur Guðmundsson er lögreglufulltrúi hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Einar Þjófar, dulbúnir sem ferðamenn, hafa herjað á túrista bæði á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurlandi síðustu daga. Lögreglufulltrúi segir þjófana vel skipulagða og enginn þeirra hefur verið staðinn að verki. Í dag varaði lögreglan á höfuðborgarsvæðinu við þjófum sem hafa herjað á ferðamenn í miðbæ Reykjavíkur. Talið er að sami hópur hafi fyrir skömmu einnig stolið af ferðamönnum við Þingvelli. Meðal aðferða hópsins er að finna ferðamenn sem eru með bakpoka, barnavagn eða annað slíkt, og bjóðast til þess að taka mynd af þeim, til dæmis með Hallgrímskirkju í bakgrunninum. Þegar þeir leggja bakpokann frá sér að skilja barnavagninn eftir til að stilla sér upp fyrir myndina fer einhver annar í hópnum og tekur það sem er verðmætt úr pokanum. Síðan eru þeir á bak og burt. Djarfir og í dulargervi Þjófarnir eru taldir af erlendu bergi brotnir og dulbúa sig sem túristar. Þeirra falla því vel inn í hópinn á þessum vinsælu ferðamannastöðum. Guðmundur Pétur Guðmundsson, lögreglufulltrúi hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir þjófana oftast vilja komast í peninga og greiðslukort. Þá nota þeir einnig djarfari aðferðir en lýst var áðan. „Tveir, jafnvel fleiri, allt upp í fimm, blanda sér í hóp ferðamanna. Elta kannski fólk sem er með bakpoka og ferðatöskur og ætlar á sinn íverustað. Stundum þarf lyklabox og kóða til að komast inn. Þeir bíða þar og þykjast eiga að fara þangað inn líka. Í þessu öllu saman er búið að fara í bakpoka eða vasa og stela,“ segir Guðmundur Pétur. Leita allra upplýsinga Lögreglan taki við öllum upplýsingum um hópinn. „Við erum sum sé að vara við þessu og um leið að reyna að fá vitneskju um hvar þetta fólk heldur sig svo við getum talað við það,“ segir Guðmundur Pétur. Hafið þið yfirheyrt eða handtekið einhverja sem þið teljið tengjast þessum hópi? „Nei, ekki enn þá. Þess vegna kom tilkynningin. Okkur vantar að finna fólkið.“ Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Sjá meira
Í dag varaði lögreglan á höfuðborgarsvæðinu við þjófum sem hafa herjað á ferðamenn í miðbæ Reykjavíkur. Talið er að sami hópur hafi fyrir skömmu einnig stolið af ferðamönnum við Þingvelli. Meðal aðferða hópsins er að finna ferðamenn sem eru með bakpoka, barnavagn eða annað slíkt, og bjóðast til þess að taka mynd af þeim, til dæmis með Hallgrímskirkju í bakgrunninum. Þegar þeir leggja bakpokann frá sér að skilja barnavagninn eftir til að stilla sér upp fyrir myndina fer einhver annar í hópnum og tekur það sem er verðmætt úr pokanum. Síðan eru þeir á bak og burt. Djarfir og í dulargervi Þjófarnir eru taldir af erlendu bergi brotnir og dulbúa sig sem túristar. Þeirra falla því vel inn í hópinn á þessum vinsælu ferðamannastöðum. Guðmundur Pétur Guðmundsson, lögreglufulltrúi hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir þjófana oftast vilja komast í peninga og greiðslukort. Þá nota þeir einnig djarfari aðferðir en lýst var áðan. „Tveir, jafnvel fleiri, allt upp í fimm, blanda sér í hóp ferðamanna. Elta kannski fólk sem er með bakpoka og ferðatöskur og ætlar á sinn íverustað. Stundum þarf lyklabox og kóða til að komast inn. Þeir bíða þar og þykjast eiga að fara þangað inn líka. Í þessu öllu saman er búið að fara í bakpoka eða vasa og stela,“ segir Guðmundur Pétur. Leita allra upplýsinga Lögreglan taki við öllum upplýsingum um hópinn. „Við erum sum sé að vara við þessu og um leið að reyna að fá vitneskju um hvar þetta fólk heldur sig svo við getum talað við það,“ segir Guðmundur Pétur. Hafið þið yfirheyrt eða handtekið einhverja sem þið teljið tengjast þessum hópi? „Nei, ekki enn þá. Þess vegna kom tilkynningin. Okkur vantar að finna fólkið.“
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Sjá meira