Mette Frederiksen heldur til Grænlands Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 29. mars 2025 17:35 Mette Frederiksen heimsótti Grænland og þáverandi landstjórnarformann Múte B. Egede árið 2022. EPA/Chistian Klindt Sølbeck Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, heldur til Grænlands í vikunni sem kemur þar sem hún fer á fund Jens-Frederiks Nielsen, nýs landstjórnarformanns. Fram kemur í fréttatilkynningu frá forsætisráðuneytinu danska að með heimsókninni sé ætlað að styrkja samheldni þjóðanna tveggja en líkt og kunnugt er hefur Grænland verið fyrirferðamikið í fréttum nýverið og ekki að þeirra óskum. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur ítrekað heitið því að innlima landið og í gær fór J.D. Vance varaforseti óboðinn í heimsókn á bandarísku heimskautaherstöðina í Pituffik. Í dag mótmæltu fleiri hundruð Dana fyrir utan bandaríska sendiráðið í Kaupmannahöfn. Mótmælendur báru skilti sem á stóð „Grænland ekki til sölu“ og „Haldið ykkur fjarri, BNA“ meðal annars. Nýr landstjórnarformaður sagði það að hann kæmi í opinbera heimsókn áður en að tækist að mynda stjórn í landinu bera vott um virðingarleysi. Ný landstjórn var mynduð af fjórum fimm flokka á grænlenska þinginu í gær. „Ég hlakka til að halda áfram þéttu og traustu sambandi Grænlands og Danmerkur saman með Jens-Frederik Nielsen og öðrum ráðherrum. Á Grænlandi er nýyfirstaðið gott lýðræðislegt ferli og breið samsteypustjórn hefur verið mynduð. Það er mér mikilvægt að koma í heimsókn eins fljótt og ég get og heilsa upp á nýjan landstjórnarformann,“ er haft eftir Mette Frederiksen. „Ég ber mikla virðingu fyrir því hvernig grænlenska þjóðin og grænlenskir stjórnmálamenn hafa glímt við það mikla álag sem er á Grænlandi. Sú staða sem uppi er kallar á samheldni þvert á stjórnmálaflokka. Þvert á lönd ríkjasamstarfsins. Og á samstarf með virðingu og jafnræði að leiðarljósi,“ segir hún. Hún mun fara á fund fleiri ráðherra nýrrar ríkisstjórnarinnar frá þriðjudeginum öðrum apríl og til föstudagsins fjórða. Grænland Danmörk Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Fleiri fréttir Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Sjá meira
Fram kemur í fréttatilkynningu frá forsætisráðuneytinu danska að með heimsókninni sé ætlað að styrkja samheldni þjóðanna tveggja en líkt og kunnugt er hefur Grænland verið fyrirferðamikið í fréttum nýverið og ekki að þeirra óskum. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur ítrekað heitið því að innlima landið og í gær fór J.D. Vance varaforseti óboðinn í heimsókn á bandarísku heimskautaherstöðina í Pituffik. Í dag mótmæltu fleiri hundruð Dana fyrir utan bandaríska sendiráðið í Kaupmannahöfn. Mótmælendur báru skilti sem á stóð „Grænland ekki til sölu“ og „Haldið ykkur fjarri, BNA“ meðal annars. Nýr landstjórnarformaður sagði það að hann kæmi í opinbera heimsókn áður en að tækist að mynda stjórn í landinu bera vott um virðingarleysi. Ný landstjórn var mynduð af fjórum fimm flokka á grænlenska þinginu í gær. „Ég hlakka til að halda áfram þéttu og traustu sambandi Grænlands og Danmerkur saman með Jens-Frederik Nielsen og öðrum ráðherrum. Á Grænlandi er nýyfirstaðið gott lýðræðislegt ferli og breið samsteypustjórn hefur verið mynduð. Það er mér mikilvægt að koma í heimsókn eins fljótt og ég get og heilsa upp á nýjan landstjórnarformann,“ er haft eftir Mette Frederiksen. „Ég ber mikla virðingu fyrir því hvernig grænlenska þjóðin og grænlenskir stjórnmálamenn hafa glímt við það mikla álag sem er á Grænlandi. Sú staða sem uppi er kallar á samheldni þvert á stjórnmálaflokka. Þvert á lönd ríkjasamstarfsins. Og á samstarf með virðingu og jafnræði að leiðarljósi,“ segir hún. Hún mun fara á fund fleiri ráðherra nýrrar ríkisstjórnarinnar frá þriðjudeginum öðrum apríl og til föstudagsins fjórða.
Grænland Danmörk Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Fleiri fréttir Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Sjá meira