Hlynur og Hjörtur byrjuðu báðir fyrsta leik eftir landsleikjahlé Ágúst Orri Arnarson skrifar 29. mars 2025 18:30 Nýtt tímabil var að hefjast hjá Hlyni Frey. Miðverðirnir Hjörtur Hermannsson og Hlynur Freyr Karlsson voru báðir í byrjunarliðinu hjá sínum liðum í dag, í fyrsta leik eftir landsleikjahlé. Hjörtur lék allan leikinn og hélt hreinu í 0-1 útisigri hjá sínu liði Volos gegn Kallithea, í fyrstu umferð neðri hlutans eftir að grísku úrvalsdeildinni var skipt upp. Hlynur var í byrjunarliðinu og spilaði áttatíu mínútur í 2-0 tapi Brommapojkarna gegn Hacken í fyrstu umferð sænsku úrvalsdeildarinnar. Miðverðirnir voru hvorugir kallaðir inn í landsliðshóp Íslands fyrir leikina gegn Kósovó á dögunum, þrátt fyrir að liðið væri mjög þunnskipað í þeirri stöðu. Hlynur spilaði samt með u21 árs landsliðinu. Þeirra í stað voru náttúrulegir miðjumenn, Aron Einar Gunnarsson og Stefán Teitur Þórðarson, látnir leysa miðvarðarstöðuna. Miðjumaður var einnig látinn leysa vinstri bakvarðarstöðuna. Með afleitum árangri. „Ég held að [Arnar landsliðsþjálfari] þurfi að horfa núna í það að mögulega er kominn tími á nýja leikmenn, eins og Hlynur Freyr og þessir strákar í U-21, og leikmaður eins og Hjörtur“ sagði knattspyrnusérfræðingurinn Albert Brynjar. Lárus Orri Stefánsson tók undir með honum og benti sérstaklega á það sem mistök að Arnar skyldi stilla upp miðjumönnunum Stefáni Teiti Þórðarsyni og Ísaki Bergmann Jóhannessyni sem varnarmönnum. Spennandi verður að fylgjast með hvort Hjörtur og Hlynur haldi áfram að spila með sínum félagsliðum, og fái þá mögulega kallið inn í næsta landsliðshóp, sem mun koma saman fyrir æfingaleiki gegn Skotlandi og N-Írlandi í byrjun júní. Sænski boltinn Gríski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
Hjörtur lék allan leikinn og hélt hreinu í 0-1 útisigri hjá sínu liði Volos gegn Kallithea, í fyrstu umferð neðri hlutans eftir að grísku úrvalsdeildinni var skipt upp. Hlynur var í byrjunarliðinu og spilaði áttatíu mínútur í 2-0 tapi Brommapojkarna gegn Hacken í fyrstu umferð sænsku úrvalsdeildarinnar. Miðverðirnir voru hvorugir kallaðir inn í landsliðshóp Íslands fyrir leikina gegn Kósovó á dögunum, þrátt fyrir að liðið væri mjög þunnskipað í þeirri stöðu. Hlynur spilaði samt með u21 árs landsliðinu. Þeirra í stað voru náttúrulegir miðjumenn, Aron Einar Gunnarsson og Stefán Teitur Þórðarson, látnir leysa miðvarðarstöðuna. Miðjumaður var einnig látinn leysa vinstri bakvarðarstöðuna. Með afleitum árangri. „Ég held að [Arnar landsliðsþjálfari] þurfi að horfa núna í það að mögulega er kominn tími á nýja leikmenn, eins og Hlynur Freyr og þessir strákar í U-21, og leikmaður eins og Hjörtur“ sagði knattspyrnusérfræðingurinn Albert Brynjar. Lárus Orri Stefánsson tók undir með honum og benti sérstaklega á það sem mistök að Arnar skyldi stilla upp miðjumönnunum Stefáni Teiti Þórðarsyni og Ísaki Bergmann Jóhannessyni sem varnarmönnum. Spennandi verður að fylgjast með hvort Hjörtur og Hlynur haldi áfram að spila með sínum félagsliðum, og fái þá mögulega kallið inn í næsta landsliðshóp, sem mun koma saman fyrir æfingaleiki gegn Skotlandi og N-Írlandi í byrjun júní.
Sænski boltinn Gríski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira